Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Lífeyrissjóður fer fram á skýringar á því að Samherji fékk að sleppa við yfirtökutilboð
Einn þeirra lífeyrissjóða sem á stóran hlut í Eimskip ætlar að krefjast þess að Fjármálaeftirlitið skýri betur ákvörðun sína um að sleppa Samherja við því að gera yfirtökutilboð í félagið. Í rökstuðningi eftirlitsins var vísað í „sérstakar aðstæður“.
17. apríl 2020
Dauðans alvara að missa vinnuna
Atvinnuleysi er að ná hæstu hæðum hérlendis og tugir þúsunda eru án atvinnu eða á hlutabótum. Neikvæð áhrif atvinnumissis eru þó ekki einskorðuð við lægri tekjur. Honum fylgja mikil neikvæð sálræn og líkamleg áhrif.
17. apríl 2020
Segja Steingrím hafa reynt að misnota neyðarástand og ljúga í fjölmiðlum
Þingmenn Pírata segja Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, misnota neyðarástandið sem nú einkennir þingstörfin til þess að láta mál ríkisstjórnarinnar renna mjúklega í gegn. Þau ásaka hann um óheilindi og segja hann ljúga upp á stjórnarandstöðuna.
16. apríl 2020
Íslensk erfðagreining hefur hafið mótefnamælingar – Ákveðnir hópar hafa forgang
Fyrst í stað setur Íslensk erfðagreining ákveðna hópa í forgang í mótefnamælingar. Nú er einblínt á fólk sem hefur verið með staðfesta COVID-19 sýkingu en er batnað.
16. apríl 2020
Tíu börn yngri en eins árs hafa smitast
Fjöldi þeirra sem náð hafa bata af COVID-19 hér á landi er 1.144. Flest smit hafa greinst í aldurshópnum 18-29 ára.
16. apríl 2020
Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Ísfélagið segir gagnrýni ráðamanna á útgerðirnar ekki hafa haft „nein áhrif“
Stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja segir að aðaleigandi félagsins hafi verið búin að óska eftir því að hætt yrði við milljarða króna málshöfðun gegn íslenska ríkinu áður en að leiðtogar ríkisstjórnarinnar gagnrýndu þær útgerðir sem stóðu að málinu.
16. apríl 2020
Forsvarsmenn helstu einkareknu fréttamiðla skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða
Kallað er eftir aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum byggðum á fyrirliggjandi ósamþykktu fjölmiðlafrumvarpi og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir frekari aðgerðum, sem gætu verið tímabundnar, til að styðja einkarekna fjölmiðla vegna yfirstandandi aðstæðna.
15. apríl 2020
Fimm af sjö sjávarútvegsfyrirtækjum falla frá málsókn
Fyrirtækin sem um ræðir eru Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes.
15. apríl 2020
Sjö ný smit á einum sólarhring
Tæplega 1.080 manns hafa náð bata af COVID-19 hér á landi. Enn fækkar mjög þeim sem eru í sóttkví.
15. apríl 2020
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Segir ríkið vera að hóta útgerðunum sem eigi „lögboðinn rétt“ á makrílkvóta
Framkvæmdastjóri einnar af þeim útgerðum sem hefur stefnt íslenska ríkinu og krefjast samtals 10,2 milljarða króna skaðabóta vegna úthlutunar makrílkvóta segir að þær hafi verið beittar rangindum. Útgerðirnar geti ekki verið sökudólgar í málinu.
15. apríl 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
„Við vitum hins vegar ekki hve lengi vinstri slagsíða hægrimanna endist“
Formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi þá trú að traust á stjórnmálum muni aukast með víðtækari samvinnu stjórnmálahreyfinga. Ríkisstjórnin hafi hins vegar ekki treyst sér í það samstarf.
14. apríl 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundinum í dag.
Ýmis þjónusta getur hafist á ný 4. maí en miklar hömlur áfram í gildi
Samkomubann mun frá 4. maí miðast við 50 manns í stað 20 nú og ýmis þjónusta getur hafist á ný. Þá verður íþróttastarf barna leyft á ný, en þó er ljóst að áfram verða miklar hömlur á daglegu lífi fólks.
14. apríl 2020
Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum.
Smitum enn að fjölga á Vestfjörðum
Alls eru nú 74 tilfelli COVID-19 skráð á Vestfjörðum. Tvö ný smit voru greind í gær, bæði hjá fólki sem hefur tengsl við hjúkrunarheimilið Berg.
14. apríl 2020
Handknattleiksdeild ÍR fer nýjar leiðir í að leita að fjármagni
Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum, enda búið að blása af tímabilið víða og tekjustraumarnir þornað upp. Því hafa þau farið þá nýstárlegu leið að safna fjármunum fyrir reksturinn á Karolina fund.
13. apríl 2020
Virkum smitum fækk­ar sjö daga í röð
Á sjúkra­hús­i liggja 39 sjúk­l­ingar vegna COVID-19 sjúk­­dóms­ins, þar af níu á gjör­­gæslu.
13. apríl 2020
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Vill tífalda listamannalaun
Þingmaður Samfylkingarinnar leggur til að ríkissjóður auki framlag sitt til listamannalauna úr 650 milljónum króna í 6,5 milljarða króna.
13. apríl 2020
Sendi tvö lög á upptökustjóra í hetjukasti
Shadows er fyrsta vínylplata Aldísar Fjólu og hún safnar nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
12. apríl 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG.
Stjórnarþingmaður segir kröfur útgerða „til dæmis um fáránlega græðgi“
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að milljarðakröfur sjö útgerðarfyrirtækja á hendur ríkinu vegna úthlutunar á makrílkvóta séu „forkastanlegar og til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“
12. apríl 2020
Alma Möller landlæknir.
Áætlun um slakara samkomubann kynnt síðar í vikunni
Alma Möller landlæknir segir að búist sé við að smit verði áfram viðvarandi á Íslandi, en þó í litlum mæli. Minni hópsýkingar gætu þó komið upp, sem myndu kalla á hertar aðgerðir. Áætlun um slakara samkomubann verður kynnt síðar í vikunni.
12. apríl 2020
Einungis tólf ný smit greind í gær
Tólf ný COVID-19 smit greindust á Íslandi í gær og eru smitin nú orðin fleiri en 1.700 alls. Virk smit eru þó einungis 804 talsins.
12. apríl 2020
Ákveðið hefur verið að samkomubann miðað við 10 manns gildi áfram í Vestmannaeyjum að minnsta kosti til og með sunnudagsins 19. apríl.
Fimm dagar án nýs smits í Eyjum
Samtals hafa 103 greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, 45 náð bata og eru því enn 58 með virk smit og eru í einangrun. Í dag eru 188 manns í sóttkví.
11. apríl 2020
Aðeins fjórtán ný smit greind á einum sólarhring
Jafnmörgum hefur nú batnað af COVID-19 og eru með virk smit. Elsti sjúklingurinn er 103 ára íbúi á öldrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík.
11. apríl 2020
Átta látnir vegna COVID-19 hér á landi
Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans.
11. apríl 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni: Blessunarlega er vandi Íslendinga ekki eins ærinn og við blasti fyrir áttatíu árum
Forseti Íslands sendir öllu starfsliði utanríkisþjónustu Íslands heillaóskir og þakkir fyrir farsæl störf og giftudrjúg í áranna rás. Utanríkisþjónustan er áttatíu ára í dag.
10. apríl 2020
Bolungarvík
Kona úr bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða handtekin
Konan er grunuð um að hafa falsað skjöl um menntun og starfsleyfi sín sem sjúkraliði. Þá er hún grunuð um að hafa stolið eða reynt að stela lyfjum.
10. apríl 2020