Færslur eftir höfund:

Erla María Markúsdóttir

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Skorar á dómsmálaráðherra að tala skýrt og segja satt
Þingmaður Pírata segir það grafalvarlegt mál að dómsmálaráðherra taki undir orðræðu sem er til þess fallin að auka jaðarsetningu fólks sem þegar tilheyrir minnihlutahópi.
11. október 2022
Frú Ragnheiður er á meðal skaðaminnkandi verkefna sem Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir. Rauði krossinn fagnar því að aftur sé verið að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu á kaupum og vörslu neysluskammta.
Vandi vímuefnanotenda verði meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu
Rauði krossinn styður þær breytingar sem lagðar eru fram í frumvarpi til laga um afglæpavæðingu neysluskammta og segir lagasetninguna styðja við uppsetningu og þróun skaðaminnkandi þjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slíkt frumvarp er lagt fram.
8. október 2022
Lög sem heim­ila skatt­frá­drátt allt að 350 þús­und krónum á ári vegna gjafa og fram­laga til félaga sem skráð eru á almanna­heilla­skrá Skatts­ins tóku gildi í nóvember í fyrra. Síðan þá hafa 403 félög verið samþykkt.
Yfir 20 þúsund einstaklingar nýttu sér skattafrádrátt vegna almannaheillaskrár
403 félög eru á almannaheillaskrá Skattsins í ár, 186 fleiri en í fyrra. Yfir 20 þúsund einstaklingar nýttu sér skattafrádrátt vegna greiðslna til félaga á almannaheillaskrá á síðasta ári og nema þær á bilinu 130 til 192 milljónum króna.
7. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
6. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
5. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
4. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
3. október 2022
Frá 2009 hefur embættismaður verið fluttur til í annað embætti, án þess að starfið sem um ræðir sé auglýst.
Fimmtungur embættisskipana frá 2009 án auglýsingar
Á síðustu tólf árum hefur embættismaður 67 sinnum verið fluttur í annað embætti án auglýsingar, samkvæmt samantekt forsætisráðuneytisins yfir flutning embættismanna milli embætta frá 2009 til 2022.
2. október 2022
Giorgia Meloni verður fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra Ítalíu.
Andstæðingur samkynja hjónabanda vill verða leiðtogi allra Ítala
Hún stofnaði stjórnmálaflokk sem á rætur að rekja til flokks sem stofnaður var úr rústum fasistaflokks Mussolini. En hún segir ítalskan fasisma heyra sögunni til. Giorgia Meloni verður fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu.
2. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
1. október 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
30. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
29. september 2022
Eliud Kipchoge hefur hlaupið maraþon hraðast allra, á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.
37 ára heimsmethafi í maraþoni vill veita ungu fólki innblástur
Eliud Kipchoge, heimsmethafi í maraþoni, hljóp daglega í skólann sem barn í Kenía, þrjá kílómetra. Um helgina hljóp hann maraþon á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum. Það er eins og að stilla hlaupabretti á 21. Í rúmar tvær klukkustundir.
27. september 2022
Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Meðferð brota á siðareglum verði í samræmi „við réttlætisvitund fólksins í landinu“
Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkum gagnrýna að mál innviðaráðherra vegna rasískra ummæla hafi verið fellt niður hjá forsætisnefnd. Þingmaður Samfylkingar segir að koma verði upp fyrirkomulagi þar sem meint brot á siðareglum fá faglega umfjöllun.
27. september 2022
Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið.
Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar lýsingum fráfarandi forseta
Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir furðu og vonbrigðum með lýsingar fráfarandi forseta á viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin viðurkennir að samskiptavandi hafi verið til staðar en að hann sé tilkominn vegna framkomu hennar við framkvæmdastjóra félagsins
27. september 2022
Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrsta konan sem gegnir embætti Ferðafélags Íslands í 94 ára sögu þessu, hefur sagt af sér vegna stjórnarhátta og siðferðislegra gilda sem ganga gegn hennar eigin gildum
Fyrsti kvenkyns forseti Ferðafélagsins segir af sér vegna framferðis stjórnarkarla
Anna Dóra Sæþórsdóttir, forseti Ferðafélags Íslands, hefur sagt af sér sem forseti félagsins sem og úr félaginu, vegna vangetu stjórnar að taka á málum sem snúa að áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Eitt málið varðar fyrrverandi stjórnarmann í félaginu.
27. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
25. september 2022
Mahsa Amini var 22 ára gömul Kúrdi sem lést í haldi siðgæðislögreglu í Íran í síðustu viku. Andlát hennar hefur leitt til feminískrar byltingar þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.
Dauði saklausrar konu kornið sem fyllti mælinn
Að sjá saklausa konu drepna að ástæðulausu var kornið sem fyllti mælinn hjá írönsku þjóðinni að mati Írana sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir nokkrum árum. Hræðsla stöðvar ekki þátttöku í mótmælum þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.
25. september 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Ekki verið að slátra þjóðarhöllinni en augljóslega fresta
Forsætisráðherra segir vilja ríkisstjórnarinnar um að reisa nýja þjóðarhöll á þessu kjörtímabili skýran. Þingmaður Viðreisnar segir ljóst að verið sé að fresta framkvæmdinni. „Ekki alveg að slátra henni en fresta.“
22. september 2022
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara, á upplýisngafundi lögreglu í dag.
Grunur um undirbúning hryðjuverka á Íslandi
Tveir íslenskir menn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverkaárás á Íslandi.
22. september 2022
Ingvar Smári Birgisson, aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, á einnig sæti í stjórn RÚV.
Meta hvort aðstoðarmanni ráðherra sé heimilt að sitja í stjórn Ríkisútvarpsins
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sem hóf störf í vikunni situr einnig í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann hefur tilkynnt forsætisráðuneytinu stjórnarsetuna sem mun meta hvort honum verði áfram heimilt að sitja í stjórn félagsins.
22. september 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Forsætisráðherra: „Alþingi hefur viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla“
Þingmaður Pírata segir þögn forsætisráðherra í máli fjögurra blaðamanna sem eru með stöðu sakbornings eftirtektarverða þar sem um grundvallarmannréttindi sé að ræða. Forsætisráðherra segir Alþingi alltaf hafa viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla.
22. september 2022
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Hefur áhyggjur af því að réttaröryggi borgara sé ógnað
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að alvarlegur dómgreindarbrestur hafi orðið við viðbrögð sérsveitar lögreglu í útkalli um helgina. Ekki er um einangrað tilvik að ræða og þingmaðurinn furðar sig á viðbrögðum dómsmálaráðherra.
21. september 2022