Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja trónir á toppnum
Lilja Alfreðsdóttir nýtur mests trausts allra ráðherra ríkisstjórnarinnar en flestir vantreysta Bjarna Benediktssyni. Helmingur kvenna ber minnst traust hans.
29. júní 2019
Arion banki hefur selt hlut sinn í Stoðum
Dreifður hópur fjárfesta er sagður hafa keypt hlutinn.
28. júní 2019
Nærri því tveir af hverjum þremur breytt hegðun sinni vegna umhverfisáhrifa
Meirihluti Íslendinga virðist meðvitaður um áhrif sín á umhverfið en 64 prósent landsmanna segjast hafa breytt hegðun sinni mikið eða nokkuð síðastliðna tólf mánuði til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslagsbreytingar.
28. júní 2019
Ókeypis skimun hefur tvöfaldað mætingu kvenna til Krabbameinsfélagsins
23 prósent kvenna hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga fyrir leghálsskimun og 9 prósent hefðu ekki mætt í brjóstaskimun.
28. júní 2019
Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar
Sjö af átta umsækjendum um stöðu seðlabankastjóra, sem hæfisnefnd taldi ekki „mjög vel hæfa“ til að gegna stöðunni, andmæltu mati nefndarinnar og telja verulega vankanta á málsmeðferð hennar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
28. júní 2019
Framlög Íslands til UNICEF aldrei verið meiri
Vöxtur UNICEF á Íslandi milli ára var 10,2 prósent og aukning framlaga frá íslenska ríkinu á milli 2017 og 2018 hefur sjaldan verið meiri eða tæp 160 prósent.
27. júní 2019
BSRB telur engin rök vera fyrir einkavæðingu á póstþjónustu
BSRB mótmælir harðlega hugmyndum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að einkavæða Íslandspóst ohf. í bréfi sem framkvæmdastjóri bandalagsins hefur sent ráðherranum.
27. júní 2019
Atvinnuleysi eykst
Atvinnuleysi eykst samkvæmt Hagstofunni.
27. júní 2019
Fjármálaráðherra vill selja Íslandspóst
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra vill einkavæða Íslandspóst við fyrsta tækifæri. Hann segir því ekkert til fyrirstöðu þegar umbætur á lagaumgjörð og nauðsynlegar breytingar á rekstri fyrirtækisins fari að skila árangri.
27. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
26. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest í forsætisnefnd
For­sæt­is­nefnd Alþing­is hef­ur fall­ist á niður­stöðu siðanefnd­ar þings­ins þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir hafi brotið siðaregl­ur fyr­ir alþing­is­menn með um­mæl­um sín­um um Ásmund Friðriks­son, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins.
26. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
25. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
24. júní 2019
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Segir það rörsýn að halda að RÚV eitt skýri stöðu einkarekinna fjölmiðla
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir að þingmenn sem vilji bíða með styrki til fjölmiðla þar til að staða RÚV sé endurskoðuð séu ekki gera einkareknum fjölmiðlum neina greiða. Hann segir að bregðast verði við stöðu þeirra strax.
24. júní 2019
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu
Mennta- og menningarmálaráðherra náði ekki að mæla fyrir fjölmiðlafrumvarpinu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að frumvarpið taki miklum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust.
24. júní 2019
Leggja til að hækka verð á gosdrykkjum og sælgæti um 20 prósent
Embætti landlæknis hefur unnið aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu fyrir heilbrigðisráðherra. Í áætluninni er lagt til að hækka verð á gosdrykkjum og sælgæti en lækka samhliða verð á grænmeti og ávöxtum.
23. júní 2019
Karolina Fund: Uppi og niðri og þar í miðju – úr alfaraleið
Nú er kvikmynduð tónleikaferð í júlí 2019 á Karolinafund.
23. júní 2019
Þrettán milljónir til stuðnings hinsegin réttinda
Utanríkisráðherra Íslands hefur ákveðið að verja þrettán milljónum króna til UN Free & Equal en hinsegin sambönd teljast enn glæpur í meira en þriðjungi ríkja heims.
23. júní 2019
FME rannsakar lögmæti ákvörðunar VR
Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar þá ákvörðun VR að draga til baka umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. FME hefur jafnframt tilkynnt stjórnarformanni sjóðsins að hann sitji áfram þar til stjórnarfundur VR hefur verið haldinn.
22. júní 2019
Íslendingar jákvæðir gagnvart þátttöku í alþjóðasamstarfi
Íslendingar eru hlynntir þátttöku í alþjóðsamstarfi og telja það mikilvægt, samkvæmt könnun Maskínu.
21. júní 2019
VR segir aðgerðina fullkomlega löglega
VR hefur svarað áminningu Fjármálaeftirlitsins og segir að sú aðgerð félagsins að draga umboð núverandi stjórnarformanna félagsins í Lífeyrissjóði verslunarmanna til baka sé fullkomlega lögleg.
21. júní 2019
Afköst minnka ekki við styttingu vinnuvikunnar
Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar sýnir fram á aukna ánægju í starfi þátttakenda.
21. júní 2019