Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton.
Síminn fellir niður áskriftargjöld að enska boltanum
Síminn hefur tekið ákvörðun um að fella niður áskriftargjöld að enska boltanum frá og með 1. apríl og þar til boltinn byrjar að rúlla á ný. „Hugsaðu frekar um eigin heilsu, vini og ættingja á þessum fordæmalausu tímum,“ segir Síminn við áskrifendur sína.
17. mars 2020
Loftbrú frá Kanaríeyjum – sækja þúsundir Íslendinga
Íslenskar ferðaskrifstofur og Icelandair hafa skipulagt fjölmörg flug næstu fjóra daga til að sækja þá Íslendinga sem staddir eru á Las Palmas og Tenerife.
17. mars 2020
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.
Lífeyrissjóðir hvattir til að kaupa ekki gjaldeyri næstu þrjá mánuði
Landssamtök lífeyrissjóða hvetur aðildarsjóði sína til að styðja við íslenskt efnahagslíf og færa fjármuni ekki út úr landinu næstu þrjá mánuði. Þetta var ákveðið eftir fund með seðlabankastjóra í dag.
17. mars 2020
Íslenskir landsliðsmenn á EM í Frakklandi árið 2016. Nú er ljóst að EM verður ekki haldið fyrr en árið 2021
EM 2020 fer fram árið 2021
Tekin hefur verið ákvörðun um að EM í knattspyrnu karla fari ekki fram fyrr en árið 2021.
17. mars 2020
Rannsaka andlát manns sem var með COVID-19
Erlendur ferðamaður sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vegna alvarlegra veikinda í gær reyndist smitaður af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
17. mars 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni: „Kann að hljóma mikið eins og í frumskóginum“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að nú þurfi að skapa traust á milli manna í fjármálageiranum. Ríkisstjórnin vilji styðja við það að reglur verði samræmdar á þessum fordæmalausu tímum.
17. mars 2020
Markús Sigurbjörnsson hætti störfum við Hæstarétt í fyrrahaust.
Leið eins og starf Hæstaréttardómara væri orðið 25 prósent starf
Markús Sigurbjörnsson, sem var dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung segir að honum hafi fundist botninn detta svolítið úr starfinu með tilkomu Landsréttar og tempóið minnkað. Um tíma eftir hrunið hafi hann unnið 380 klukkustundir á mánuði.
16. mars 2020
Íslandsbanki frestar greiðslu arðs – Enginn stóru bankanna greiðir út í ár
Allir stóru bankarnir þrír eru hættir við að greiða út arð vegna fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum sem skapast hafa vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
16. mars 2020
Norwegian aflýsir 85 prósent allra fluga og segir mögulega upp þúsundum
Norska lágfargjaldarflugfélagið sem flýgur meðal annars til Íslands hefur gripið til stórtækra aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og áhrifa þess á flugsamgöngur.
16. mars 2020
Markaðir víða um heim eru í niðursveiflu.
Mikil lækkun við opnun viðskipta hjá íslensku Kauphöllinni – Icelandair fellur mest
Allir hlutabréfamarkaðir sem opnað hafa eru í miklum öldudal. Íslenska úrvalsvísitalan hefur þegar lækkað um rúmlega sex prósent. Icelandair féll mest í fyrstu viðskiptum, um 13,8 prósent.
16. mars 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Launafólki mestur greiði gerður með því að vernda fyrirtækin frá þroti
Viðskiptabankar og stjórnvöld þurfa að gera sitt besta til að hjálpa fyrirtækjum sem verða fyrir áföllum yfir hjallann sem blasir við. Það er hægt með því að fresta innheimtu skatta, fella þá niður eða veita niðurgreidd lán, segir Gylfi Zoega.
16. mars 2020
Icelandair vinnur með stéttarfélögum að því að lækka launakostnað
Á síðustu dögum hefur dregið úr flugframboði hjá Icelandair um 30 prósent og félagið gerir ráð fyrir því að flugframboð yfir háannartíma muni að minnsta kosti dragast saman um fjórðung.
15. mars 2020
Arnar Þór Ingólfsson
Arnar Þór ráðinn til Kjarnans
Nýr blaðamaður hóf störf hjá Kjarnanum í byrjun liðinnar viku.
15. mars 2020
Virðist vera sem um eitt prósent Íslendinga sé með veiruna
Fyrstu niðurstöður úr skimunum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að mun færri séu með veiruna í íslensku samfélagi en að fyrri skimanir, á fólki sem hafði verið í samskiptum við smitaða, bentu til.
15. mars 2020
Trump ekki með kórónuveiruna
Forseti Bandaríkjanna hefur verið prófaður til að kanna hvort hann væri með COVID-19. Niðurstaðan er að svo er ekki.
15. mars 2020
Flestir smitaðir eru á höfuðborgarsvæðinu og í kringum miðjan aldur
Á síðunni covid.is, sem embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að, er hægt að sjá alla helstu tölfræði um útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19. Til dæmis á hvaða aldri smitaðir eru og hvar á landinu þeir búa.
15. mars 2020
Allir Íslendingar sem koma frá Kanarí-eyjum munu þurfa að fara beint í sóttkví.
Spánn, Þýskaland og Frakkland teljast nú til hááhættusvæða
Allir Íslendingar sem koma frá Spáni, Frakklandi og Þýskalandi þurfa að fara í 14 daga sóttkví.
14. mars 2020
Mike Pence og Donald Trump.
Bandaríkin víkka út ferðabannið – Nær núna líka yfir Bretland og Írland
Donald Trump er búin að láta skima sig og niðurstaða um hvort hann sé sýktur af COVID-19 eða ekki mun liggja fyrir á næstu tveimur sólarhringum.
14. mars 2020
Kári tekur ofan fyrir Ölmu, Þórólfi og Víði í auðmýkt
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hrósar þeim sem standa í eldlínu aðgerða gegn útbreiðslu kórónuveirunnar hástert og segir þau „ekki bara flinkust heldur líka flottust og eru að leggja mikið að mörkum til þess að bjarga mannslífum“.
14. mars 2020
156 smitaðir og um 1.500 verða í sóttkví í lok dags
Hópar ótengdir stjórnvöldum eru að undirbúa að stíga inn og tryggja viðkvæmum hópum matargjafir. Útvarpsstjóri segir að teymið sem stýrir aðgerðum hérlendis í baráttunni við COVID-19 sé á heimsmælikvarða.
14. mars 2020
Hvað gera bankarnir fyrir viðskiptavini sína vegna COVID-19?
Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa gefið út yfirlýsingar þar sem farið er yfir hvað stendur viðskiptavinum þeirra til boða á tímum kórónuveiru.
14. mars 2020
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkir að auka atvinnuleysisbótarétt til 1. júlí
Þegar atvinnuleysisbætur verða greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta.
13. mars 2020
Trump: Kemur til greina að aflétta ferðabanni á ákveðin ríki
Bandaríkjaforseti segir að Bretland gæti bæst á lista yfir þau lönd sem ferðabannið nær yfir. Það komi líka til greina að taka ríki af listanum.
13. mars 2020
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi sem hægt er að gera, til dæmis þegar farsóttir geisa. Aðgerðin veitir bandarískum stjórnvöldum aðgang að 50 milljörðum Bandaríkjadala.
13. mars 2020
Skólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir á mánudag
Hvorki verður kennsla í leik- né grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudag, fyrsta degi samkomubanns. Stjórnendur og starfsmenn skólanna munu þá koma saman og skipuleggja aðgerðir til að geta haldið uppi skólastarfinu næstu vikurnar.
13. mars 2020