Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Þrír flokkar myndu tapa fylgi í öllum kjördæmum ef kosið yrði í dag
Tveir stjórnarflokkar og Miðflokkurinn mælast nú með minna fylgi í öllum kjördæmum landsins en í kosningunum í október 2017. Tveir stjórnarandstöðuflokkar bæta hins vegar við sig fylgi í öllum kjördæmum.
8. janúar 2019
Sífellt fleiri Íslendingar velja að standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga.
Tæplega 25 þúsund manns standa utan trúfélaga
Enn fækkaði í þjóðkirkjunni á síðasta ári. Kaþólikkum hefur hins vegar fjölgað hratt samhliða fjölgun erlendra ríkisborgara hérlendis. En mesta aukningin er á meðal þeirra sem skrá sig utan trú- og lífskoðunarfélaga.
7. janúar 2019
Mjög hefur hægt á útlánum lífeyrissjóða til íbúðarkaupa á síðustu mánuðum.
Lífeyrissjóðir lánuðu jafn mikið óverðtryggt og verðtryggt í nóvember
Útlán lífeyrissjóða til sjóðsfélaga vegna íbúðarkaupa eða endurfjármögnunar drógust saman um tæpan þriðjung milli mánaða. Helmingur útlána þeirra voru óverðtryggð.
7. janúar 2019
Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari. Peningaþvættisskrifstofan var færð til embættis hans sumarið 2015.
Umfjöllun leiddi til aukningar á tilkynningum um peningaþvætti
Alls móttók peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara 655 tilkynningar um peningaþvætti á árinu 2016. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 urðu þær rúmlega 800 talsins.
6. janúar 2019
Ísland átti á hættu að rata á listi yfir ósamvinnuþýð ríki vegna lélegra varna gegn peningaþvætti
Ísland hefur áratugum saman ekki sinnt almennilegu eftirliti með peningaþvætti, þótt stórtækir fjármagsflutningar inn og út úr efnahagskerfinu séu mjög tíðir. Í fyrra var Íslandi settir afarkostir.
5. janúar 2019
Magnús Geir verður áfram útvarpsstjóri næstu fimm árin
Fimm ár eru liðin síðar í þessum mánuði frá því að stjórn RÚV ákvað að ráða Magnús Geir Þórðarson sem útvarpsstjóra, en ráðningartímabilið er fimm ár. Stjórnarformaður RÚV segir að Magnús Geir muni sitja áfram í embættinu næstu fimm árin.
4. janúar 2019
FME auglýsir eftir fólk sem gæti verið skipað í bráðabirgðastjórnir fjármálafyrirtækja
Fjármálaeftirlitið vill fá áhugasama sérfræðinga til að gefa kost á sér til að taka að sér afmörkuð verkefni fyrir sína hönd, komi slík upp. Þeir sem vinna hjá eftirlitsskyldum aðilum eins og bönkum eða öðrum fjármálafyrirtækjum koma ekki til greina.
3. janúar 2019
Allir þrír stærstu lífeyrissjóðirnir búnir að lækka veðhlutfall niður í 70 prósent
Gildi hefur lækkað veðhlutfall lána sem hann veitir sjóðsfélögum sínum til íbúðarkaupa niður í 70 prósent. Það var m.a. gert vegna þess að hinir tveir stóru lífeyrissjóðirnir höfðu lækkað sitt veðhlutfall þannig, sem skilaði aukinni aðsókn í lán Gildis.
3. janúar 2019
Verslað með fasteignir á Íslandi fyrir 550 milljarða á árinu 2018
Um 74 prósent allra peninga sem skiptu um hendur vegna fasteignaviðskipta á árinu sem var að líða, gerðu það vegna slíkra á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð á fasteign var 44 milljónir króna á landinu öllu, en 51 milljón króna á höfuðborgarsvæðinu.
1. janúar 2019
Glundroðinn í íslenskum stjórnmálum
Íslensk stjórnmál eru stödd á breytingaskeiði. Samfélagið hefur breyst hratt á skömmum tíma og hræringar í stjórnmálalandslaginu endurspegla það ástand. Nær árleg hneykslismál hrista svo reglulega upp í öllu saman og breyta stöðunni algjörlega.
28. desember 2018
Rúmlega hálfur milljarður króna til viðbótar úr ríkissjóði vegna flóttamanna
Heildarútgjöld vegna útlendingamála verða aðeins lægri í ár en 2017 þótt fyrir liggi að umsóknum um hæli hérlendis muni fækka umtalsvert. Á fjáraukalögum er rúmlega hálfum milljarði króna ráðstafað í málaflokkinn.
23. desember 2018
Þjóðkirkjan er hluti af íslenska ríkinu. Þess vegna ganga Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hlið við hlið við þingsetningu.
Þjóðkirkjan fær 857 milljónir króna viðbótarframlag á fjáraukalögum
Ríkið greiðir þjóðkirkjunni hátt í milljarð króna til viðbótar við þá tæpu 4,6 milljarða sem þegar hafði verið ráðstafað til hennar á fjárlögum. Þingmaður Pírata segir að ríkið þyrfti að greiða laun 80 presta þó allir segðu sig úr þjóðkirkjunni.
22. desember 2018
Ekki viss um að innistæða hafi verið fyrir „öllum þessum málarekstri“ í hrunmálum
Dómsmálaráðherra segir í viðtali við Þjóðmál að margir hafi átt um sárt að binda vegna hrunmála og að hún voni að þeir láti ekki byrgja sér sýn þegar horft sé fram á veginn. Hún hefur efasemdir um ágæti þess að eftirlitsþjóðfélagið vaxi.
21. desember 2018
WOW air búið að selja flugtíma sína á Gatwick
WOW air mun ekki lengur fljúga til Gatwick flugvallar í London eftir að hafa selt flugtíma sína á vellinum. Héðan í frá mun allt London-flug félagsins fara í gegnum Stansted-völl.
20. desember 2018
Tveir af hverjum þremur telja að margir eða allir íslenskir stjórnmálamenn séu spilltir
Fjöldi þeirra sem telja marga eða alla stjórnmálamenn á Íslandi viðriðna spillingu hefur næstum því tvöfaldast frá árinu 2016. Fleiri treysta Alþingi ekkert en áður. Það sem er líklegast til að auka traust eru tíðari afsagnir þingmanna.
20. desember 2018
RÚV er langstærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Og það eina sem er á fjárlögum.
RÚV fær 222 milljónir króna á fjáraukalögum
RÚV fær viðbótarframlag á fjáraukalögum. Framlagið er leiðrétting á lögbundnu framlagi úr ríkissjóði til RÚV, sem fékk fyrir tæplega 4,2 milljarða króna úr honum.
20. desember 2018
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram en tillagan um breytingar á hæfisskilyrðum fyrir stjórnarmenn FME kom frá fjármálaráðuneytið Bjarna Benediktssonar.
Brotamenn fá ekki að setjast í stjórn Fjármálaeftirlitsins
Allsherjar- og menntamálanefnd felldi út ákvæði úr frumvarpi sem átti að heimila dæmdum mönnum að setjast í stjórn Fjármálaeftirlitsins fimm til tíu árum eftir að þeir hlutu dóma.
19. desember 2018
Fyrrverandi borgarfulltrúi dæmdur fyrir peningaþvætti
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur fyrir peningaþvætti. Hann hafði viðurkennt skattalagabrot við rannsókn málsins en það var fyrnt.
18. desember 2018
Sjálfstæðisflokkurinn fékk of háa styrki árum saman
Sjálfstæðisflokkurinn fékk styrki sem voru umfram lögbundið hámark frá tengdum aðilum árin 2013, 2015, 2016 og 2017. Ríkisendurskoðun hefur far
18. desember 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Bankaráð Seðlabanka Íslands biður aftur um frest vegna Samherjamáls
Bankaráð Seðlabanka Íslands vonast til þess að geta svarað erindi forsætisráðherra um hið svokallaða Samherjamál „í upphafi nýs árs“. Upphaflega fékk ráðið frest til 7. desember til að svara erindinu.
17. desember 2018
Ríkisendurskoðun segir „óheppilegt“ að greining á vanda Íslandspósts liggi ekki fyrir
Íslenska ríkið ætlar að lána Íslandspósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir greining á því hvað valdi miklum rekstrarvanda. Ríkisendurskoðun telur það óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vandanum áður en fjármagn sé sett í það.
17. desember 2018
Ríkisstjórnarflokkarnir græða mikið fylgi á Klaustursmálinu
Samanlagt fylgi þeirra þriggja flokka sem mynda ríkisstjórn jókst um 8,6 prósentustig eftir Klaustursmálið. Mesta fylgisaukningin er hjá Framsókn. Frjálslynda stjórnarandstöðublokkin bætir líka við sig.
15. desember 2018
WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða
Enn er unnið að því að ná samningum við Indigo Partners um fjárfestingu í félaginu.
14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
14. desember 2018