Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Arion banki, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn hafa heimild til að veita brúarlán.
Enn hafa engin brúarlán verið veitt
Þann 12. maí hafði Seðlabankinn undirritað samninga við bankana fjóra um veitingu brúarlána. Lánin eru ætluð smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
19. júní 2020
Bjarni Benediktsson svaraði spurningum Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Bjarni spyr „hvers vegna í ósköpunum“ hann eigi að biðja Calmfors afsökunar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spurði Bjarna Benediktsson í óundirbúnum fyrirspurnatíma Alþingis hvort hann ætli að biðja Lars Calmfors afsökunar. Bjarni sagði Íslendinga eiga skilið afsökunarbeiðni en ekki „einhver prófessor úti í Svíþjóð.“
18. júní 2020
Logi spurði hvort ekki væri kominn tími til að höggva á hnútinn í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga við ríkið.
Logi spyr hvort til greina komi að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga
Logi Einarsson spurði Bjarna Benediktsson um kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst að öðru óbreyttu á mánudag.
18. júní 2020
Maður stendur vörð við eftirlitsstöð í lokuðu hverfi í Peking.
Íbúar Peking óttast aðra bylgju kórónuveirufaraldursins
Rúm vika er liðin frá því að slakað var á aðgerðum sem gripið var til í Peking vegna kórónuveirunnar. Nú óttast fólk þá röskun sem gæti fylgt annarri bylgju veirunnar ef ekki tekst að hefta útbreiðsluna.
17. júní 2020
Rúmt er um gesti Dals á útisvæði kaffihússins.
Farfuglaheimilið í Laugardal opnar kaffihús
Sú hugmynd að opna kaffihús í Farfuglaheimilinu í Laugardal hefur lengi blundað með starfsfólki en nú gafst tækifæri til þess að koma því á koppinn. Framkvæmdastjóri gerir ekki ráð fyrir mörgum Íslendingum í gistingu í sumar.
17. júní 2020
Sums staðar þarf ekki einu sinni að fara út úr bílnum fyrir skimun.
Fjöldi greindra COVID-19 smita eykst hratt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna
Um 2,1 milljón hafa smitast af COVID-19 í Bandaríkjunum. Gestir á kosningafundi Donalds Trumps, sem haldinn verður á laugardag, munu þurfa að skrifa undir samkomulag þess efnis að lögsækja ekki framboð Trumps ef þeir veikjast í kjölfar fundarins.
15. júní 2020
45 prósent af nýskráðum bílum það sem af er ári eru raf- eða tengiltvinnbílar.
Rafbílaeigendur geti búist við miklu álagi á hleðslustöðvum í sumar
Aukin rafbílaeign og hugur fólks til ferðalaga í sumar mun líklega hafa þau áhrif að þétt verður setið um hleðslustöðvar landsins á ferðahelgum. Mikilvægt sé að sýna þolinmæði og að skipuleggja ferðalög með tilliti til hleðslustöðva.
15. júní 2020
OECD spáir því að atvinnuleysi á Íslandi verði 9 prósent undir lok ársins.
OECD spáir allt að ellefu prósenta samdrætti á Íslandi
Ný skýrsla OECD um horfur í efnahagsmálum kom út í vikunni. Búist er við mestum samdrætti í Bretlandi, Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, þar á eftir kemur Ísland.
13. júní 2020
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar um hlutdeildarlán var kynnt á fundi í húsakynnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í gær.
Skilgreiningu vantar á „nýjum hagkvæmum“ íbúðum
Frumvarp félags- og barnamálaráðherra á að auðvelda fyrstu kaupendum að koma þaki yfir höfuðið. Aðeins er lánað fyrir nýjum íbúðum sem hafa verið samþykktar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem hagkvæmar íbúðir.
12. júní 2020
Þrátt fyrir verðlækkun milli mánaða hefur fermetraverð nýbyggðra íbúða hækkað um átta prósent á síðustu tólf mánuðum.
Fermetraverð nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fermetraverð nýrra íbúða hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða. Munur á verði nýrra íbúða og eldri hefur farið vaxandi á undanförnum þremur árum.
11. júní 2020
Kadeco hafði það hlutverk að selja fasteignir sem Bandaríkjaher skildi eftir á Ásbrú.
Áform Kadeco um flugvallarborg standa
Kadeco ætlar að halda samkeppni um skipulag á landi milli Reykjanesbæjar og flugvallarins á næsta ári. Svæðið er hugsað undir flugtengda starfsemi og fyrirtæki sem reiða sig á flugsamgöngur.
10. júní 2020
Munur á stýrivöxtum og vöxtum á húsnæðislánum eykst
Vextir á húsnæðislánum hafa lækkað mikið á undanförnum misserum en lækkanirnar ná þó ekki að halda í við lækkun stýrivaxta.
10. júní 2020
Endurnýjanlegir orkugjafar eru farnir að saxa á hlutdeild kolabrennslu víða um heim.
Tveir mánuðir án rafmagns frá kolum í Bretlandi
Endurnýjanlegir orkugjafar hafa sótt í sig veðrið í Bretlandi á undanförnum árum. Minnkandi eftirspurn eftir rafmagni í kórónuveirufaraldrinum hefur minnkað hlutdeild kolavera í orkuframleiðslu víða um lönd.
10. júní 2020
Fjölbreytt námskeið standa fólki til boða í sumar og haust í endurmenntunardeildum háskólanna.
Einkafyrirtæki á fræðslumarkaði vilja aðild að sumarúrræðum stjórnvalda fyrir námsmenn
Námskeið á vegum endurmenntunardeilda háskólanna eru endurgreidd í sumar vegna sumarúrræða stjórnvalda. Forsvarsmenn tveggja einkafyrirtækja sem starfa í sama geira segjast ekki hafa tök á að keppa við verðin sem háskólarnir geta nú boðið upp á.
10. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
6. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
3. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
31. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
30. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
28. maí 2020
Verðbólgan hækkaði um 0,4 prósentustig á milli mánaða.
Verðbólgan yfir verðbólgumarkmið í fyrsta sinn frá því í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,54 prósent í maí og verðbólgan því komin í 2,6 prósent. Seðlabanki Íslands spáir því að verðbólgan verði undir markmiði á næstunni en óvissa sé þó mikil.
28. maí 2020
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Fyrirtæki sem sækja nýtt hlutafé verði undanþegin skilyrðum um arðsúthlutun
Efnahags- og viðskiptanefnd gerði nokkrar breytingartillögur á frumvarpi til laga um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti. Kostnaður aðgerðanna áætlaður 27 milljarðar.
28. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
26. maí 2020