Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
27. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
26. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
24. október 2020
Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Sýn langt komið í sölu á farsímainnviðum
Sýn fetar í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja og er langt komið með að selja og endurleigja óvirka farsímainnviði félagsins. Söluhagnaður fyrirtækisins gæti numið yfir sex milljörðum króna.
23. október 2020
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
22. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
Lágar skuldir og hátt þjónustustig í Reykjavík
Skuldir A-hluta Reykjavíkurborgar eru minni en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þegar tekið er tillit til mannfjölda. Þrátt fyrir það virðist þjónustustigið þar vera hærra en í mörgum öðrum sveitarfélögum.
22. október 2020
Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar
Landsvirkjun spyr hvort Norðurál sé að þvinga niður raforkuverð
Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um misnotkun á markaðsstöðu og segir þær keimlíkar hótunum sem móðurfyrirtæki þess hefur beitt orkusölum í Bandaríkjunum.
21. október 2020
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum
Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.
21. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
19. október 2020
Aukið líf á leigumarkaði
Leiguverð hefur lækkað á sama tíma og fleiri íbúðir eru lausar fyrir langtímaleigu eftir hrun í komu erlendra ferðamanna. Á sama tíma hefur virknin aukist, en september var metmánuður í þinglýsingu leigusamninga.
18. október 2020
Katrín Ólafsdóttir, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Smæð og fjöldi verkalýðsfélaga vekur spurningar um skilvirkni
Hagfræðidósent segir að sameining íslenskra stéttarfélaga gæti aukið skilvirkni kjarasamninga og stöðu félaganna við samningaborðið.
17. október 2020
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Þýskaland, Frakkland og Bretland herða aðgerðir
Samhliða fjölgun smita í haustbylgju kórónuveirufaraldursins í Evrópu hafa þrjú Evrópulönd tilkynnt hertar svæðisbundnar sóttvarnaraðgerðir.
15. október 2020
ASÍ telur, ásamt BSRB og BHM að ýmsir viðkvæmir hópar hafi fundið sérstaklega illa fyrir kreppunni.
Segja kreppuna þungt högg fyrir unga og erlenda ríkisborgara
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ, BSRB og BHM segir efnahagsleg áhrif núverandi kreppu koma sérstaklega þungt niður á ýmsum hópum sem standa höllum fæti á vinnumarkaðnum.
15. október 2020
Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Kreppan dýpri og sneggri en á öðrum Norðurlöndum
Ísland mun finna mest allra Norðurlanda fyrir efnahagslegum afleiðingum núverandi kreppu þótt að búist sé við því að viðspyrnan verði hraðari hér, samkvæmt nýrri spá AGS.
15. október 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja jafnt atkvæðavægi
Þingmönnum Suðvesturkjördæmis gæti fjölgað um fimm auk þess sem þingmönnum Norðvesturkjördæmis gæti fækkað um þrjá, yrði nýtt frumvarp þingmanna Viðreisnar að lögum.
13. október 2020
Sjókvíar á Vestfjörðum
Gildi kaupir fyrir 3,3 milljarða í Arnarlaxi
Mikil sókn er í laxeldi hér á landi, en umfang þess hefur tífaldast á síðustu fimm árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi tilkynnti í dag fyrirhugaða fjárfestingu í stærsta laxeldisfyrirtæki landsins upp á 3,3 milljarða.
13. október 2020
Sérfræðingarnir hafa ýmsar hugmyndir til að berjast gegn nýlegri aukningu atvinnuleysis.
Vilja sértækar aðgerðir á vinnumarkaði
Sjö greinarhöfundar í Vísbendingu hafa kallað eftir sértækum aðgerðum til þess að bregðast við atvinnuleysi sem hefur náð sögulegum hæðum vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar.
11. október 2020
Samkvæmt hagfræðikenningum ætti hlutfall erlendra fjárfestinga lífeyrissjóðanna að vera hærra en það er núna
Erlendar eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast
Rúmur þriðjungur allra eigna lífeyrissjóðanna er bundinn í erlendri mynt og hefur það hlutfall aldrei verið jafnhátt. Hagfræðingar hafa bent á að ákjósanlegt hlutfall væri að lágmarki 40 til 50 prósent hér á landi.
10. október 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Biden og Trump yrðu ekki á sama stað í næstu kappræðum
Forsetaframbjóðendur Bandaríkjanna, Joe Biden og Donald Trump, myndu ekki vera á sama stað í næstu kappræðum þeirra, samkvæmt úrskurði kappræðunefndar þar í landi.
8. október 2020
Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir Svíþjóðar.
Smitum fjölgar ört í Svíþjóð
Vonir um að Svíþjóð myndi ekki verða fyrir haustbylgju kórónuveirufaraldursins í Evrópu virðast farnar, en daglegum smitum fer þar ört fjölgandi á mörgum stöðum landsins.
7. október 2020
Útflutningur sjávarafurða ekki verið meiri í fimm ár
Samhliða mikilli gengisveikingu hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist töluvert á síðustu mánuðum. Nýliðinn ársfjórðungur hefur verið sá gjöfulasti í fimm ár í greininni.
6. október 2020
AGS hvetur til fjárfestingar hins opinbera
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur verið þekktur fyrir að boða aga í opinberum fjármálum, hvetur nú tekjuhá lönd til að hugsa minna um skuldasöfnun og auka fjárfestingar hins opinbera.
6. október 2020