Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Geta rafmyntir bjargað Pútín frá viðskiptaþvingunum?
Ólíklegt er að Rússar komist auðveldlega hjá viðskiptaþvingunum Vesturveldanna með aukinni notkun rafmynta. Hins vegar gætu þeir aukið útflutningstekjur sínar með rafmyntavinnslu og einnig aukið fjárhagslegt sjálfstæði sitt með „rafrúblu“.
1. mars 2022
Þyrfti að grípa inn snemma til að minnka kynjahalla í háskólum
Vinnumarkaðshagfræðingur segir minni ásókn karla í háskóla geta verið vegna staðalímynda og félagslegra viðmiða. Nauðsynlegt sé að byrja á að hjálpa drengjum að ná fótfestu á fyrri stigum skólakerfisins ef jafna á hlut karla og kvenna í háskólum.
28. febrúar 2022
Aukinn kraftur er kominn í viðskipti með atvinnuhúsnæði eftir nokkra lægð á tímum faraldursins.
Aukinn áhugi á atvinnuhúsnæði aftur
Þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði hefur fækkað umtalsvert á síðustu mánuðum, samhliða minnkandi framboði á íbúðum til sölu. Á sama tíma hefur kaupsamningum um atvinnuhúsnæði fjölgað.
27. febrúar 2022
Bensínlítrinn gæti kostað 327 krónur í sumar
JPMorgan spáir því að heimsmarkaðsverðið á einni tunnu af hráolíu muni fara upp í 125 Bandaríkjadali á næsta ársfjórðungi. Gerist það má búast við að verðið á bensínlítranum hér á landi muni nema 327 krónum.
26. febrúar 2022
Hlutabréfamarkaðurinn stöðvaður vegna tæknilegra vandræða
Tæknilegir örðugleikar ollu því að Kauphöllin birti rangt dagslokaverð fyrir daginn í gær. Kauphöllin biðst velvirðingar á mistökunum og segist líta þetta mjög alvarlegum augum.
25. febrúar 2022
Mjólk, ostur og egg eru nú 7 prósentum dýrari en í fyrra.
Verðbólgan komin upp í 6,2 prósent
Bensínverð hefur hækkað um 20 prósent og verðið á húsgögnum hefur hækkað um 12,6 prósent á milli ára. Nú er verðbólgan komin upp fyrir sex prósent, í fyrsta skiptið í tæp tíu ár.
25. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Spyr hvort ríkisstjórnin reyni að knýja fram samþjöppun í ferðaþjónustu
Minnihluti efnahags- og viðskiptanefndar gagnrýnir skeytingarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart smærri rekstraraðilum í ferðaþjónustu. Nefndin spyr hvort það sé óorðuð stefna hennar að reyna að fækka fyrirtækjum í greininni.
24. febrúar 2022
Riddarahólmurinn í Stokkhólmi í Svíþjóð.
Önnur Norðurlönd glíma einnig við lítið framboð íbúða á sölu
Rétt eins og á Íslandi hefur mikill þrýstingur verið á fasteignamarkaðnum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á síðustu mánuðum. Hratt hefur gengið á framboð á eignum til sölu í löndunum þremur, sem er í lágmarki þessa stundina.
24. febrúar 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Hagstofa og innviðaráðherra takast á um húsnæðisliðinn
Innviðaráðherra skoraði á Hagstofu að mæla húsnæðisliðinn með öðrum hætti en gert er núna. Hagstofan hefur svarað að aðferðin sín sé í samræmi við alþjóðlega staðla, en bætir við að löggjafanum sé frjálst að breyta lögum um verðtryggingu.
22. febrúar 2022
Jónas Atli Gunnarsson
Stöðugleiki óskast í steinsteypu
22. febrúar 2022
Óeirðarlögregla mætti mótmælendum í Ottawa um helgina og handtók fjölda þeirra.
Sundrung í Kanada eftir umsátur vörubílstjóra og aðgerðir lögreglu
Kanadísk stjórnvöld bundu enda á þriggja vikna mótmæli vörubílstjóra í höfuðborg landsins um helgina. Mótmælin voru mjög óvinsæl á meðal almennings í landinu, en viðbrögðin við þeim hafa einnig mætt mikilli gagnrýni.
21. febrúar 2022
Bankaleki opinberar reikninga einræðisherra og glæpamanna hjá Credit Suisse
Upplýsingar um 30 þúsund viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse voru opinberaðar í gærkvöldi. Þar koma meðal annars í ljós viðskipti bankans við dæmda fjársvikara, spillta stjórnmálamenn og fólk sem stundaði peningaþvætti.
20. febrúar 2022
Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Tæknifyrirtækin allsráðandi á First North-markaðnum
Fjölmörg fyrirtæki sem eru í örum vexti einblína á tækniþróun með einhverjum hætti fóru í frumútboð á hlutabréfamarkað í fyrra á Norðurlöndum. Baldur Thorlacius hjá Nasdaq Iceland fer yfir stöðuna í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
20. febrúar 2022
SAS gengur í gegnum erfiða tíma þessa stundina.
Faraldurinn reynist norrænum flugfélögum erfiður
Hlutabréfaverð í skandinavísku flugfélögunum SAS og Flyr hafa lækkað töluvert á síðustu vikum og er hið fyrrnefnda sagt stefna í fjárhagslega endurskipulagningu. Norwegian, sem var á barmi gjaldþrots í fyrra, hefur hins vegar hækkað í virði.
18. febrúar 2022
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun stórgræðir á álverðstengingu
Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkissjóðs nemur 15 milljörðum króna í ár, sem er helmingi meira en í fyrra. Forstjóri félagsins segir bættan rekstur vera vegna alþjóðlegra verðhækkana á áli og orkusamninga sem taka mið af því.
18. febrúar 2022
Mikið af verðmætasköpuninni sem átti sér stað í fyrra var vegna verðhækkunar á málmum.
Útflutningstekjur jukust um 2,6 prósent af VLF vegna verðhækkana
Verðhækkanir á áli og öðrum málmum leiddu til mikillar aukningar í útflutningsverðmætum á síðustu mánuðum. Alls námu þær 2,6 prósentum af landsframleiðslu ársins 2020.
18. febrúar 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Fjarskiptaforstjórar hækka í launum samhliða bættum rekstri
Sýn og Síminn skiluðu bæði töluverðum hagnaði af starfsemi sinni í fyrra, en hann var að miklu leyti tilkominn vegna eignasölu. Forstjórar félaganna beggja hækkuðu einnig töluvert í launum á tímabilinu.
17. febrúar 2022
Neyslugleði ferðamanna aftur í eðlilegt horf
Hver ferðamaður sem kom til Íslands á tímum faraldursins eyddi mun meiri fjármunum hérlendis en á árunum áður, samkvæmt tölum um erlenda kortaveltu. Á síðustu mánuðum hefur neysla þeirra komist aftur í svipað horf og fyrir farsóttina.
17. febrúar 2022
Áhrif flöskuhálsa í alþjóðaflutningum á verðið á innfluttum vörum hafa verið takmörkuð hérlendis.
Dregur úr flöskuhálsum í Evrópu
Vísbendingar eru um að draga muni úr flöskuhálsum í framleiðslu innan Evrópusambandsins á næstunni. Í Bandaríkjunum gætir þó enn töluverðra vandræða í framboðskeðjunni, en samkvæmt markaðsaðilum gætu þau varað fram á mitt ár.
16. febrúar 2022
Höfuðstöðvar DNB í Osló, Noregi.
Mikill hagnaður hjá norsku bönkunum í fyrra
Líkt og íslensku bankarnir skiluðu norskir bankar miklum hagnaði af starfsemi sinni í fyrra. Búist er við áframhaldandi hagnaði samhliða hærri vöxtum.
15. febrúar 2022
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Vill samvinnu á vinnumarkaði til að viðhalda verðstöðugleika
Gylfi Zoega segir COVID-kreppunni nú vera lokið, en að helsta markmið hagstjórnar væri nú að halda verðbólgunni í skefjum. Til þess segir hann að gott samspil þurfi á milli Seðlabankans, ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins.
14. febrúar 2022
Kauphöllin eldrauð – evrópskir fjárfestar óttast innrás
Nær öll skráðu félögin í Kauphöllinni lækkuðu í verði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Hlutabréfaverð í Evrópu og Asíu hefur einnig hrunið eftir því sem óttinn um innrás Rússa í Úkraínu hefur aukist og olíuverð hefur hækkað.
14. febrúar 2022
Vonarstjörnur á hlutabréfamarkaði dofna
Áhugi fjárfesta á ýmsum fyrirtækjum sem hafa vaxið hratt í faraldrinum er byrjaður að dvína, en virði líftæknifyrirtækja, ásamt streymisveitum og samfélagsmiðlum, hefur minnkað hratt á síðustu vikum.
13. febrúar 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill selja hluta Íslandsbanka til hæfra fjárfesta
Fjármálaráðherra segir allt benda til þess að ásættanleg skilyrði séu fyrir frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka miðað við núverandi markaðsaðstæður. Samkvæmt Bankasýslu ríkisins ætti næsti söluáfanginn að vera í útboði til hæfra fjárfesta.
11. febrúar 2022
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.
Methagnaður hjá N1, Krónunni og ELKO
Smásölu- og orkufyrirtækin sem eru í eigu Festi skiluðu bestu rekstrarniðurstöðum sínum frá upphafi í fyrra. Á meðal ástæðna þess voru auknar tekjur frá N1 rafmagni.
10. febrúar 2022