Færslur eftir höfund:

Birgir Þór Harðarson

Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra í starfstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.
Bjarni baðst lausnar fyrir ráðuneytið en þing verður ekki rofið
Bjarni Benediktsson fundaði með forseta Íslands sem veitti ráðuneyti Bjarna lausn. Ríkisstjórnin starfar áfram sem starfsstjórn.
16. september 2017
Kominn tími til að hætta. Birgitta Jónsdóttir á kosningakvöldi Pírata í fyrra.
Birgitta Jónsdóttir hættir
Þingflokksformaður Pírata ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
16. september 2017
Formenn stjórnmálmálaflokka ganga á fund forseta í dag.
Stjórnarslit og kosningar: Hvað gerist í dag?
Hvaða spil hefur forseti Íslands á sinni hendi? Formenn stjórnmálaflokka hitta Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag.
16. september 2017
Innanríkisráðuneytinu var skipt upp í dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneyti á þessu ári.
Gögnin ekki opinberuð fyrr en eftir helgi
Dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að birta gögn um framkvæmd uppreist æru fyrr en eftir helgi. Til stóð að birta gögnin í gær.
16. september 2017
Síðast var kosið til Alþingis fyrir tæpu ári síðan.
Stjórnarflokkarnir hafa allir tapað fylgi síðan í fyrra
Þegar kosningar eru á næsta leyti er gott að taka stöðuna miðað við síðustu skoðanakannanir.
15. september 2017
Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa verið ráðherrar Viðreisnar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Bjarni, Sigríður og Brynjar þurfa að víkja strax, telur Viðreisn
Ráðgjafaráð Viðreisnar telur forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þurfa að víkja strax vegna trúnaðarbrests.
15. september 2017
Bjarni Benediktsson stendur í ströngu.
Þrjár síðustu stjórnir Sjálfstæðisflokks hafa sprungið
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki komið að ríkisstjórn sem setið hefur heilt kjörtímabil síðan Davíð Oddsson myndaði stjórn með Halldóri Ásgrímssyni 2003.
15. september 2017
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Trúnaðarbresturinn var að leyna upplýsingunum
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, lýsti trúnaðarbrestinum sem olli því að ríkisstjórn Íslands er fallin í sjónvarpinu í hádeginu í dag.
15. september 2017
Píratar fengu góða kosningu í þingkosningunum í fyrra.
Píratar vilja nýja stjórnarskrá og svo kosningar
Píratar vilja að samin verði ný stjórnarskrá áður en boðað verði til kosninga.
15. september 2017
Bjarni Benediktsson íhugar nú stöðu sína.
Þögn Bjarna hans helsta pólitíska brella?
Nú er beðið eftir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra stígi fram og kynni hvað hann hafi í hyggju varðandi stjórnarsamstarfið. Þetta er ekki fyrsta sinn sem beðið er eftir Bjarna.
15. september 2017
Fjárfestar segist fá ófullnægjandi upplýsingar um loftslagsáhættu
97% evrópskra fjárfesta hyggjast auka græna fjárfestingu. Flestir fjárfestar vilja fá betri upplýsingar um loftslagstengda rekstraráhættu.
14. september 2017
Norður-Kórea hefur hraðað þróun vopnabúrs síns á undanförnum árum.
Norður-Kórea spýta í lófana vegna þvingana öryggisráðsins
Brugðist hefur verið við auknum viðskiptaþvingunum á Norður-Kóreu með hefðbundnum yfirlýsingum.
13. september 2017
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði þingheim við þingsetningu 147. löggjafarþings í dag.
Forsetinn vill að starf sitt sé betur skilgreint
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti þingheim til þess að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á stjórnarskrá Íslands sem þyrfti að endurspegla betur ríkjandi stjórnarfar.
12. september 2017
Frans páfi hefur látið til sín taka í loftslagsmálum og hvatt ráðamenn ríkja heims til þess að bregðast við vandanum sem steðjar að mannkyninu.
Páfinn segir efasemdamönnum til syndanna
Maðurinn er heimskur án þekkingar, segir Frans páfi.
12. september 2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Ætlar ekki að greiða fyrir aukinn kostnað við Sundabraut
Borgarstjóri hefur hafnað kröfum vegamálastjóra um að borgin greiði fyrir mismuninn vegna dýrari framkvæmdar við Sundabraut. Nýtt kostnaðarmat þarf að fara fram.
12. september 2017
Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir alþjóðaflug á Íslandi.
Flugvöllur í Vatnsmýri þar til nýr völlur hefur verið byggður
Niðurstöður skýrslu til samgönguráðherra um Reykjavíkurflugvöll mæla með því að nýr flugvöllur verði byggður áður en frekari lokanir verði í Vatnsmýri.
11. september 2017
Saurgerlamengun mældist í Nauthólsvík í sumar vegna bilunar í skolphreinsistöð í nágreninu.
16 prósent fráveitna hafa viðunandi hreinsun skolps
83 fráveitustöðvar ættu að hafa viðunandi skolphreinsun en aðeins 13 uppfylla þær kröfur í raun, samkvæmt nýrri stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar.
11. september 2017
Myndrit: Fjöldi innflytjenda á Íslandi og í OECD
Hlutfall fólks með erlendan uppruna er um 13 prósent af íbúafjölda Íslands.
10. september 2017
Irma er orðinn að kraftmesta fellibyl sem orðið hefur til á Atlantshafi síðan mælingar hófust.
Minnst átta hafa farist í kraftmesta Atlantshafsstormi allra tíma
Kraftmesti Atlantshafsbylurinn gekk á land í Karíbahafi í gær og í nótt. Hann hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa. Bylurinn verður eflaust í lægri styrkleikaflokki þegar hann lendir á Flórída.
7. september 2017
Íslenska landsliðið verður í FIFA 18 tölvuleiknum
Tölvuleikjaunnendur geta spilað með íslenska landsliðinu í nýjasta FIFA-leiknum.
6. september 2017
Natalya Poklonskaya var saksóknari á Krímskaga áður en hún var kjörin á þing í Rússlandi. Hún hlaut internetfrægð eftir blaðamannafund sem hún hélt 2014 eftir að Rússland hafði innlimað Krímskaga. Á fundinum lýsti hún yfir hollustu sinni við Rússland.
Kreml vill konu gegn Pútín 2018
Kvenkyns frambjóðandi gegn Vladimír Pútín á að auka áhuga á rússnesku forsetakosningunum 2018. Pútín á samt sem áður að vinna.
5. september 2017
Skoða má 121 færslu gagnapunkta í bensínvakt Kjarnans.
Tíu ár í bensínvaktinni: Hlutur ríkisins stækkar
Viðmiðunarverð bensínvaktarinnar hækkaði um fjórar krónur í ágúst, miðað við verðið í júlí.
4. september 2017
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mætti Martin Schultz í kappræðum í gærkvöldi.
Merkel vann kappræðurnar í Þýskalandi
Flestir töldu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafa verið sigurvegara einu kappræðanna í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi.
4. september 2017
Eitt myndrit: Kjötframleiðsla á Íslandi
Jafnvel þó kindakjötneysla hafi dregist saman á síðustu áratugum hefur framleiðslan aukist.
3. september 2017
Skemmtiferðaskip leggjast við bryggju um allt land.
Strangari skilyrði um olíubruna einfaldasta leiðin
Umhverfisyfirvöld á Íslandi telja einfaldast að setja þrengri skilyrði um bruna svartolíu í íslenskri efnhagslögsögu, til þess að bregðast við mikilli mengun stórra skemmtiferðaskipa. Rándýrt er að tengja stór farþegaskip í landrafmagn.
2. september 2017