Færslur eftir höfund:

Fanney Birna Jónsdóttir

Segir þingmenn ekki geta farið í sumarfrí
Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf svo umfangsmikla að það sé fúsk að ætla að afgreiða frumvarpið á hundavað. Slíkt sé fullkomlega óábyrgt.
29. maí 2018
Hlutfallslega flestir strikuðu yfir Eyþór
Þrjú prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík um helgina strikuðu yfir oddvitann Eyþór Arnalds. Yfirkjörstjórn hefur lokið yfirferð sinni yfir breytta kjörseðla.
28. maí 2018
Hagsmunaðilar beiti almenningi fyrir sig í stríði um auðlindir
Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir orkufyrirtækin beita almenningi fyrir sig í viðleitni þeirra til að afla orku fyrir stóriðju.
28. maí 2018
Köld skilaboð úr dómsmálaráðuneytinu
Fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins hélt þrumuræðu á aðalfundi félagsins í gær og var afar ósáttur við gagnrýni aðstoðarmanns dómsmálaráðherra á málarekstur Vilhjálms H. Vilhjálmssonar kollega hans vegna skipan dómara við Landsrétt.
26. maí 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Sveitarfélagið Ísland
26. maí 2018
Ásmundur skipar aðstoðarmanninn sem stjórnarformann TR
Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað aðstoðarmann sinn, Arnar Þór Sævarsson, sem formann stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins.
25. maí 2018
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.
Fyrirtæki uppfæra persónuverndarskilmála sína í gríð og erg
Margir hafa undanfarið fengið ógrynni af tilkynningum frá fyrirtækjum sem eru í óða önn við að uppfæra öryggis- og persónuverndarkerfi og þurfa samþykki notenda fyrir breyttum skilmálum. Ástæðan er ný persónuverndarreglugerð tekur gildi í Evrópu í dag.
25. maí 2018
Annmarkar Sigríðar ekki nægir til að breyta niðurstöðunni
Með staðfestingu Hæstaréttar á dómi Landsréttar í dag í máli þar sem tekist var á um hæfi dómara við Landsrétt er mikilli óvissu í íslensku réttarkerfi eytt - í það minnsta tímabundið.
24. maí 2018
Gera athugasemdir við tilhögun á skipan dómara í nýjan Endurupptökudómstól
Dómarafélagið og Lögmannafélagið gera athugasemdir við frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um nýjan Endurupptökudómstól. Þrír embættisdómarar skipa dóminn og einn sem ekki er starfandi eða fyrrverandi dómari.
22. maí 2018
Allt sem þú vildir vita um brúðkaup ársins í dag
Harry Bretaprins mun í dag ganga að eiga bandarísku leikkonuna Meghan Markle í Windsor á Englandi. Kjarninn tók saman allt sem þú þarft að vita um daginn og fyrirkomulag á hátíðarhaldanna, sem og brúðhjónin sjálf.
19. maí 2018
23 til viðbótar sækja um stöðu upplýsingafulltrúa Sigríðar Andersen
Alls eru 45 umsóknir í gildi um upplýsingafulltrúastöðu dómsmálaráðuneytisins eftir að starfið var auglýst á nýjan leik með breyttum hæfnisskilyrðum frá fyrri auglýsingu.
18. maí 2018
Bæta þarf verklag við veitingu ívilnana og starfsleyfa
Bæta þarf verklag og auka kröfur við gerð ívilnunarsamninga um nýfjárfestingar, mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og útgáfu starfsleyfa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á kísilverksmiðju United Silicon.
17. maí 2018
Arnþrúður dæmd til að endurgreiða hlustanda 3,3 milljónir
Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps sögu hefur verið gert að greiða hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna auk dráttarvaxta sem og 620 þúsund krónur í málskostnað.
16. maí 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Allir í framboði
13. maí 2018
Sagði ríkisskattstjóra ekki nenna að eltast við ólöglega gistingu
Oddvitar borgarstjórnarflokkanna tókust á um svarta hagkerfið sem myndast hefur með framboð á heimagistingu á fundi Samtaka atvinnulífsins og fleiri hagsmunasamtaka í gær.
10. maí 2018
Spyr hvort stefnan sé að ríkisvæða heilbrigðisþjónustuna
Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði visst munstur að koma fram sem gæti verið vísbending um stefnubreytingu í heilbrigðismálum á Íslandi.
8. maí 2018
Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.
Telja Norðmenn brjóta á feðrum í fæðingarorlofi
ESA hefur höfðað mál gegn Noregi fyrir EFTA dómstólnum vegna meintra brota landsins á jafnræðisreglunni þegar kemur að töku karla á fæðingarorlofi.
7. maí 2018
Kaninn kann þetta: Nýliðavalið í NFL 2018
Liðin í ameríska fótboltanum völdu sér nýja leikmenn um síðustu helgi. Venju samkvæmt var nokkuð um dramatík og tveggja klúta sögur einstakra leikmanna.
5. maí 2018
Um hvað er kosið í Reykjavík?
Sautján listar hafa boðað framboð í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Ótrúlegur fjöldi fólks gefur kost á sér. Kosningarnar virðast ætla að snúast mest megnis um samgöngu- og húsnæðismál, auk skólamálanna og síðan einstökum áherslum flokkanna sjálfra.
2. maí 2018
Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má miskabætur
Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings 300 þúsund krónur í miskabætur auk dráttarvaxta vegna hlerana sem fram fóru á síma hans.
30. apríl 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Kjarahrunið
30. apríl 2018
Niðurfelling fasteignaskatts fyrir 70 ára og eldri kostar Reykjavíkurborg 579 milljónir króna
Viðbótarútgjöld Reykjavíkurborgar við niðurfellingu fasteignaskatts á 70 ára og eldri yrðu 579 milljónir króna. Sjálfstæðismenn á lista flokksins í borginni hafa lofað niðurfellingu fasteignaskatts á íbúa á þessum aldri í borginni.
26. apríl 2018
Ísland niður um þrjú sæti í fjölmiðlafrelsi
Reporters without boarders eða Fjölmiðlar án landamæra hefur birt lista sinn um vísitölu fjölmiðlafrelsis fyrir árið 2018.
25. apríl 2018
Getur Facebook haft áhrif á íslenskar kosningar?
Facebook hefur birt hnapp á kjördag í kosningum, meðal annars á Íslandi, sem notendur merkja við þegar þeir hafa greitt atkvæði. Fjölmiðlanefnd hefur áhyggjur af áhrifum hnappsins. Þingmenn segja mikilvægt að fá nánari svör um tilgang hans og áhrif.
23. apríl 2018
Stjórnin klofin í afstöðu til skýrslubeiðni Rósu
Þingmenn ekki á eitt sáttir hvort utanríkis- eða samgönguráðherra ætti að svara skýrslubeiðni Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur um framkvæmd vopnaflutninga. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn skýrslubeiðninni en aðrir sátu hjá.
18. apríl 2018