Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ í við­ræðum við stjórn­völd sem lofa samráði um útfærslu aðgerða
ASÍ telur nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin eigi aðkomu að þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem gripið er til vegna COVID-19 faraldursins enda varði þær framtíð vinnandi fólks og almennings til næstu ára.
28. apríl 2020
Rúmlega tvö þúsund starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair
Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu.
28. apríl 2020
Unnið verður að ýmsum viðhaldsverkefnum á virkjunum Landsvirkjunar næstu árin.
Stórnotendur fá afslátt og framkvæmdum við Hvammsvirkjun mögulega flýtt
Viðhalds- og nýframkvæmdum Landsvirkjunar verður flýtt og stórnotendur fá tímabundna afslætti til að mæta þrengingum á mörkuðum sínum vegna kórónuveirufaraldursins sem nema um 1,5 milljörðum króna.
28. apríl 2020
Þúsundir flugvéla standa nú hreyfingarlausar vegna faraldursins.
Nokkur ár í að flugferðalög nái sömu hæðum og í fyrra
„Við búumst við því að það muni taka tvö til þrjú ár þar til ferðalög verða á pari við árið 2019 og nokkur ár til viðbótar þar til vöxtur verður í greininni að nýju,“ segir forstjóri Boeing.
28. apríl 2020
Tugum sagt upp hjá Eimskip
Í dag verður stöðugildum hjá Eimskip fækkað um 73. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Aðgerðirnar ná til flestra starfshópa fyrirtækisins, þar með talið stjórnenda.
28. apríl 2020
Gæti Zoom-væðingin skilað betra hagkerfi en var í byrjun árs?
Ein jákvæð möguleg breyting sem gæti orðið vegna COVID-19 faraldursins er sú að viðhorf gagnvart fjarvinnuforritum gæti breyst, en notkun á slíkum búnaði hefur stóraukist síðustu vikur. Skilvirkni gæti aukist og ferðalögum fækkað mikið.
27. apríl 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Hefja formlegar viðræður við SA
„Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir formaður VR.
27. apríl 2020
Sunnudagur án staðfestra smita: Sýnin voru einungis 25 talsins
Enginn greindist með COVID-19 á Íslandi í gær, sunnudag, en einungis 25 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Það eru miklu færri sýni en tekin hafa verið undanfarna daga.
27. apríl 2020
1. maí 2019
Fyrsta skiptið í 97 ár sem íslenskt launafólk safnast ekki saman 1. maí
Í staðinn fyrir að safnast saman þann 1. maí næstkomandi þá munu heildarsamtök launafólks standa fyrir sérstakri útsendingu frá skemmti-og baráttusamkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á RÚV.
27. apríl 2020
Stórtækur landbúnaður og kjötframleiðsla ógnar vistkerfum jarðar.
Aðeins ein dýrategund ber ábyrgð á COVID-19: Maðurinn
„Það er ein dýrategund sem ber ábyrgð á faraldri COVID-19 – við,“ skrifa nokkrir af fremstu sérfræðingum heims í líffræðilegum fjölbreytileika. Heimsfaraldrar síðustu ára eru að þeirra sögn bein afleiðing mannanna verka.
27. apríl 2020
Búist við því að nokkur þúsund manns missi vinnuna hjá Icelandair
Formaður FÍA segir að viðbúið sé að um 90 prósent starfsmanna Icelandair verði sagt upp í vikunni. Í fyrra störfuðu 4.715 að meðaltali hjá félaginu. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir vill að ríkið taki þátt í að fjármagna uppsagnarfresti.
27. apríl 2020
Halldóra Sigurðardóttir.
Persónuleg bók sem kafar ofan í erfiða hluti og samskipti við mismunandi fólk
Halldóra Sigurðardóttir er að undirbúa útgáfu fyrstu bókar sinnar, Dauða egósins. Hún safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
26. apríl 2020
Ekkert smit í fyrradag, eitt í gær og tvö í dag
Tvö ný smt af COVID-19 voru staðfest síðasta sólarhringinn. Yfir 1.600 manns hafa náð bata af sjúkdómnum.
26. apríl 2020
Andrés Ingi Jónsson
Ríkisstjórn með kynjasjónarmið að leiðarljósi hefði metið aðgerðir sínar út frá jafnrétti
Andrés Ingi Jónsson segir að ef ríkisstjórninni væri alvara með að hafa kynjasjónarmið að leiðarljósi þá hefði hún metið allar aðgerðir sínar vegna COVID-19 faraldursins út frá áhrifum á jafnrétti.
25. apríl 2020
Eitt nýtt smit staðfest
Ekkert smit í gær. Eitt í dag. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað sagt að tala um staðfest smit gæti sveiflast nokkuð milli daga á næstunni.
25. apríl 2020
Lyfjafræðingur í Tórínó á Ítalíu með pakkningu af Pasquenil, nýju lyfi byggðu á hydroxychloroquine. Pasquenil hefur verið dreift í apótek og geta COVID-smitaðir fengið lyfið heim til sín.
Varað við notkun á malaríulyfjum
Engar rannsóknir hafa sýnt fram á öryggi og gagnsemi tveggja malaríulyfja í meðferð gegn COVID-19. Bandaríska lyfjaeftirlitið varar við notkun þeirra.
24. apríl 2020
Lára Björg Björnsdóttir
Lára Björg nýr aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála
Fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar tekur við starfinu af Höllu Gunnarsdóttur sem gegnir nú starfi framkvæmdastjóra ASÍ.
24. apríl 2020
Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum
Mest lesna dagblað landsins hefur ákveðið að fækka útgáfudögum sínum úr sex í fimm. Blaðið mun héðan í frá ekki koma lengur út á mánudögum.
24. apríl 2020
Seðlabankinn í sérflokki þegar kemur að brotum á jafnréttislögum
Alls hafa opinberar stofnanir eða stjórnsýslueiningar brotið 25 sinnum gegn jafnréttislögum frá því að þau tóku gildi árið 2008. Seðlabanki Íslands er sú stofnun sem hefur langoftast brotið gegn lögunum.
24. apríl 2020
Aðeins fjögur ný smit greind í gær – Yfir 1.500 náð bata
Næst fæst smit innan dags greindust í gær frá því að faraldurinn hófst. Fæst voru þau síðasta sunnudag en þá voru tekin mun færri sýni en í gær. Um 84 prósent þeirra sem hafa smitast hafa náð bata.
23. apríl 2020
Wuhan-dagbókin veldur titringi í Kína
Virtur kínverskur rithöfundur hóf að birta dagbókarfærslur um daglegt líf í heimaborg sinni Wuhan í janúar. Dagbókin vakti gríðarlega athygli en nú eru margir Kínverjar ósáttir við skrifin.
22. apríl 2020
RÚV skilaði hagnaði í fyrra – Rekstrartekjur voru 6,9 milljarðar
Auglýsingatekjur RÚV drógust saman um tæplega 200 milljónir króna í fyrra. Tekjur af samkeppnisrekstri voru samt sem áður 2,2 milljarðar króna á árinu 2019.
22. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun greiðir ríkinu tíu milljarða í arð
Arðgreiðslur úr Landsvirkjun til eiganda fyrirtækisins, íslenska ríkisins, hafa aldrei verið hærri en nú. Þær rúmlega tvöfaldast milli ára.
22. apríl 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair boðar frekari uppsagnir
Forstjóri Icelandair segir að félagið þurfi að aðlaga starfsemi sína að þeim veruleika sem blasir við.
22. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Ekki komið til móts við þá sem voru útundan í fyrri aðgerðapakka
Stjórn Eflingar lýsir yfir vonbrigðum með nýjan aðgerðapakka stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins.
22. apríl 2020