Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Fleiri flytja til Íslands en af landi brott
Í lok annars ársfjórðungs fluttust 1.110 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 90 umfram brottflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.020 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu.
29. júlí 2019
Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn
Miðflokkurinn er hástökkvarinn í nýrri könnun Zenter rannsókna og mælist nú þriðji stærsti flokkurinn með 13,4 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman á milli kannana og mælist nú um 20 prósent.
29. júlí 2019
Styrkþegar IWR árið 2018
Fræðast um sögu Íslands og samfélag, sagnaarf og menningu
Eliza Reid forsetafrú stendur nú fyrir söfnun fyrir þátttökustyrk sem ætlaður er þeim sem vilja sækja Iceland Writers Retreat-búðirnar á Íslandi heim. Þetta er í fimmta sinn sem slík söfnun fer fram.
28. júlí 2019
Fyrir einu ári síðan: Umdeild Pia Kjærs­gaard sækir Ísland heim
Mikið fjaðrafok var fyrir einu ári síðan þegar fyrr­ver­andi for­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins og for­seti danska þings­ins heimsótti Ísland til þess að flytja ræðu á hátíð­ar­fundi Alþingis sem hald­inn var á Þing­völlum.
27. júlí 2019
Kaup­um Ball­ar­in á eign­um úr þrota­búi WOW rift
Kaup­um Michele Ball­ar­in á flugrekstr­artengd­um eign­um úr þrota­búi WOW air hef­ur verið rift. Samkvæmt Morgunblaðinu hafa þreif­ing­ar um að koma viðskipt­un­um að nýju á átt sér stað þrátt fyrir þetta.
27. júlí 2019
Selur að spóka sig.
Rúmlega 30 þúsund fleiri gestir heimsótt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Þrátt fyrir fækkun ferðamanna á fyrstu sex mánuðum ársins hafa mun fleiri heimsótt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn það sem af er ári miðað við sama tímabili í fyrra. Alls hafa rúmlega hundrað þúsund manns heimsótt garðinn frá því í janúar.
26. júlí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
VR stefn­ir Fjár­mála­eft­ir­lit­inu
Stjórn VR hefur samþykkt að stefna stofn­un­inni fyr­ir að viður­kenna ekki lög­mæti ákvörðunar full­trúaráðs VR um að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna.
26. júlí 2019
Verðhækkun á rafmagni nánast alltaf hagkvæmari en rafmagnsleysi eða skömmtun
Sigurður Jóhannesson, doktor í alþjóðaviðskipskiptum, segir að lítil sem engin hætta sé á rafmagnsskorti á almennum markaði hér á landi, að því gefnu að menn sé reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir það.
26. júlí 2019
Segir VR ætla að vera leiðandi í umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að barátta verkalýðshreyfingarinnar næstu árin muni taka mið af sjálfvirknivæðingu fyrirtækja og fjórðu iðnbyltingunni. VR hefur sett á laggirnar framtíðarnefnd sem taka mun til starfa í ágúst.
26. júlí 2019
Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð króna
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 samanborið við 11,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,1 prósent á ársgrundvelli.
25. júlí 2019
Víða ekkert íbúðarhúsnæði byggt á landsbyggðinni – Stjórnvöld leggja fram tillögur að aðgerðum
Samkvæmt Íbúðarlánasjóði er stöðnun algengt vandamál í sveitarfélögum víða á landsbyggðinni og á mörgum stöðum hefur ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi.
25. júlí 2019
520 ný hótelherbergi í Reykjavík á sex mánuðum
Á síðustu sex mánuðum ársins munu 520 herbergi bætast við hótelmarkaðinn í Reykjavík. Þar að auki mun 51 hótelíbúð bætast við á tímabilinu, þrátt fyrir samdrátt í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið ár.
25. júlí 2019
Hagnaður Ikea dregst saman um 46 prósent
Miklatorg hf., eigandi IKEA á Íslandi, hagnaðist um 528 milljónir króna á síðasta rekstarári og dróst hagnaðurinn saman um tæpar 455 milljónir frá fyrra ári.
24. júlí 2019
Vinna að viðbragðsáætlun í kringum leikskóla á „gráum dögum“
Reykjavíkurborg vinnur nú að viðbragðsáætlun til að auka loftgæði í kringum leik- og grunnskóla í borginni. Áætlunin byggir á tillögu frá fjórum umhverfisverndarsamtökum sem leggja til að ökutæki verði ekki leyfð í kringum leikskóla á ákveðnum tímum.
23. júlí 2019
Ró­bert Wessman
Ró­bert Wessman í stjórn jap­anska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Fuji Pharma
For­stjóri Al­vo­gen og stjórn­ar­formaður Al­votech var í vik­unni kos­inn í stjórn jap­anska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Fuji Pharma en fyrirtækið keypti 4,6 pró­sent eign­ar­hlut í Alvot­ech fyrir síðustu áramót.
23. júlí 2019
Stöðnun á fasteignamarkaðnum
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2 prósent milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3 prósent og verð á sérbýli lækkaði um 0,5 prósent.
23. júlí 2019
Gestur Pétursson
Nýr framkvæmdastjóri hjá Veitum
Stjórn Veitna hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
23. júlí 2019
Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
22. júlí 2019
TM gerir aftur tilboð í Lykil
TM hefur gert Klakka kauptilboð í fjármálafyrirtækið Lykil. Tilboðið miðast við að 9,25 milljarðar króna verði greiddir fyrir Lykil í reiðufé auk hagnaðar Lykils á þessu ári eftir skatta.
22. júlí 2019
Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
21. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
20. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
19. júlí 2019
Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
18. júlí 2019