Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshópinn
Telja tvöfalda skimun kosta þjóðarbúið allt að 20 milljarða króna
Starfshópur fjármálaráðuneytisins áætlar að þjóðarbúið verði af 13-20 milljörðum króna út árið vegna hertra aðgerða á landamærunum, en er þó óviss um eigin útreikninga.
15. september 2020
Lífeyrissjóðirnir umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði í mars
Svo virðist sem lífeyrissjóðirnir hafi fjárfest fyrir tugi milljarða króna í innlendum hlutabréfum í mars, ef eignir þeirra eru bornar saman við vísitölu Kauphallarinnar.
15. september 2020
Skúli Skúlason, eigandi PLAY.
PLAY verður að hluta til í eigu erlendra aðila
Eignarhald lággjaldaflugfélagsins PLAY verður að hluta til erlent en félagið verður þó að langmestu leyti í eigu Íslendinga, samkvæmt núverandi eiganda.
14. september 2020
Tekur minna en mánuð að hefja flugrekstur PLAY
Forstjóri og eigandi PLAY segja að þeir séu ekki að stefna á heimsyfirráð en búast við því að félagið nái stærri markaðshlutdeild en WOW air náði á fyrstu árum sinnar starfsemi.
14. september 2020
Mikill samdráttur hefur orðið á byggingarmarkaðnum
Þrýstingur eykst á húsnæðismarkaði
Fleiri íbúðir seljast, fleiri taka lán og verð gamalla íbúða hækkar, á meðan minna er byggt af nýjum íbúðum. Saman leiða þessir þættir til aukins þrýstings á húsnæðismarkaði.
10. september 2020
Norwegian í samtali við norska ríkið um meiri ríkisstuðning
Norska lággjaldaflugfélagið mun funda við samgönguráðherra Noregs seinna í mánuðinum, þar sem rætt verður um frekari stuðning frá hinu opinbera.
8. september 2020
Veitingageirinn í betri málum en í ESB
Fallið í ferðaþjónustu og veitingasölu á Íslandi í byrjun COVID-19 faraldursins í vor var nokkuð minna en í Evrópusambandinu, ef tölur Eurostat og Hagstofu eru bornar saman.
8. september 2020
Ferðamenn í Leifsstöð.
Segir aðkomu ríkisins vera „lykilatriði“ í rekstri Icelandair og Keflavíkurflugvallar
Fyrrum ráðgjafi hjá Schiphol-flugvelli segir mikilvægt af hinu opinbera að vera tilbúið til að verja alþjóðaflugvelli og þjóðarflugfélög falli í kreppum.
7. september 2020
Frá Ítalíu í sumar. Raforkunotkun minnkaði einna mest í Suður-Evrópu, sérstaklega á Kýpur og Ítalíu
Rafmagnsnotkun mun minni í ESB í ár
Alls minnkuðu aðildarríki Evrópusambandsins raforkunotkun sína um níu prósent í vor og byrjun sumars, miðað við sama tímabil í fyrra.
7. september 2020
Ennþá er töluverð eftirspurn eftir leigu atvinnuhúsnæðis.
Samdráttur á kaupum atvinnuhúsnæðis en ekkert hrun í leigu
Ennþá er nokkur eftirspurn eftir leigu á avinnuhúsnæði, þrátt fyrir að minna hefur verið keypt af þeim á síðustu mánuðum. Fasteignafélög segja núverandi vanda aðeins einskorðast við ferðaþjónustu og aðila í veitingageira.
7. september 2020
Minna var um erlenda ferðamenn hér á landinu í vor.
Lítill sem enginn þjónustuafgangur við útlönd
Hrun í ferðaþjónustu og farþegaflutningum hefur leitt til þess að útflutningur þjónustu er nær sá sami og innflutningur hennar í fyrsta skipti í 12 ár.
4. september 2020
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Hver komufarþegi kostaði samfélagið að minnsta kosti 80 þúsund krónur
Prófessor í hagfræði segir að Íslendingar hafi þurft að færa fórnir að andvirði tuga þúsunda króna með hverjum farþega sem kom til landsins í sumar.
3. september 2020
Frá fjölmiðlafundi Viðreisnar í morgun
Boðar 80 milljarða í flýttar fjárfestingar
Viðreisn vill verja 80 milljörðum króna í flýttum fjárfestingum hins opinbera og nefnir þar sérstaklega Borgarlínuna sem dæmi um slíka fjárfestingu.
3. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
13 prósent Íslendinga vilja slaka á sóttvarnaraðgerðum
Almenn ánægja ríkti með sóttvarnaraðgerðir á landamærum og innanlands í ágúst. Viðhorf til innanlandsaðgerða breyttist lítið, en mikla breytingu má sjá í viðhorfum til aðgerða á landamærum.
2. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands
Efnahagsástandið ekki verra á Nýja-Sjálandi
Þrátt fyrir harkalegar sóttvarnaraðgerðir benda nýjustu hagtölur til þess að efnahagsástand Nýja-Sjálands sé ekki verra en á öðrum Vesturlöndum.
1. september 2020
Þyrfti tvöfalt fleiri skammta til að ná hjarðónæmi
Svíar tryggðu Íslendingum aðgang að 317 þúsund skömmtum af Oxford-bóluefninu gegn COVID-19 í síðustu viku, en þörf er á tvöfalt fleiri skömmtum svo að þjóðin nái hjarðónæmi.
1. september 2020
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
„Ósamhverf og óskýr“ fjármálastefna
Hætta er á lausung í stjórn opinberra fjármála með nýrri fjármálastefnu ef hagvöxtur verður meiri en búist var við, samkvæmt nýju áliti fjármálaráðs.
31. ágúst 2020
Hagstofa telur að samkomubannið hafi haft fjölþætt áhrif sem skiluðu sér í minni eftirspurn og þjónustu á tímabilinu.
Sögulegur samdráttur og sá mesti á Norðurlöndunum
Aldrei hefur landsframleiðsla minnkað jafnmikið og á nýliðnum ársfjórðungi hér á landi, en samdrátturinn á tímabilinu var einnig mestur allra Norðurlanda, samkvæmt áætlunum Hagstofu.
31. ágúst 2020
QAnon stuðningsmaður á kosningafundi hjá Trump
Hvað er QAnon?
Samsæriskenningahópur sem er hliðhollur Bandaríkjaforseta og skilgreindur sem hryðjuverkaógn þar í landi hefur orðið áberandi á netheimum á síðustu árum. Forsetinn segist vita lítið um hópinn en sé þakklátur fyrir stuðninginn.
23. ágúst 2020
Umdeild formúla fyrir stúdentspróf í Englandi setur ráðherra í klemmu
Menntamálaráðherra Englands hefur mætt harðri gagnrýni fyrir að láta umdeilda reikniformúlu ákvarða stúdentseinkunnir í stað samræmdra prófa í vor. Í vikunni tók hann svo U-beygju til að reyna að komast til móts við gagnrýnina.
22. ágúst 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Hagnaður Landsvirkjunar dregst saman um 41 prósent
Landsvirkjun hefur fundið fyrir eftirspurnarminnkun á orku vegna heimsfaraldursins samkvæmt forstjóra fyrirtæksins.
21. ágúst 2020
Hið opinbera hefur ferðast lítið á síðustu mánuðum vegna kórónuveirunnar.
Ríkissjóður sparaði 1,1 milljarð vegna færri ferðalaga
Útgjöld ríkissjóðs vegna ferðalaga drógust saman um 55 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins, en lækkunina má rekja til færri ferðalaga vegna heimsfaraldursins.
21. ágúst 2020
Kvika hagnast um milljarð á fyrri árshelmingi
Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi fyrir skatta nam 1.016 milljónum króna, þrátt fyrir mikinn samdrátt í fjárfestingatekjum.
20. ágúst 2020
Skipaþjónustuklasinn gæti skapað fjölda starfa í bæjarfélaginu.
Mögulegur skipaþjónustuklasi og kolefnisförgun í Reykjanesbæ
Reykjanesbær stefnir að uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað yfir hundrað störf, auk þess sem hann hefur samþykkt að heimila rannsóknarvinnu á kolefnisförgun í Helguvík.
20. ágúst 2020
Fasteignaverð hækkar vegna minna framboðs
Fasteignaviðskipti voru mikil og verð hækkaði hratt á höfuðborgarsvæðinu í sumar, en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur að búast megi við miklum verðhækkunum í ljósi minnkandi framboðs á fasteignum til sölu.
20. ágúst 2020