28 færslur fundust merktar „varnarmál“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í vikunni.
Aðild Svíþjóðar og Finnlands „breytir auðvitað stemningunni“ innan NATO
Samstarf Norðurlandaríkjanna í öryggismálum mun eflast og aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu mun breyta stemningunni innan bandalagsins að mati Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
6. nóvember 2022
Carrin F. Patman verður sennilega næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Rússland og Kína skilji efnahagslegt og hernaðarlegt mikilvægi Íslands
Carrin F. Patman, sem líklega verður sendiherra Bandaríkjanna hér á landi innan skamms tíma, sagði þingnefnd á fimmtudag að hún teldi að Rússland og Kína skildu hernaðarlegt mikilvægi Íslands og vill leggja áherslu á varnarmál í sínum störfum.
30. júlí 2022
Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá því í morgun.
Utanríkisráðuneytið hafnar forsíðufrétt Fréttablaðsins um meint áform NATO
Utanríkisráðuneytið segir að forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag sé alröng og hafnar því alfarið að svo mikið sem hugmyndir séu uppi um byggingu varnarmannvirkja í Gunnólfsvík í norðanverðum Finnafirði á Langanesi.
29. júlí 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
25. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Rúm 72 prósent væntra kjósenda VG jákvæð í garð aðildar Íslands að NATO
Jákvæðni í garð aðildar að Atlantshafsbandalaginu er nú minni hjá kjósendahópum Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins en á meðal væntra kjósenda VG, samkvæmt nýrri könnun frá Maskínu.
10. júní 2022
Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands í Stokkhólmi í morgun.
Andersson sögð vera orðin ákveðin í að leiða Svíþjóð inn í Atlantshafsbandalagið
Svenska Dagbladet segir frá því í dag Magdalena Andersson forsætisráðherra vilji að Svíar gangi í Atlantshafsbandalagið í sumar. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands segir nokkrar vikur í að Finnar kynni ákvörðun sína um aðild að bandalaginu.
13. apríl 2022
Jóhann Friðrik Friðriksson
Aldrei aftur!
4. mars 2022
Daniel Hale var í gær dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir að láta blaðamanni í té gögn frá Bandaríkjaher sem vörpuðu ljósi á það hvernig drónum hefur verið beitt í hernaði í Mið-Austurlöndum.
Dæmdur fyrir að segja frá drónadrápum
Eftir að hafa ofboðið beiting Bandaríkjahers á drónum til þess að ráðast gegn óvinum sínum í Afganistan ákvað ungur hermaður að gerast uppljóstrari. Í gær var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi.
28. júlí 2021
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
16. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
14. maí 2021
Varnarsamningurinn 70 ára – Hvernig hefur tekist til?
Ísland hefur að mestu leyti farið vel út úr varnarsamstarfi við Bandaríkin en að einhverju leyti getað haldið betur á málum. Nú þegar aðstæður eru að breytast með aukinni nærveru Bandaríkjamanna er mikilvægt að læra af mistökum fortíðar.
2. maí 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Fengum boð um aðild að viðbragðssveitum í september og þáðum það í janúar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að sameiginlegum viðbragðssveitum, Joint Expeditionary Force, með bréfi til varnarmálaráðherra Bretlands þann 11. janúar síðastliðinn.
27. apríl 2021
Einar Ólafsson
Herinn sem skrapp frá
26. apríl 2021
Bretar leiða Joint Expeditionary Force, en þar erum við nú líka ásamt Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Hollandi, Noregi og Svíþjóð.
Ísland gerist aðili að sameiginlegum viðbragðssveitum Breta
Íslands gekk inn í nýjan varnarmálavettvang í vikunni sem leið og það vakti svo litla athygli að það fór næstum því framhjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Ísland mun líklega leggja fram borgaralegan sérfræðing í samstarfið er fram líða stundir.
25. apríl 2021
Þrátt fyrir að njósnir séu aldagamalt fyrirbæri eru alþjóðalög um þær harla óljós og takmörkuð.
Eru njósnir leyfilegar? – Um mikilvægi upplýsinga
Njósnir eru ekki bara milliríkjamál því upplýsingar varða almenning. Því er mikilvægt að styrkja regluverk um upplýsingaöflun og miðlun þeirra – bæði innan ríkja og alþjóðlega.
21. febrúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
22. janúar 2021
Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur.
NATO snuprar Dani
Dönsk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu frá NATO. Þar segir að Danir hafi ekki staðið við loforð um framlög til varnarmála og herinn sé ófær um að gegna skyldum sínum innan Atlantshafsbandalagsins. Danski varnarmálaráðherrann er ósammála.
1. nóvember 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Telur rétt að skoða hvort stofna eigi vettvang til að vakta íslenskar kosningar
Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er ekki kunnugt um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á íslenskar kosningar með beinum hætti, en telur að rétt sé að skoða hvort stofna eigi vettvang til að vakta kosningar hér á landi.
17. ágúst 2020
Sænskur hermaður við æfingar í Boden.
Óttinn við Rússa
Svíar ætla að auka framlög sín til varnarmála um marga milljarða króna á næstu árum. Ástæðan er síaukið hernaðarbrölt Rússa sem Svíum stendur stuggur af. Jafnframt stefna Svíar að auknu varnarsamstarfi við aðrar þjóðir, ekki síst Dani og Norðmenn.
23. febrúar 2020
Óttast er að framleiðsla meðaldrægra kjarnorkuflauga aukist í Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína.
Nýtt vopnakapphlaup í uppsiglingu
Tveir stórir vopnasamningar milli máttugustu ríkja heims hafa rofnað á síðustu árum og útlit er fyrir að fleiri þeirra muni enda á næstunni. Hernaðarsérfræðingar óttast þess að nýtt vopnakapphlaup sé í vændum á milli ríkja í óstöðugu valdajafnvægi.
5. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Framlög Íslands til varnarmála hækkuðu um 37 prósent í fyrra
Aukning á framlögum til varnarmála úr ríkissjóði frá árinu 2017 nær 593 milljónum króna.
5. júní 2019
Fáni Atlantshafsbandalagsins.
Leggja til að þjóðin kjósi um NATO
Meirihluti þingflokks VG leggur til að þess verði minnst að 70 ár eru liðin frá samþykkt NATO-aðildar Íslands með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina.
1. apríl 2019
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
Ísland og alþjóðleg kjarnorkuafvopnun
15. október 2018
Frá hernaðaræfingu Bandaríkjamanna í Þýskalandi fyrr í sumar.
Tvöfalt fleiri bandarískir hermenn í Noregi
Bandarískum hermönnum í Noregi mun stórfjölga í ár, en fjölgunin eykur á spennu milli Noregs og Rússlands í varnarmálum.
15. ágúst 2018
36 rússnesk herskip hjá norskri lögsögu án vitundar Norðmanna
Yfir stendur stærsta heræfing rússneska sjóhersins í áratug við Noregsstrendur, en rússneski herinn gerði Norðmönnum ekki viðvart.
13. júní 2018
Joe Dunford, yfirmaður bandaríksa herráðsins.
Yfirmaður herráðs: Engar breytingar á stefnu gagnvart transfólki
Joe Dunford, yfirmaður bandaríska herráðsins, segir engar breytingar verða gerðar strax á stefnu Bandaríkjahers gagnvart transfólki.
27. júlí 2017
Fulltrúar ESB, Þýskalands, Bandaríkjanna, Kanada, Ítalíu, Frakklands, Bretlands og Japans.
Komu sér ekki saman um refsiaðgerðir
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna samþykktu ekki tillögu Breta um að beita Rússa frekari refsiaðgerðum vegna efnavopnaárásarinnar í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú kominn til Rússlands til fundar við Sergei Lavrov.
11. apríl 2017
Óttast ögranir og hernaðarbrölt Rússa
Claus Hjort Frederiksen varnarmálaráðherra Danmerkur segir að Danir verði að stórauka framlög til varnarmála á næstu árum. Vaxandi hernaðarumsvif Rússa séu veruleg ógnun og ástandið nú líkist æ meira kaldastríðsárunum, að mati ráðherrans.
15. janúar 2017