Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfufélagsins sem á Fréttablaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
7. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
5. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
4. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
3. ágúst 2020
Icelandair gerir ekki ráð fyrir viðbótaráhrifum vegna hertra aðgerða
Upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið ekki gera ráð fyrir að hinar nýju og hertu sóttvarnaaðgerðir muni hafa mikil viðbótaráhrif á bókanir. Hún minnir á að faraldurinn hafi „auðvitað haft mikil áhrif á okkar starfsemi“.
31. júlí 2020
Íslendingar skráðir fyrir 83 prósentum af hótelgistingu í júní
Íslendingar voru skráðir fyrir 74.800 gistinóttum á hótelum í júní síðastliðnum en erlendir ferðamenn voru skráðir fyrir 15.100. Í júní voru 32 hótel enn lokuð og heildarfjöldi greiddra gistinátta dróst saman um 72 prósent.
31. júlí 2020
Landsbankinn tapaði 3,3 milljörðum á fyrri hluta ársins
Í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans kemur fram að bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi ársins. Viðskiptavinir sem eru með 16 prósent af útlánum bankans hafa nýtt sér frestun afborgana og vaxta vegna COVID-19.
30. júlí 2020
Frá fundi stjórnvalda í Safnahúsinu við Hverfisgötu í apríl.
Númer eitt, tvö og þrjú að ná tökum á aðstæðum
Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á hádegi á morgun og gilda til tveggja vikna. Forsætisráðherra segir það gert til að hægt sé að fá yfirsýn yfir stöðu mála og ná tökum á þeim aðstæðum sem upp eru komnar.
30. júlí 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Biðlað til íþróttahreyfingarinnar um að fresta keppnishaldi fullorðinna
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að íþróttahreyfingin í landinu hafi verið beðin um að slá öllu keppnishaldi fullorðinna á frest til 10. ágúst, vegna hertra sóttvarnaráðstafana í samfélaginu. Knattspyrnusambandið ræður ráðum sínum.
30. júlí 2020
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala.
Sjúklingur lagður inn og Landspítali á hættustig
Einn einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítala með COVID-19. Þetta þýðir að spítalinn þarf að færa sig af viðbúnaðarstigi yfir á hættustig.
30. júlí 2020
Segja Sigmund verja valdakerfi sem hygli körlum
„Sigmundur [Davíð Gunnlaugsson] er að verja valdakerfi undir formerkjum „vestrænnar siðmenningar“, sem hyglir körlum eins og honum á kostnað jaðarsetts fólks,“ segir stuðningsfólk Black Lives Matter á Íslandi.
30. júlí 2020
Hrædd um að almenningur bíði eftir bóluefni sem töfralausn
Kate Bingham, sem leiðir starfshóp breskra stjórnvalda sem ætlað er að styðja við þróun og framleiðslu bóluefnis gegn COVID-19, segist ekki bjartsýn á það takist að þróa bóluefni sem veitir varanlegt ónæmi gegn nýju kórónuveirunni.
29. júlí 2020
Jóhann Möller er nýr framkvæmdastjóri Stefnis.
Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis
Jóhann Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sjóðstýringafyrirtækisins Stefnis, sem í eigu Arion banka. Fyrri framkvæmdastjóri hætti störfum í júní eftir einungis rúmt ár í starfi.
29. júlí 2020
Frá upplýsingafundi almannavarna og landlæknisembættisins í dag.
Til skoðunar að taka upp tveggja metra regluna á ný og þá sem „reglu“ en ekki tilmæli
Á fundi heilbrigðisráðherra með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra síðdegis í dag var rætt hvort herða þyrfti gildandi samkomutakmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvarðanir verða teknar á morgun.
28. júlí 2020
Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna.
Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir þemalag sitt í sjónvarpsþáttunum Defending Jacob. Verðlaunin verða veitt 20. september næstkomandi.
28. júlí 2020
Flutningaskipið Mykines við bryggju í Þorlákshöfn.
Ný siglingaleið skapi aukin tækifæri í Þorlákshöfn
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi greinir frá því á vef sínum að Smyril Line ætli að bæta við sig skipi og hefja fraktsiglingar á milli Noregs og Hollands. Nýtt skip tekur við siglingum á milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku.
28. júlí 2020
Smitum fjölgar enn: 24 með virk smit og í einangrun
Í gær greindust þrjú innanlandssmit til viðbótar hér á landi. Í heild eru því 24 með virk smit á landinu.
28. júlí 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Enn stefnt að því að ljúka hlutafjárútboði í ágúst
None
28. júlí 2020
Verkamennirnir standa fyrir utan vinnubúðir sínar við grænmetis-  og ávaxtabýlið. Þar eru þeir allir í einangrun eða sóttkví.
Enn fleiri farandverkamenn sýktir í Þýskalandi
Að minnsta kosti 174 farandverkamenn sem vinna á ávaxtaökrum í nágrenni bæjarins Mamming í Þýskalandi hafa greinst með kórónuveirusmit. Hundruð annarra farandverkamanna sýktust í verksmiðjum í landinu fyrir nokkrum vikum.
27. júlí 2020
Icelandair tapaði 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi
Kostnaður vegna kórónuveirunnar er metinn á 30 milljarða króna í bókum Icelandair.
27. júlí 2020
Framlínustarfsmaður að störfum í Boston.
Framlínufólk sem sýktist við störf sín á rétt á bótum
Þúsundir opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum hafa sýkst af COVID-19. Í upphafi faraldurs var skilgreint hvaða störf væru í framlínunni og þar með hverjir væru í mestri hættu á að smitast við störf sín.
27. júlí 2020
21 einstaklingur er með staðfest smit af völdum kórónuveirunnar hér á landi.
21 staðfest smit hér á landi
Samtals er 21 með staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi og 173 eru í sóttkví. Um ellefu aðskilin mál er að ræða samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum.
27. júlí 2020
Klakksvík íFæreyjum.
Hópsmit um borð í rússneskum togara sem lagði að bryggju í Færeyjum
Virk smit af kórónuveirunni í Færeyjum urðu skyndilega 26 um helgina eftir að 23 skipverjar á rússneskum togara greindust með veiruna.
27. júlí 2020
Þrír greindust með COVID-19 í gær
Þrír einstaklingar greindust með COVID-19 innanlands í gær og eru tugir nú í sóttkví. Í einu tilfellinu er um að ræða afbrigði veirunnar sem ekki hefur áður komið fram í raðgreiningum Íslenskrar erfðagreiningar.
26. júlí 2020