Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Þetta gerðist á árinu 2017: Uppreist æru og leyndarhyggja sprengdi ríkisstjórn
Það hefði engum dottið í hug að barátta þolenda kynferðisbrotamanna og aðstandenda þeirra fyrir því að fá að vita af hverju það væri verið að veita kvölurum þeirra uppreist æru og starfsréttindi myndi sprengja ríkisstjórn á árinu 2017.
1. janúar 2018
Það sem gerðist árið 2017: Höft losuð á Íslandi
Eftir að hafa þurft að fara með flugmiða í bankann til að kaupa gjaldeyri fyrir sólarlandafríið í rúm átta ár voru fjármagnshöft loks losuð að mestu á almenning, lífeyrissjóði og fyrirtæki. Verr gekk þó að losa um aflandskrónuvandann.
1. janúar 2018
Þetta gerðist árið 2017: Byltingu var hrundið af stað undir nafni myllumerkisins #metoo
Mikil vakning varð á Íslandi og í heimsbyggðinni allri varðandi kerfisbundið áreiti, ofbeldi og mismunun sem konur verða fyrir í störfum sínum. Þúsundir kvenna hér á landi hafa skrifað undir áskorun þar sem þær krefjast þess að hlustað sé á þær.
31. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Áframhaldandi neyðarástand á húsnæðismarkaði
Þrátt fyrir fordæmalaust efnahagslegt góðæri glímir stór hópur Íslendinga við þá stöðu að geta ekki komið viðunandi þaki yfir höfuð sér. Fólk býr á tjaldsvæðum, hjá vinum eða ættingjum eða er nauðugt þátttakendur á leigumarkaði.
31. desember 2017
Vinsælustu hlaðvörp ársins á Kjarnanum
Hvað eiga hræðsla við smurstöðvar, Helgi Seljan, snapparinn Gæi á Tenerife, Erpur Eyvindarson og afnám hafta sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni þeirra hlaðvarpsþátta Kjarnans sem fengu mesta hlustun á árinu 2017.
30. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM (staðfest)
Íslenska karlalandsliðið er komið á lokamót HM í Rússlandi eftir sigur á liði Kósóvó í Laugardalnum í október. Lið sem hefur þegar skráð sig á spjöld knattspyrnusögunnar bætti enn við þann kafla. Með gylltu letri.
30. desember 2017
Búið að samþykkja fjárlög – Útgjöld aukast um 19 milljarða frá síðasta frumvarpi
Útgjöld ríkissjóðs ná methæðum á næsta ári. Þau aukast um 55,3 milljarða króna frá fjárlögum 2017.
30. desember 2017
Það sem gerðist árið 2017: Staðfest að Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög
Í úrskurði yfirskattanefndar var staðfest að aflandsfélag fyrrverandi forsætisráðherra greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur á Íslandi. Þar var einnig staðfest að óskað var eftir því að skattframtöl Wintris yrðu leiðrétt mörg ár aftur í tímann.
29. desember 2017
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Foreldrar langveikra eða alvarlegra fatlaðra fá desemberuppbót
Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur undirritað reglugerð sem tryggir foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna allt að 53 þúsund krónur í uppbót. Það er sambærileg upphæð og lífeyrisþegar og atvinnuleitendur fá.
29. desember 2017
Mest lesnu fréttaskýringar ársins 2017
Hvað eiga stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar, Júlíus Vífill Ingvarsson, Bakkavararbræður, aflandseignir Íslendinga og Wintris Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu fréttaskýringa ársins á Kjarnanum.
28. desember 2017
Logi Bergmann aftur til starfa í mars á næsta ári
Samkomulag hefur náðst um starfslok Loga Bergmanns.
28. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Ráðherra brýtur lög við skipun dómara
Á lokametrum vorþings áttu sér stað átök um skipun 15 nýrra dómara við Landsrétt. Dómsmálaráðherra hafði þá vikið frá hæfnismati dómnefndar og tilnefnt fjóra dómara sem nefndin hafði ekki talið hæfasta, en fjarlægt aðra fjóra af listanum.
28. desember 2017
Mest lesnu aðsendu greinar ársins 2017
Hvað á tannlæknaþjónusta hælisleitenda, ömurlegt heimilisofbeldi og kerfi sem bregst þolendum, #metoo og húsnæðiskerfi sem er ekki rekið með hagnaðarsjónarmiði sameiginlegt? Þau eru viðfangsefni þeirra aðsendu greina sem mest voru lesnar á Kjarnanum í ár.
27. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Stærsta bankarán Íslandssögunnar upplýst
Einkavæðing ríkisbankanna markaði upphafið af því ástandi sem leiddi af sér bankahrunið 2008. Í mars 2017 var birt skýrsla um aðkomu þýsks banka að kaupunum á Búnaðarbanka þar sem sýnt var fram á að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar voru blekkt.
27. desember 2017
Innkoma Costco viðskipti ársins hjá Markaðnum
Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Innkoma Costco á íslenskan smásölumarkað þykir hafa hrist verulega upp í íslensku viðskiptalífi.
27. desember 2017
Mest lesnu Kjaftæði ársins 2017
Hvað eiga menn sem reyna að byrla nauðgunarlyfi, aðstoðarmaður fráfarandi ráðherra, kynbundinn launamunur, Gísli Gíslason í geimflaug með Richard Branson og þeir sem skilja ekki #metoo sameiginlegt? Allt eru þetta viðfangsefni mest lesnu Kjaftæða ársins.
26. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat í átta mánuði
Í janúar 2017 var mynduð ríkisstjórn sem fáir vildu, en enn færri studdu. Hún rataði í hvert erfiðleikamálið á fætur öðru og á stundum virtist andstaða innan úr henni vera sterkari en sú sem minnihlutinn veitti.
26. desember 2017
Mest lesnu leiðarar ársins 2017 á Kjarnanum
Hvað eiga aflandsfélagaeignir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ásmundur Friðriksson, bandarískir vogunarsjóðir og þýskur einkabanki sem þóttist kaupa Búnaðarbankann sameiginlegt? Öll voru viðfangsefni mest lesnu leiðara ársins.
25. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Tvær skýrslur undir stól
Í janúar voru tvær skýrslur sem áttu erindi við almenning dregnar undan stóli í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Báðar fjölluðu þær um mál sem voru á meðal stærstu mála síðustu ára, aflandseignir Íslendinga og skiptingu Leiðréttingarinnar.
25. desember 2017
Jólakveðja frá Kjarnanum
Kjarninn verður 5 ára á næsta ári, og óskar lesendum, hlustendum og áhorfendum gleðilegrar jólahátíðar.
24. desember 2017
Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Lárus Welding fær fimm ára dóm í Stím-málinu
Héraðsdómur dæmdi aftur í Stím-málinu í dag, tveimur árum upp á dag eftir að fyrri dómur hans í málinu var kveðinn upp. Niðurstaðan var sú sama.
21. desember 2017
Forlagið með allt að helmings hlutdeild og í markaðsráðandi stöðu
Samkeppniseftirlitið neitar að fella úr gildi skilyrði sem sett voru vegna markaðsráðandi stöðu Forlagsins á markaði með bækur. Ástæðan er einfaldlega sú að staða Forlagsins sem sterkasta fyrirtækisins á þeim markaði hefur ekkert breyst.
21. desember 2017
Undirbúa Almenna leigufélagið fyrir skráningu
Félagið á 1.214 íbúðir. Stjórn félagsins hefur samþykkt að gefa út skuldabréf fyrir allt að 30 milljarða.
21. desember 2017
Fjáraukalögin upp á 25 milljarða
Fjáraukalög fyrir þetta ár gera ráð fyrir töluvert mikilli útgjaldaaukningu frá fjárlögum sem samþykktu fyrir árið 2017.
20. desember 2017
Agnes Sigurðardóttir er biskup þjóðkirkju Íslands.
Biskup ætlar ekki að tjá sig um launahækkun sína
Biskup Íslands segir það ekki vera í hennar verkahring að tjá sig efnislega um niðurstöðu kjararáðs, sem leiddi til þess að laun biskups voru hækkuð um 21 prósent.
20. desember 2017