Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Aukinn kraftur í lánveitingu til byggingarfyrirtækja
Eftir tæplega þriggja ára stöðnun í lánveitingu bankanna til byggingarfyrirtækja hefur aukinn kraftur færst í þau á síðustu mánuðum. Ný útlán til byggingargeirans í febrúar námu um fimm milljörðum krónum og hafa þau ekki verið meiri í tæp sex ár.
25. mars 2022
Erlendir íbúar ólíklegri til að svara lífskjararannsókn Hagstofu
Einstaklingar sem eru valdir til að svara í lífskjararannsókn Hagstofu eru mun ólíklegri til að svara henni ef þeir hafa erlendan bakgrunn. Samkvæmt stofnuninni leiðir þetta misræmi þó ekki endilega til bjagaðra niðurstaðna.
25. mars 2022
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB-lönd mega styrkja fyrirtæki sem tapa á viðskiptaþvingunum
Fyrirtæki sem eru skráð í aðildarríkjum Evrópusambandsins og hafa orðið fyrir tekjumissi vegna viðskiptaþvingana við Rússland eða hærra orkuverðs geta nú fengið styrki frá hinu opinbera eða ríkisábyrgðir á lánum.
24. mars 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Leggur til þensluaðgerðir á húsnæðismarkaði
Fjármálaráðherra hyggst auka heimildir fólks til að ráðstafa séreignarsparnaðinum sínum skattfrjálst til fyrstu fasteignakaupa. Það gæti unnið gegn markmiðum Seðlabankans um að draga úr eftirspurnarþrýstingi á húsnæðismarkaði.
24. mars 2022
Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, ásamt Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
ESB líklegt til að skattleggja gegn áhrifum verðbólgu
Líklegt er að Evrópusambandið muni styðja upptöku hvalrekaskatts á orkufyrirtæki í álfunni til að fjármagna stuðningsaðgerðir við tekjulág heimili og fyrirtæki vegna mikilla verðhækkana. Ítalía hefur nú þegar samþykkt slíka skattlagningu.
23. mars 2022
Hvaða áhrif hefur stríðið á íslenska hagkerfið?
Hærra verð, minni kaupmáttur og minni tekjur úr ferðaþjónustu, en stóriðjan gæti hagnast. Kjarninn tók saman nokkrar hugsanlegar afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu á íslenskt efnahagslíf og ástæður þeirra.
21. mars 2022
Það þarf meira en bara framlag launþega til þess að tryggja frið á vinnumarkað, samkvæmt Gylfa.
Ábyrgðin á verðstöðugleika ekki einungis í höndum launþega
Það er ekki rétt að fela launþegum einum ábyrgð á þróun verðbólgu og almenns stöðugleika í efnahagslífinu, segir Gylfi Zoega. Vinnuveitendur og stjórnvöld ættu einnig að leggja sitt af mörkum.
21. mars 2022
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Vill að Samkeppniseftirlitið skoði hegðun bankanna
Gylfi Zoega segir fulla ástæðu vera fyrir Samkeppniseftirlitið til að rannsaka hegðun íslensku bankanna líkt og gert var með olíufélögin á sínum tíma. Óvíst er hvort hagræðingin í rekstri bankanna hafi skilað sér til neytenda.
18. mars 2022
Eftirspurnin enn mikil á húsnæðismarkaði
Ekkert lát er á eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi þrengt lánaskilyrði og þrýst lánavöxtum upp á síðustu mánuðum. Þó er enn ódýrara að leigja íbúðir en fyrir tveimur árum síðan.
17. mars 2022
Innrásin gæti dregið úr ferðavilja Bandaríkjamanna
Flugbókanir bandarískra ferðamanna drógust töluvert saman í öllum Evrópulöndum, að Íslandi, Belgíu og Serbíu undanskildu, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Erlendir sérfræðingar segja stríðið geta hægt á viðspyrnu evrópskrar ferðaþjónustu.
15. mars 2022
Áttunda hvert heimili í slæmu húsnæði
Þröngbýlt er á einu af hverjum tólf heimilum hérlendis, auk þess sem áttunda hvert heimili er í slæmu ásigkomulagi. Nokkuð dró úr þröngbýlinu í fyrra, en það náði hámarki á tímabilinu 2018-2020.
15. mars 2022
Frá Yantian-höfninni í Shenzhen.
Framboðshökt væntanlegt vegna smitbylgju í Kína
Kínverska ríkisstjórnin hefur sett á sjö daga útgöngubann í hafnarborginni Shenzhen vegna nýrrar smitbylgju af kórónuveirunni. Bannið, ásamt öðrum sóttvarnaraðgerðum í landinu, gæti haft töluverð áhrif á vöruflutninga á heimsvísu.
15. mars 2022
Neyslugleði rússneskra ferðamanna mun minni en áður
Fyrir níu árum síðan eyddi hver rússneskur ferðamaður um helmingi meiri pening en ferðamaður frá öðrum þjóðernum. Á síðustu árum hefur hins vegar dregið hratt úr neyslu þeirra og eyða þeir nú minna en aðrir hérlendis.
14. mars 2022
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum.
Segir nýja lotu í hinum alþjóðlega peningaleik hafna
Innrás Rússlands í Úkraínu og viðbrögðin við henni hafa breytt alþjóðlega fjármálakerfinu, segir doktor í fjármálum. Hann segir helstu vonina í fjármálastríðinu á milli austurs og vesturs liggja í þéttu samstarfi Evrópulanda.
13. mars 2022
Tekjur og gjöld ríkissjóðs langt umfram áætlun
Bæði skatttekjur og útgjöld ríkissjóðs í fyrra reyndust vera töluvert meiri en ríkisstjórnin gerði ráð fyrir í fjárlögum sínum. Þrátt fyrir það dróst skuldahlutfallið saman á milli ára vegna mikils hagvaxtar.
11. mars 2022
Bakslag í ferðamannafjölda eftir Ómíkron
Dregið hefur verulega úr upptaktinum í ferðamannafjölda til Íslands á síðustu þremur mánuðum, eftir uppgötvun Ómíkron-afbrigðisins af kórónuveirunni. Erlendir farþegar í síðasta mánuði voru helmingi færri en í febrúar 2019.
11. mars 2022
Þrír stærstu lífeyrissjóðir Íslands, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.
Mesti samdráttur hjá lífeyrissjóðunum frá hruni
Eignir lífeyrissjóðanna drógust saman um 184 milljarða króna í byrjun ársins og hafa þær ekki minnkað jafnmikið síðan í október 2008. Rýrnunina má rekja til styrkingar á gengi krónunnar og mótvinda á hlutabréfamörkuðum hérlendis og erlendis.
10. mars 2022
Stuðningurinn við aðild að Evrópusambandinu hefur stóraukist á síðustu mánuðum.
Mun fleiri hlynntir ESB-aðild heldur en mótfallnir
Tæpur helmingur landsmanna er nú hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningurinn við aðild hefur aukist um rúman helming á síðustu mánuðum, ef miðað er við nýlega könnun MMR.
9. mars 2022
Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Mogensen og Ari Trausti Guðmundsson.
Vilja „skýra framtíðarsýn“ um framtíð orkufreks iðnaðar
Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins kallar eftir „skýrri pólitískri sýn“ á framtíð orkufreks iðnaðar á Íslandi. Samkvæmt honum gæti verið að framboð á raforku muni ekki geta mætt vaxandi eftirspurn á næstu árum.
9. mars 2022
Búrfellsvirkjun
Orkuspár fara eftir framtíð stóriðjunnar
Miklu munar á þörf fyrir aukna orkuframleiðslu hérlendis á næstu árum eftir því hvort orkufrekar útflutningsgreinar halda áfram að vaxa eða ekki, en nauðsynleg aukning gæti verið þriðjungi minni ef framleiðsla þeirra héldist óbreytt.
8. mars 2022
Rúblan orðin verðminni en krónan
Virði rússnesku rúblunnar er nú í frjálsu falli og hefur lækkað um meira en fimmtung gagnvart Bandaríkjadal í dag. Gjaldmiðillinn hefur lækkað um helming frá ársbyrjun kostar nú minna en íslenska krónan.
7. mars 2022
Kremlarborg í Moskvu
Rússneska ríkisstjórnin flokkar Ísland á meðal óvinveittra þjóða
Ísland er nú komið á lista þjóða sem ríkisstjórn Rússlands telur vera óvinveittar sér. Þetta þýðir meðal annars að íslenskir aðilar munu ekki tekið ný lán í rúblum nema að fengnu vilyrði stjórnvalda.
7. mars 2022
Rússneskir bankar leita til Kína eftir að VISA og Mastercard loka á þá
Kortarisarnir Visa og MasterCard tilkynntu um helgina að þeir myndu hætta öllum viðskiptum í Rússlandi vegna yfirstandandi innrásar í Úkraínu. Vegna þessa hafa margir rússneskir bankar ákveðið að styðjast við kínversk greiðslukort.
7. mars 2022
Efnahagslegar refsiaðgerðir ekki beitt vopn
Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ segir að refsiaðgerðir vestrænna ríkja muni sennilega ekki hafa mikil áhrif á stefnu ráðamanna í Rússlandi einar og sér. Þegar fram líða stundir muni Rússar geta aðlagast aðgerðunum og fundið sér nýja markaði.
7. mars 2022
Skuldir Ísafjarðar aukast um 17 prósent vegna nýrra reikninga á lífeyrisskuldbindingum.
Skuldir sveitarfélaga stóraukast vegna nýrra útreikninga
Lífeyrisskuldbindingar nær allra sveitarfélaga jukust töluvert í fyrra, þar sem þær voru endurmetnar með tilliti til hærri meðalaldurs lífeyrisþega. Vegna þessarar breytingar aukast meðal annars skuldir Ísafjarðarbæjar um tæpan fimmtung.
4. mars 2022