Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Björgólfur og Bogi kaupa í Icelandair
Tveir lykilstjórnendur hjá Icelandair Group hafa keypt hlutabréf í félaginu í dag. Gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um helming frá því í apríl í fyrra.
11. ágúst 2017
Borgar Þór íhugar framboð í leiðtogasæti í borginni
Að minnsta kosti tveir aðstoðarmenn ráðherra eru að íhuga að sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokks í komandi borgarstjórnarkosningum. Eyþór Arnalds einnig nefndur.
11. ágúst 2017
Mennta- og menningarmálaráðherra ræður sér nýjan aðstoðarmann
Karl Frímannsson hefur tímabundið verið ráðinn aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar.
10. ágúst 2017
Ebba Schram ráðin borgarlögmaður
Nýr borgarlögmaður var ráðinn í borgarráði í dag. Hún var annar tveggja umsækjenda um starfið. Hinn var Ástráður Haraldsson.
10. ágúst 2017
Finnur Árnason, forstjóri Haga, hringir bjöllunni í Kauphöllinni.
Hagar áfrýja ekki úrskurði Samkeppniseftirlitsins
Hagar eru ósammála forsendum Samkeppniseftirlitsins en telja að áfrýjunarnefnd komist að sömu niðurstöðu.
10. ágúst 2017
Framkvæmdir við Hafnartorg hafa staðið yfir frá vormánuðum 2016. Áætlað er að þeim ljúki um mitt næsta ár.
Í viðræðum við Illums Bolighus um verslun á Hafnartorgi
Forstjóri Regins segir viðræður standa yfir við alls kyns aðila í Skandinavíu um að opna verslanir á Hafnartorgi.
10. ágúst 2017
Halldór Halldórsson er oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem stendur.
Sjálfstæðismenn vilja kjósa leiðtoga en stilla upp í önnur sæti
Hverfisfélög Sjálfstæðisflokksins vilja fá fólk úr sínum hverjum á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tillaga hefur verið lögð fram um blandaða leið við val á lista til að tryggja það.
10. ágúst 2017
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Iceland Travel og Allrahanda sameinuð
Icelandair mun eiga 70 prósent í sameinuðu fyrirtæki en hluthafar Allrahanda, sem er leyfishafi Gray Line Worldwide á Íslandi, 30 prósent.
9. ágúst 2017
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus út um allt land.
Bréf í Högum hafa lækkað um 35 prósent á tæpum þremur mánuðum
Geng bréfa í Högum lækkaði um 7,24 prósent í dag. Markaðsvirði félagsins hefur dregist saman um tæpa 23 milljarða króna á þremur mánuðum.
8. ágúst 2017
Veðsetning hlutabréfa eykst umtalsvert
Of mikil aukin skuldsetning vegna hlutabréfakaupa gæti þýtt að bólumyndun eigi sér stað á markaði. Veðsetning hlutabréfa fór úr 9,97 prósent í 11,41 prósent milli mánaða.
8. ágúst 2017
Lýsa yfir vantrausti á Sveinbjörgu Birnu
Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík vonast til þess að málflutningur oddvita flokksins verði ekki til þess að „varpa skugga á það mikilvæga og góða starf sem borgarstjórnarflokkurinn hefur unnið.“
8. ágúst 2017
„Maður talar ekki svona um börn“
Formaður Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita hans í Reykjavík um að börn hælisleitenda séu „sokkinn kostnaður“ séu bæði óheppileg og klaufsk.
7. ágúst 2017
Bill De Blasio, borgarstjóri New York-borgar, sést hér í gleðigöngu hinsegin samfélagins í borginni fyrr í sumar.
Milljónamæringaskattur til að laga samgöngukerfið
Borgarstjóri New York-borgar ætlar að hækka skatta á ríkustu íbúa borgarinnar til að greiða fyrir endurbætur á almenningssamgöngukerfi hennar og niðurgreiðslu fyrir fátækustu íbúa borgarinnar. Skatturinn leggst á tæplega eitt prósent íbúa.
7. ágúst 2017
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Segir ríkisstjórnina ekki færa um að falla þar sem hún standi ekki fyrir neitt
Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir ríkisstjórnina sem flokkurinn leiðir harðlega. Hann segir ríkisstjórn sem standi ekki fyrir neitt eigi í erfiðleikum með að finna sér mál til að falla á.
5. ágúst 2017
Ingibjörg Sólrún Gísadóttir
Segir Sjálfstæðisflokkinn kerfisflokk sem standi á bremsunni gagnvart breytingum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að ef stjórnmálaflokkar ætli sér að breyta kerfinu sé erfitt að gera það í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það hafi verið mistök hjá henni og Samfylkingunni að fara í samstarf við hann árið 2007.
4. ágúst 2017
Sjötti hver eldsneytislítri seldur í Costco
Bensínverð hefur lækkað skarpt eftir að Costco hóf að selja bensín á eldsneytisstöð sinni í Garðabæ. Fyrirtækið er nú með 15 prósent markaðshlutdeild á höfuðborgarsvæðinu.
4. ágúst 2017
Ungir Framsóknarmenn mótmæla ummælum Sveinbjargar Birnu harkalega
Oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði að það fælist „sokk­inn kostn­að­ur“ í því fyrir Reykja­vík­ur­borg að taka við börnum hæl­is­leit­enda í grunn­skóla borg­ar­inn­ar. Ungir Framsóknarmenn mótmæla þessum ummælum.
3. ágúst 2017
Verð á hótelgistingu hækkað um meira en 60 prósent á tveimur árum
Verðhækkanir á gistingu hérlendis hafa hækkað langt umfram styrkingu krónu á undanförnum árum þegar þær eru umreiknaðar í erlenda mynt. Ferðamenn bregðast við með því að dvelja hérlendis skemur.
3. ágúst 2017
Tími Birgittu Jónsdóttur í stjórnmálunum er senn á enda.
Birgitta hættir eftir kjörtímabilið
Þekktasti og reynslumesti þingmaður Pírata ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis aftur, sama hvort yfirstandandi kjörtímabil verði stutt eða langt.
3. ágúst 2017
Höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá bandarískum sjóði í hlut í Bláa lóninu
HS Orka mun ekki selja 30 prósent hlut sinn í Bláa lóninu. Lífeyrissjóðir í eigendahópnum lögðust gegn því. Hæsta tilboðið sem barst var upp á rúma 11 milljarða króna.
2. ágúst 2017
Flokkur fólksins fengi fimm þingmenn en ríkisstjórnin er kolfallin
Ný könnun sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu einungis fá samanlagt 21 þingmann ef kosið yrði í dag. Bragð mánaðarins í stjórnmálunum virðist vera Flokkur fólksins.
1. ágúst 2017
Segir borgina sitja uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, veltir fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir.
1. ágúst 2017
Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar: Neyðarlögin tóku fé af einum hópi til að bjarga öðrum
Fyrrverandi Hæstaréttardómari segir engin rök fyrir því að neyðarlögin hafi ekki verið eignaupptaka þrátt fyrir að dómstólar hafi talið þau standast stjórnarskrá. Hann veltir fyrir sér hvort komist hafi verið að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.
1. ágúst 2017
Anthony Scaramucci
Scaramucci rekinn sem samskiptastjóri Hvíta hússins
Hinn umdeildi Anthony Scaramucci er ekki lengur samskiptastjóri Hvíta hússins. Hann gegndi starfinu í tíu daga.
31. júlí 2017
Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi
Umhverfis- og auðlindaráðherra biðst afsökunar á því að hafa misboðið fólki með því að láta mynda sig í kjól frá tískuvörumerki í þingsal Alþingis. Sú uppsetning hafi verið vanhugsuð.
31. júlí 2017