Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.
Skora á SGS að slíta viðræðum við SNS og undirbúa verkfallsaðgerðir
Stéttarfélagið Framsýn skorar á aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands að slíta viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga og hefja undirbúning að sameiginlegum verkfallsaðgerðum í haust.
11. júlí 2019
Þrettán sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra
Þrettán sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar á meðal var Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogs og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
11. júlí 2019
Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst um 18 prósent milli ára
Helstu útflutningslönd voru Bretland og Frakkland. Þar á eftir koma Spánn, Noregur og Bandaríkin.
11. júlí 2019
Rannsókn yfirvalda í Lúxemborg á stjórnendum Kaupþings að ljúka
Rannsókn yfirvalda í Lúxemborg á stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings í Lindsor-málinu fer senn að ljúka en rannsóknin hefur staðið yfir í áratug. Ríkissaksóknari í Lúxemborg mun taka ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út.
11. júlí 2019
Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán framlengt um tvö ár
Úrræðið um ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á húsnæðislán, sem átti að renna út í lok júní 2019, hefur verið framlengt um tvö ár. Ráðstöfunin framlengist hins vegar ekki sjálfkrafa hjá þeim sem eru að nýta sér úrræðið.
10. júlí 2019
Skörp lækkun á markaðsvirði Icelandair
Útlit er fyrir að kyrrsetningin á Max vélunum frá Boeing muni vera í gildi í langan tíma í viðbót.
10. júlí 2019
Laun afar mismunandi eftir atvinnugreinum
Heildarlaun allra fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 721 þúsund krónur á mánuði. Algengustu heildarlaun Íslendinga árið 2018 voru á bilinu 550 til 600 þúsund krónur á mánuði.
10. júlí 2019
Vinna að því að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air
Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag, WAB air, á grundvelli WOW. Írskur fjárfestingarsjóður hefur skuldbundið sig til þess leggja hinu nýja flugfélagi til 5,1 milljarð króna í nýtt hlutafé.
10. júlí 2019
Kaupþing selur 20 prósent hlut í Arion banka fyrir 27,4 milljarða
Kaupþing hefur selt allan tuttugu prósenta hlut sinn í Arion banka. Sölu­verðið var 27,4 milljarðar og tæplega tíu milljarðar króna af söluandvirðinu fellur í skaut ríkissjóðs.
9. júlí 2019
Segir bankana söluvænlegri nú en áður
Formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins segir að unnið sé eftir þeirri áætlun að söluferli á hlutum í ríkisbönkum geti hafist á þessu ári.
9. júlí 2019
Ásgeir H. Reykfjörð ráðinn aðstoðarbankastjóri Arion banka
Nýr aðstoðarbankastjóri kemur frá Kviku.
8. júlí 2019
Rúmlega 90 prósent ungs fólks með áskrift að Netflix
Um þrír af hverjum fjórum Íslendingum hafa aðgengi að Netflix. Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að hafa aðgengi að streymisveitunni en kjósendur Vinstri-grænna ólíklegastir.
8. júlí 2019
Leggja til bann við mismunun í netviðskiptum innan EES
Atvinnuvegaráðuneytið stefnir að því að leggja reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES fyrir Alþingi næsta vor. Formaður Neytendasamtakanna segir reglugerðina mikla réttarbót fyrir Íslendinga.
8. júlí 2019
Fimm gallar í Max vélunum - Verða kyrrsettar lengur en talið var
737 Max vélarnar frá Boeing verða kyrrsettar lengur en talið var að þörf væri á. Nýir gallar hafa fundist í vélunum.
6. júlí 2019
Virði banka gæti rýrnað - Beðið eftir Bankasýslunni
Áhugi á því að kaupa ríkisbankanna, Íslandsbanka og Landsbankann, er lítill sem enginn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
6. júlí 2019
Margrét Vilborg hlaut aðalverðlaun kvenfrumkvöðla
Sprotafyrirtækið PayAnalytics er í örum vexti þessi misserin.
5. júlí 2019
Rúmlega fimm þúsund heimili fengu fjárhagsaðstoð árið 2018
Rúmlega fjörtíu prósent heimila sem hlutu fjárhagsaðstoð árið 2018 voru heimili barnlausra einstæðra karla.
5. júlí 2019
Nýir hluthafar bætast við hluthafahóp Kjarnans
Nýir hluthafar hafa keypt hluti af Kjarnanum miðlum í Kjarnanum miðlum.
5. júlí 2019
Morgunblaðið braut gegn siðareglum
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að blaðamaður og ritstjórn Morgunblaðsins hafi brotið gegn siðareglum og að brotið sé ámælisvert.
5. júlí 2019
Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO
Náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þykir einstök fyrir mannkynnið.
5. júlí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: Ítök atvinnurekenda innan lífeyrissjóðanna engan vegin ásættanleg
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki eiga von á að vera formaður lengi en segist meðal annars vilja berjast gegn „spillingunni“ sem á sér stað innan lífeyrissjóðakerfisins á meðan hann er enn við störf.
5. júlí 2019
30 prósent stjórnenda sjá fram á fækkun starfsmanna
63 prósent stjórnenda sjá fram á samdrátt í íslensku hagkerfi samkvæmt nýrri könnun MMR.
5. júlí 2019
Öðru hverju rúmi á einni bráðageðdeild lokað í fjórar vikur
Frá og með deg­in­um í dag verður þjón­usta verulega skert á einni af þremur bráðageðdeildum Landspít­al­ans. Um helm­ingi rúm­anna á deild­inni, 15 af 31 rúmi, verður lokað og munu þau standa lokuð fram yfir verslunarmannahelgi.
5. júlí 2019
Vöruviðskipti óhagstæð um 22,8 milljarða króna í júní 2019
Bráðabirgðatölur Hagstofunnar gefa til kynna að vöruviðskipti eru óhagstæðari en á sama tíma í fyrra.
4. júlí 2019
Efling styður forystu VR í lífeyrissjóðsmálinu
Umdeild ákvörðun forystu VR, um að afturkalla umboð stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verslunarmanna, nýtur stuðnings Eflingar.
4. júlí 2019