Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Nasdaq að kaupa kauphöllina í Osló
Samsteypan sem á íslensku kauphöllina er að bæta þeirri norsku í eignasafnið. Gangi kaupin eftir mun Nasdaq Nordic reka kauphallir á öllum Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.
30. janúar 2019
Vilja alls ekki hleypa Miðflokknum í formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Meirihluti stjórnarandstöðunnar vill ekki að Bergþór Ólason, né nokkur annar Klausturmaður, stýri nefndum Alþingis. Bergþór stýrði samt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun, þvert á vilja meirihluta nefndarinnar.
29. janúar 2019
Fleiri Íslendingar flytja nú frá landinu en til þess þrátt fyrir mikla efnahagslega uppsveiflu síðastliðin ár.
Fleiri Íslendingar fluttu burt af landinu í fyrra en til þess
Á síðustu tveimur árum hafa 14.470 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til Íslands en frá landinu. Í fyrra fluttu 75 færri Íslendingar til landsins en frá því. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 112 prósent á sjö árum.
28. janúar 2019
Stjórnmálaflokkarnir fá 744 milljónir úr ríkissjóði
Sjálfstæðisflokkurinn fær mest allra stjórnmálaflokka úr ríkissjóði í ár, eða 178 milljónir króna. Alls skipta flokkarnir átta með sér 96 milljónum meira en í fyrra.
25. janúar 2019
Jón Ásgeir snýr aftur
Jón Ásgeir Jóhannesson var andlit íslensku útrásarinnar. Hann hefur alla tíð verið feykilega umdeildur og yfirvöld hafa meira og minna verið að rannsaka hann vegna meintra efnahagsbrota þorra þessarar aldar.
25. janúar 2019
Þórður Snær Júlíusson
Fórnarlambið Miðflokkurinn öskrar pólitískt samsæri
24. janúar 2019
Bankasýsla ríkisins heyrir undir Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Samþykkt að starfstími Bankasýslu ríkisins verði ótímabundinn
Þverpólitísk samstaða var um að fella ákvæði úr lögum um Bankasýslu ríkisins sem setti tímaramma utan um starfsemi hennar. Þess í stað verður sett inn bráðabirgðaákvæði um að hana skuli leggja niður þegar verkefnum hennar verði lokið.
24. janúar 2019
Svona ætlar ríkisstjórnin að leysa húsnæðisvandann
Átakshópur forsætisráðherra um bætta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað 40 tillögum til úrbóta. Þær fela m.a. í sér aukin stofnfjárframlög í almenna íbúðakerfið og auknu samstarfi um frekari uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulága.
22. janúar 2019
Seta manna á ráðherrastólum tryggði mjög rúm eftirlaunaréttindi um nokkurra ára skeið.
Gömlu eftirlaunalög ráðamanna kostuðu 608 milljónir í fyrra
Þótt umdeild lög um aukin eftirlaunarétt helstu ráðamanna þjóðarinnar hafi einungis verið í gildi í nokkur ár, og hafi verið afnumin 2009, þá er árlegur kostnaður vegna þeirra umtalsverður.
22. janúar 2019
Rúmlega einn Ísafjörður af erlendum borgurum bæst við Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum hélt áfram að fjölga gríðarlega hratt í fyrra. Fjöldi þeirra hefur rúmlega tvöfaldast á sjö árum. Mest er fjölgunin áfram á Suðurnesjum og í Reykjavík.
21. janúar 2019
Bilið milli fátækra og ríkra í heiminum er að aukast samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam.
26 einstaklingar eiga meiri auð en fátækari helmingur heimsbyggðarinnar
Í nýrri skýrslu Oxfam kemur fram að hinir ríku í heiminum eru að verða ríkari og hinir fátækari að verða fátækari. Þá fela hinir ofurríku mörg hundruð þúsund milljarða króna frá skattyfirvöldum.
21. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
18. janúar 2019
Miðflokkur og Flokkur fólksins bæta við sig – Samfylkingin missir fylgi
Samfylkingin mælist nú með lægsta fylgi sem hún hefur mælst með frá því í maí 2018. Fylgið er samt sem áður töluvert yfir kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og Framsókn græðir mest á Klaustursmálinu.
17. janúar 2019
Bjarni kannast ekki við pólitísk hrossakaup um sendiherraskipan
Bjarni Benediktsson segir að áhugi Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastöðu hafi aldrei verið rædd í því samhengi að til stæði að uppfylla einhver gefin loforð eða meint samkomulag. Utanríkisráðherra segir Bjarna aldrei hafa skipað sér að gera nokkuð.
16. janúar 2019
Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né Gunnar Bragi Sveinsson hafa staðfest komu sína á fundinn.
Meint pólitísk hrossakaup um sendiherrastöður til umfjöllunar
Formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra munu báðir koma fyrir stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd í dag til að ræða sendiherramálið. Ekki liggur fyrir hvort formaður og varaformaður Miðflokksins, sem báðir voru boðaðir, muni mæta.
16. janúar 2019
Hópur fólks mótmælti sölunni á hlut Landsbankans í Borgun á sínum tíma. Á meðal þess sem stjórnendur Landsbankans voru ásakaðir um var spilling.
Íslenska bankakerfið sagt dýrt, spillt og gráðugt
Íslendingar treysta ekki bankakerfinu vegna hrunsins, þeirrar græðgi sem þeir upplifa að viðgangist innan þess og óheiðarleika eða spillingu sem í því grasseri.
14. janúar 2019
Bjarni vill selja Íslandsbanka og halda eftir minnihluta í Landsbankanum
Fjármála- og efnahagsráðherra vonast til þess að hægt verði að hefja söluferli ríkisbankanna tveggja með markvissum hætti áður en að kjörtímabilinu lýkur.
13. janúar 2019
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið 10. desember síðastliðinn.
Rúmlega 60 prósent landsmanna vilja að íslenska ríkið eigi viðskiptabanka
Einungis 13,5 prósent landsmanna eru neikvæðir gagnvart því að ríkið eigi banka. Þeir sem vilja að ríkið sé eigandi viðskiptabanka telja að ríkið sé einfaldlega betri eigandi. Því fylgi öryggi og traust og arður af starfseminni renni þá til almennings.
12. janúar 2019
Jón Ásgeir býður sig fram í stjórn Haga
Jón Ásgeir Jóhannesson, sem stofnaði Bónus með föður sínum árið 1989, missti fjölskyldufyrirtækið Haga eftir bankahrunið. Hann býður sig nú á ný fram í stjórn þess.
11. janúar 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Hægt að hækka laun kjörinna fulltrúa enn meira strax í júlí
Framúrkeyrsla kjararáðs umfram kjarasamninga frá árinu 2015 hefur þegar kostað skattgreiðendur 1,3 milljarða króna að sögn forseta ASÍ. Sambandið gerir alvarlegar athugasemdir við að til standi að hækka laun allra þeirra ráða- og embættismanna 1. júlí.
11. janúar 2019
Þórður Snær Júlíusson
Gott orðspor
11. janúar 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Sjálfsögð krafa almennings að fá upplýsingar um kröfuhafa fjölmiðla sem hafa áhrif
Fjölmiðlanefnd hefur nokkrum sinnum kallað eftir hluthafasamkomulögum og lánasamningum fjölmiðla til að kanna hvort aðrir en skráðir eigendur hafi raunveruleg yfirráð yfir þeim. Slík gögn hafa aldrei verið afhent.
10. janúar 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn vinnur að gerð skýrslu um fjárfestingarleiðina
Innan Seðlabankans er nú unnið að gerð skýrslu um hina umdeildu fjárfestingarleið bankans. Enn er verið að kanna hvort rannsóknarnefnd þings geti tekið hana til rannsóknar. Kjarninn hefur kært Seðlabankann til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.
10. janúar 2019
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sendi bréf til skuldabréfaeigenda.
Indigo mun fyrst eignast 49 prósent í WOW – Gætu eignast mun stærri hlut
Indigo Partners stefnir að því að lána WOW air fjármuni til að snúa við rekstri flugfélagsins. Lánið verður í formi tíu ára skuldabréfs með breytirétti og fyrir lánveitinguna ætlar Indigo að eignast 49 prósent í WOW air.
9. janúar 2019