Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Eignir Björgólfs Thors eru nú metnar á 2,2 milljarða Bandaríkjadala. Davíð Helgason er fyrsti Íslendingurinn á eftir Björgólfi til að komast á lista Forbes en auður hans er metinn á einn milljarð dala.
Fjölgar í hópi Íslendinga á auðkýfingalista Forbes
Tveir Íslendingar eru nú á milljarðamæringalista Forbes sem birtur er árlega. Síðasta ár var giftusamt fyrir milljarðamæringa heimsins en heildareignir milljarðamæringanna á listanum nema 13,1 billjón Bandaríkjadala, samanborið við 8 billjón dala í fyrra.
7. apríl 2021
Úr Gimli, einni af byggingum Háskóla Íslands.
Fjórðungur háskólanema glímir við fjárhagserfiðleika
Nýrri könnun mennta- og menningarmálaráðuneytisins var ætlað að kortleggja aðstæður háskólanema vegna kórónuveirufaraldursins. Forseti LÍS segir réttlátt að atvinnulausir háskólanemar hafi aðgang að atvinnuleysisbótum.
5. apríl 2021
Töluverð olía lak úr skipinu MV Wakashio en það strandaði skammt frá Máritíus í fyrra.
Fimm eftirminnileg skipsströnd
Meðal stærstu frétta ársins er strand flutningaskipsins Ever Given í Súes-skurði. Engan sakaði í strandinu og ekki varð vart við olíuleka en það sama var ekki upp á teningnum í þeim skipsströndum sem hér hafa verið tekin saman.
5. apríl 2021
Fosshótel Reykjavík var leigt undir starfsemi sóttvarnahúss.
Tekist á um sóttvarnahús
Fyrirtaka í málum þeirra sem kært hafa ákvörðun um að þurfa að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi verður á morgun. Allir kærendur eiga heimili hér á landi.
3. apríl 2021
Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Fagna frumvarpi um niðurfellingu transskattsins
Niðurfelling gjalds sem innheimt er fyrir leyfi til breytinga á skráningu kyns væri gríðarleg réttarbót fyrir þau sem vilja breyta kynskráningu og nafni að mati Samtakanna '78. Þjóðskrá telur breytinguna geta einfaldað ferlið.
3. apríl 2021
Reykjavíkurborg styður brottfall laga um Kristnisjóð
Í umsögn sinni segir borgin það eðlilegt að sveitarfélög hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin landsvæði og að gætt sé að jafnræði milli trú- og lífsskoðunarfélaga með brottfalli laga um Kristnisjóð. Biskupsstofa ekki jafn hrifin af brottfalli laganna.
31. mars 2021
Mynd úr kynningarefni skipulagsbreytinga fyrir Hamraborgarsvæðið.
Meirihluti vill breytingar á Hamraborginni samkvæmt nýrri könnun
Meirihluti svarenda í nýrri könnun um miðbæ Kópavogs er jákvæður í garð fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á Hamraborgarsvæðinu. Meira en helmingur svarenda hefur þó kynnt sér breytingarnar lítið sem ekkert.
30. mars 2021
Elísabet II er einn þaulsetnasti þjóðhöfðingi sögunnar en hún hefur setið a valdastóli í rúm 69 ár, frá því í febrúar árið 1952.
Hvað leynist í höllum drottningar?
Fyrir fáum árum voru lög um vernd menningarminja lögfest í Bretlandi. Englandsdrottning er undanþegin lögunum og því má lögreglan ekki leita í höllum í einkaeigu drottningar að munum sem kunna að hafa verið teknir ófrjálsri hendi í gegnum tíðina.
28. mars 2021
Skipið Ever Given situr enn fast í Súes-skurði og lokar allri umferð um skurðinn.
Óvinnandi reiptog í Súes-skurði
Enn situr flutningaskipið Ever Given fast í Súes-skurði þrátt fyrir að 14 dráttarbátar hafi reynt að toga það á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa bíða þess að tappinn losni og umferð um skurðinn geti hafist að nýju.
27. mars 2021
Stjórn Félags fréttamanna lýsir vonbrigðum með niðurstöðu siðanefndar RÚV
Í ályktun frá stjórn Félags fréttamanna er kallað eftir því að siðareglur RÚV verði endurskoðaðar. Félagið segir að ákvæði um bann við tjáningu á samfélagsmiðlum sé notað til að hefta tjáningarfrelsi fréttamanna og þagga niður í þeim og umfjöllun þeirra.
27. mars 2021
Læknar ræðast við á göngum Landspítala.
Lagt til að starfsnám lækna við upphaf sérnáms komi í stað kandídatsárs
Í nýjum drögum að reglugerðarbreytingu er lagt til að kandídatsár verði ekki lengur skilyrði fyrir veitingu almenns lækningaleyfis. Læknar í sérnámi munu þess í stað hefja sérnám á 12 mánaða starfsnámi. Fyrirmyndin sótt erlendis frá.
27. mars 2021
Forseti Alþingis sá ástæðu til þess að gera alvarlegar athugasemdir við orðfæri Guðmundar Inga á þingi í dag en hann sagði ríkisstjórnina hafa skitið upp á bak.
Guðmundur Ingi: „Því miður hefur ríkisstjórnin skitið upp á bak“
Þingmaður Flokks fólksins segir ríkisstjórnina hafa klúðrað veiruvörnum. Hann segir formann flokksins hafa haft rétt fyrir sér þegar hún talaði fyrir sambærilegum aðgerðum í Kastljósi fyrir um ári síðan en hún hafi verið „höfð að háði og spotti fyrir.“
24. mars 2021
Bjórbruggun til einkaneyslu er bönnuð hér á landi.
Embætti landlæknis segir nei við heimabruggi
Í frumvarpi um breytingu á áfengislögum er lagt til að bruggun áfengis til einkaneyslu með gerjun verði heimiluð. Ekki verður hægt að fylgjast með heildardrykkju þjóðarinnar nái frumvarpið fram að ganga, segir í umsögn Embættis landlæknis um frumvarpið.
23. mars 2021
Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir ræddu um efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og atvinnuleysi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Segir ríkisstjórn stefna að „sérstöku óskaskuldahlutfalli“ frekar en minnkuðu atvinnuleysi
Formaður Samfylkingar segir skuldastöðu ríkisins afleiðingu atvinnuástandsins og kallar eftir frekari aðgerðum til að minnka atvinnuleysi. Ríkisstjórnin hefur beitt sér til að milda höggið á efnahagslífið frá upphafi faraldurs að mati forsætisráðherra.
23. mars 2021
Afneitun helfararinnar sögð geta leitt til uppgangs nasisma
Í umsögn Gyðingasafnaðarins á Íslandi við frumvarp um bann við afneitun helfararinnar segir að aukin menntun og fræðsla í bland við fjölbreytni og umburðarlyndi sé meðalið við fordómum. Ein umsögn um frumvarpið var send inn algjörlega svert.
23. mars 2021
Þórólfur: Samfélagslegt smit útbreiddara en áður var talið
Ellefu manns greindust með COVID-19 innanlands um helgina, þar af voru fimm í sóttkví.
22. mars 2021
Tilkoma NFT skekur listheiminn
None
20. mars 2021
Minna á áhættu tengda viðskiptum með sýndarfé
Neytendur sem eiga í viðskiptum með sýndarfé njóta ekki góðs af tryggingakerfi eða neytendavernd sem fylgir fjármálaþjónustu. Á þetta bendir Seðlabankinn á vef sínum en áhugi almennings á sýndarfé er stöðugt að aukast.
19. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Útgerðarfyrirtækin þurfi að svara kalli tímans um gagnsæi, traust og réttlæti
Þingmaður Viðreisnar segir það hagsmunamál, bæði fyrir sjómenn og þjóðina alla, að sjómenn séu ekki hlunnfarnir af útgerðum. Sjávarútvegsráðherra vill takast á við þetta vandamál en segir verðlagningu vera á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna.
18. mars 2021
„Ástæður til að hafa ákveðnar áhyggjur af smitinu sem greindist í gær“
Líklegast er búið að ná utan um hópsýkingu sem kom upp fyrir um tveimur vikum. „Við sjáum það að veiran er ekki með öllu horfin og ef við pössum okkur ekki getum við fengið aðra bylgju í bakið,“ sagði Þórólfur
18. mars 2021
Í umsögn Eimskips er sagt að líklega sé ófýsilegt að flytja stóran hluta þeirra vara sem nú eru fluttar í landflutningum með sjófrakt um landið.
Auknar strandsiglingar „óraunhæfur og óhagkvæmur“ kostur að mati Eimskips
Talið er ólíklegt að auknar strandsiglingar hefðu jákvæð sparnaðaráhrif á flutningskostnað samkvæmt umsögn Eimskips við þingsályktunartillögu um efnið. Félagið kallar eftir innviðauppbyggingu fyrir vistvæna flutningabíla og aukna fjárfestingu í vegum.
18. mars 2021
Skýra þurfi hvers vegna rannsóknir á leghálssýnum hafi verið fluttar til Danmerkur
Þingmaður Viðreisnar segir heilbrigðisráðherra þurfa að geta sagt það berum orðum ef kostnaður hafi ráðið för þegar ákvörðun var tekin um að flytja rannsóknir á leghálssýnum til Danmerkur. Velferðarnefnd hefur beðið eftir minnisblaði um málið í sjö vikur.
17. mars 2021
Spyr hvort lífeyrisþegar framtíðarinnar muni þurfa að borga núverandi halla ríkissjóðs
Í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag fór þingmaður Viðreisnar yfir sjö staðreyndir um íslenskt efnahagslíf. Forsætisráðherra sagði þingmanninn tala „eins og allt sé í kaldakoli,“ og að staðreynd málsins væri sú að samdráttur væri minni en spáð hafði verið.
16. mars 2021
Grænmerkta svæðið milli Reykjanesbæjar og Keflavíkurflugvallar er hluti þess svæðis sem Kadeco hefur umsjón með. Samkeppni um þróunaráætlun á landi Kadeco til ársins 2050 hefst í apríl.
Njóta góðs af fáum framkvæmdum á erlendum flugvöllum
Kadeco efnir til alþjóðlegrar samkeppni um þróunaráætlun til ársins 2050 á landi félagsins í grennd Keflavíkurflugvallar. Framkvæmdastjóri finnur fyrir miklum áhuga en minna farþegaflug hefur leitt af sér minni framkvæmdir á flugvöllum heimsins.
16. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn sinni til mennta- og menningarmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Segir persónulegar skoðanir ráðherra ráða för en ekki hagsmuni ríkisins
Þingmaður Viðreisnar spurði mennta- og menningarmálaráðherra út í ákvarðanatöku um áfrýjun til Landsréttar í dómsmáli ráðherrans vegna ráðningar ráðuneytisstjóra. Faglega að öllu staðið að mati ráðherrans.
12. mars 2021