Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Atvinnuflugmenn ósáttir við stöðuna sem upp er komin hjá Icelandair
Atvinnuflugmenn munu sinna starfi öryggisliða um borð í vélum Icelandair frá og með mánudegi. Formaður Félags atvinnuflugmanna segir flugmenn ósátta við stöðuna en þeir séu skuldbundnir samkvæmt loftferðalögum til að tryggja öryggi um borð.
18. júlí 2020
Þeir Rögnvaldur, Þórólfur og Páll á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Um 60 prósent farþega frá 15. júní búsettir í öruggum löndum
Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar fyrri hluta ágúst sem og opnunartími veitinga- og skemmtistaða.
16. júlí 2020
Fjárfestingar Kínverja í Bretlandi gætu dregist saman í kjölfar Huawei banns
Búnaður Huawei á að vera með öllu horfinn úr 5G kerfinu í Bretlandi fyrir árslok 2027. Í vikunni tók Donald Trump heiðurinn fyrir ákvörðun Breta en bresk stjórnvöld segja öryggisástæður liggja að baki ákvörðuninni.
16. júlí 2020
Jóhannes Þór gerir ráð fyrir að farþegum frá Suður-Evrópu muni fjölga í ágúst.
Segir fjölgun öruggra landa skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna
Frá og með morgundeginum þurfa einstaklingar sem dvalið hafa í að minnsta kosti tvær vikur í löndum sem talin eru örugg ekki að fara í skimun eða sóttkví. Það er fagnaðarefni að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.
15. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
14. júlí 2020
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
14. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
13. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
11. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
10. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
8. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
7. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
6. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
4. júlí 2020
Sumarúrræði stjórnvalda fyrir námsmenn er liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga.
Var ekki heimilt að veita fé til einkaaðila vegna sumarúrræða fyrir námsmenn
Hluti fjárframlaga til háskóla vegna sumarúrræða stjórnvalda fyrir námsmenn fór í að niðurgreiða námskeið endurmenntunardeilda háskólanna. Félag atvinnurekenda hefur sent formlega kvörtun til ESA vegna þessa.
3. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
2. júlí 2020
Fram kemur í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að losun frá iðnaðarferlum í stóriðju var 39 prósent af heildarlosun án landnotkunar árið 2018.
Losun á beinni ábyrgð Íslands ekki það sama og heildarlosun
Losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands mun dragast saman um 35 prósent milli áranna 2005 og 2030 samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Inni í þeim tölum er hvorki losun sem fellur innan ETS kerfisins né losun vegna landnotkunar.
30. júní 2020
Hlutabréfaverð í Facebook féll um átta prósent á föstudag.
Stórfyrirtæki stöðva auglýsingakaup á Facebook og Instagram
Frá því um miðjan júní hefur hvert stórfyrirtækið á fætur öðru sett fram kröfur um að Facebook geri betur í aðgerðum sínum gegn hatursorðræðu. Fyrirtækin hyggjast ná sínu fram með því að auglýsa ekki á miðlum Facebook.
29. júní 2020
Ljóst er að færri ferðamenn munu aka um þjóðvegi landsins á bílaleigubílum í sumar.
Bílaleigubílum í umferð hefur fækkað um hátt í helming á milli ára
Stjórnendur tveggja af stærstu bílaleigum landsins gera ráð fyrir um 70 til 80 prósent samdrætti í útleigu í ár. Fjöldi bílaleigubíla sem ekki eru í umferð hefur rúmlega sjöfaldast á milli ára.
23. júní 2020
Telur ekki ráðlagt að ASÍ lýsi því yfir að lífskjarasamningnum verði sagt upp
Í ávarpi sínu á formannafundi ASÍ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, eitt helsta verkefni samtakanna vera það að verja það sem hefur áunnist með lífskjarasamningnum og knýja fram það sem út af stendur.
22. júní 2020
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins námu ný óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum 48 milljörðum króna.
Nær öll ný húsnæðislán á árinu óverðtryggð
Heimili landsins eru að færa sig úr lánum með föstum vöxtum yfir í lán með breytilegum vöxtum samkvæmt samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja. Auk þess hefur hlutdeild óverðtryggðra lána aldrei verið meiri.
22. júní 2020
John Bolton starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps í 17 mánuði.
Þjóðaröryggisráðgjafinn leysir frá skjóðunni
John Bolton sem starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps lýsir honum sem spilltum, fávísum og kærulausum í nýrri bók sinni, The Room Where it Happened sem kemur út á þriðjudag.
21. júní 2020
Einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2013, þar til nú.
Heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga hefur fjölgað
Alls fengu 5660 heimili fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum í fyrra. Fjögur prósent barna 17 ára og yngri bjuggu á heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð árið 2019.
19. júní 2020