Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Enn fækkar þeim á Íslandi með virk smit
Í dag eru 918 ein­stak­ling­ar ­með virk COVID-19 smit en í gær var fjöld­inn 954. Alls hefur 751 náð bata.
10. apríl 2020
Sjúklingur lést af völdum kórónuveirunnar á Landspítalanum
Sjö hafa nú látist eftir að hafa smitast af COVID-19 sjúkdómnum hér á landi.
10. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
9. apríl 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
„Algjörlega ótækt“ af Arion banka að greiða arð við þessar aðstæður
Seðlabankastjóri segir að bankinn yrði „mjög brúnaþungur“ ef að Arion banki myndi halda í yfirlýsta stefnu sína og greiða hluthöfum sínum út tíu milljarða króna í arð í maí.
9. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
8. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
7. apríl 2020
Segir þyrlukast henta illa smærri myntsvæðum
Hagfræðingur skrifar um óhefðbundna peningastefnu á krísutímum í Vísbendingu vikunnar.
6. apríl 2020
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson kominn á gjörgæsludeild
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild, en hann var lagður inn á spítala í gær með „þrálát einkenni“ sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur.
6. apríl 2020
Metdagur í sýnatökum – tæplega 2.500 sýni tekin
Á sjúkrahúsi liggja 38 sjúklingar vegna COVID-19 sjúkdómsins, þar af 12 á gjörgæslu, samkvæmt því sem fram kemur á vefnum covid.is.
6. apríl 2020
Íbúi á hjúkrunarheimili í Bolungarvík lést vegna COVID-19
Karlmaður á níræðisaldri, íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, lést í gær eftir að hafa smitast af COVID-19. Sex manns hafa nú látist eftir að hafa smitast af sjúkdómnum hér á landi.
6. apríl 2020
Ríkislögmanni gert að afhenda Kjarnanum stefnur sjávarútvegsfyrirtækja
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um stefnur útgerða á hendur íslenska ríkinu, sem krefja ríkissjóð um milljarðabætur, vegi þyngra en hagsmunir fyrirtækjanna af því að þær fari leynt.
6. apríl 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Kvika og ríkisbankarnir eiga að finna leiðir til að styrkja fjárhag Icelandair
Lausafjárstaða Icelandair mun að óbreyttu fara undir lausafjárviðmið sem félagið starfar eftir í nánustu framtíð. Félagið flýgur nú tíu prósent af áætlun sinni og þegar hefur verið gert ráð fyrir fjórðungssamdrætti í sumar.
6. apríl 2020
Fimm andlát vegna COVID-19 á Íslandi
Karlmaður á sjötugsaldri lést í gær úr COVID-19 sjúkdómnum á Landspítalanum.
6. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
5. apríl 2020
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
3. apríl 2020
Samkomubann framlengt til 4. maí
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja samkomubann til 4. maí að tillögu sóttvarnalæknis. Það veldur áhyggjum hversu margir hafa veikst alvarlega af COVID-19 hér á landi.
3. apríl 2020
Ferðamenn hafa verið mjög fyrirferðamiklir á Reykjavík undanfarin ár. Nú eru þeir vart sjáanlegir í höfuðborginni.
Tekjur hótela í Reykjavík drógust saman um 98 prósent í lok mars
Í marsmánuði 2019 var herbergjanýting á hótelum í höfuðborg Íslands 82 prósent. Í síðustu viku marsmánaðar 2020 var hún 2,1 prósent.
3. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
2. apríl 2020
Tvö andlát vegna COVID-19
Fjórir hafa nú látist hér á landi vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.
2. apríl 2020
„Ég hlýði Víði“-bolir til styrktar Von
Allur hagnaður af bolasölunni rennur óskiptur til Vonar, styrktarfélags gjörgæsludeildar Landspítalans.
2. apríl 2020
Íslensk heimili henda samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju
Samkvæmt rannsókn Umhverfisstofnunar er mikið um matarsóun hér á landi en einstaklingur á Íslandi sóar að meðaltali um 90 kg af mat árlega.
2. apríl 2020