Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Fækkun flugferða á eftir að koma fram af fullum krafti í verðbólgumælingum. Þrátt fyrir það lækkar hún milli mánaða.
Verðbólgan hjaðnar og mælist nú 2,1 prósent
Lækkandi olíuverð og lægra verð á flugfargjöldum voru ráðandi þættir í því að verðbólga lækkaði milli mánaða. Búist er við því að hún lækki enn frekar á þessu ári.
27. mars 2020
164 sagt upp hjá Bláa lóninu
Bláa lónið ætlar að setja meirihluta þeirra starfsmanna sem eftir verða hjá fyrirtækinu á hlutabótaleiðina.
26. mars 2020
Sýnatökupinnarnir frá Össuri nothæfir
Íslensk erfðagreining hefur nú lokið við að prófa sýnatökupinna sem fyrirtækið Össur átti á lager og er niðurstaðan sú að pinnarnir eru vel nothæfir.
26. mars 2020
Viðar Þorkelsson
Viðar lætur af störfum sem forstjóri Valitor
Viðar Þorkelsson mun láta af störfum um næstu mánaðamót en verður áfram í stjórn félagsins til ráðgjafar næstu mánuði.
26. mars 2020
Sýn segir upp tuttugu manns
Deildir hafa verið sameinaðar og starfsfólk fært til milli deilda til að reyna að lágmarka uppsagnir.
26. mars 2020
Vigdís Hauksdóttir, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sanna Magdalena Mörtudóttur tóku öll þátt í blaðamannafundinum í dag, ásamt öðrum oddvitum í borgarstjórn.
Borgin frestar, lækkar eða fellir niður gjöld á heimili og flýtir lækkun fasteignaskatts
Borgarráð samþykkti einróma alls 13 aðgerðir til að bregðast við þeirra stöðu sem upp er komin vegna efnahagslegra áhrifa útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
26. mars 2020
Streymisþjónustan Viaplay í loftið á Íslandi
Viaplay mun frá 1. apríl bjóða íslenskum áhorfendum upp á sérframleitt efni, kvikmyndir, þáttaraðir og barnaefni, auk þess sem beinar úsendingar frá íþróttaviðburðum munu bætast við síðar.
26. mars 2020
Hlaupið í kringum hnöttinn er hafið
Hópur fólks sem vildi gera eitthvað uppbyggilegt á þessum dæmalausu tímum hefur sett í loftið vefsíðu þar sem öllum gefst kostur á að taka þátt í leik sem snýst um að hlaupa í sameiningu hringinn í kringum hnöttinn.
25. mars 2020
Halla Gunnarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri ASÍ
Ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.
25. mars 2020
Karl Bretaprins er í einangrun á heimili konungsfjölskyldunnar í Skotlandi.
Karl Bretaprins smitaður af kórónuveirunni
Karl Bretaprins er með COVID-19 en mild einkenni. Hann hitti drottninguna síðast þann 12. mars.
25. mars 2020
Pinnarnir frá Össuri virka ekki
Vonir voru bundnar við að hægt væri að nýta sýnatökupinna frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri en samkvæmt gæðaúttekt sem gerð var á þeim í vikunni virka þeir ekki.
25. mars 2020
Fleiri Íslendingar fluttu frá landinu í fyrra en þeir sem komu til baka
Þrátt fyrir að fleiri hafi flutt til Íslands árið 2019 en frá landinu þá var flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara neikvæður, þ.e. brottfluttir Íslendingar voru fleiri en aðfluttir.
25. mars 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Forsætisráðherrann ekki með kórónuveiruna
Katrín Jakobsdóttir greindi frá því í dag að sýni hennar hefði reynst neikvætt og er hún þar af leiðandi ekki með veiruna sem veldur COVID-19.
24. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Verkföllum Eflingar frestað frá og með morgundeginum
Verkfallsaðgerðum sem staðið hafa yfir hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus hefur verið slegið á frest vegna COVID-19 faraldursins.
24. mars 2020
Íslensk kona lést úr COVID-19 sjúkdómnum
Íslensk kona lést á Landspítalanum í gær úr COVID-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur.
24. mars 2020
Vísindaskáldsagan um Bananagarðinn
Bananagarðurinn eftir Eggert Gunnarsson er í hópfjármögnun á Karolina Fund.
23. mars 2020
Þrír starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í einangrun – Ellefu í sóttkví
„Við vorum vel undirbúin undir þetta og höfðum t.d. tekið í notkun fleiri starfsstöðvar til að minnka áhrif sem smit hefur á vaktirnar okkar,“ segir í Facebook-færslu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Mikil samstaða sé hjá starfsfólkinu.
23. mars 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir í einangrun þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er komin í einangrun heima hjá sér þar til niðurstöður úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar verða ljósar. Sonur hennar er í Melaskóla en nokkrir bekkir skólans voru sendir í sóttkví í gær.
23. mars 2020
Áður fyrr var orðið kví algengt og þá sérstaklega notað um litlar réttir heima við bæi.
Hví tölum við um kví?
Orðið sóttkví og orðasambandið að setja einhvern í sóttkví eru á allra vörum um þessar mundir. En hvaðan kemur þetta orð og hvenær var það fyrst notað? Árnastofnun er með svörin við þessum spurningum.
23. mars 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair segir upp 240 manns og setur 92 prósent starfsmanna í skert starfshlutfall
Tilkynnt var um gríðarstórar aðgerðir hjá Icelandair á starfsmannafundi í morgun. Fjölmörgum sagt upp og stærsti hluti hinna fara í úrræði ríkisstjórnarinnar. Forstjórinn lækkar um 30 prósent í launum.
23. mars 2020
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Seðlabankinn hefur kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði
Efnahagslegar afleiðingar af útbreiðslu COVID-19 munu kalla á verulega aukningu útgjalda ríkissjóðs og að hann muni þurfa að afla sér töluverðs lánsfjárs. Til að bregðast við þessu mun Seðlabankinn kaupa skuldabréf ríkissjóðs á eftirmarkaði.
23. mars 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy með COVID-19
Þingmaður Pírata er smitaður af COVID-19. Hann veit ekki hvar eða hvenær hann smitaðist en segir að þær aðgerðir sem gripið var til á Alþingi að halda hæfilegri fjarlægð milli þingmanna ætti að koma í veg fyrir að smit hans hafi áhrif á störf þar.
23. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Hertar takmarkanir á samkomum en þær miðast nú við 20 manns
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu.
22. mars 2020
Jóhanna Seljan gefur út Seljan
Lítið þekkt tónlistarkona á fertugasta og öðru aldursári safnar fyrir útgáfu fyrstu plötu sinnar með eigin efni á Karolina Fund.
22. mars 2020
Spurt og svarað um hlutabætur – og dæmi um útfærslu
Hvenær á ég rétt á hlutabótum og hversu háum greiðslum á ég rétt á ef starfshlutfall mitt er minnkað? Eiga námsmenn og sjálfstæðir atvinnurekendur rétt á hlutabótum?
22. mars 2020