Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Frá Borgartúni í Reykjavík
COVID-19 bítur fasteignafélögin
Rekstrarskilyrði fasteignafélaganna þriggja í Kauphöllinni, Reita, Regins og Eikar, hafa versnað vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Þar vega hóteleignir félaganna þyngst.
22. nóvember 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra.
Vilja breyta fánalögum og afnema lögverndun hagfræðinga
Titillinn hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða bókari myndi ekki njóta lagalegrar verndar verði nýtt frumvarp nýsköpunarráðherra samþykkt.
18. nóvember 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
„Þurfum ekki að berja vaxtarófið með kaupum sisona“
Seðlabankastjóra þykir skilning skorta á peningahagfræði í litlum opnum hagkerfum í umræðum um það hvort bankinn sé að gera nóg til að lækka langtímavexti.
18. nóvember 2020
Gjaldtaka fyrir landamæraskimun afnumin
Frá og með næstu mánaðamót mun ekki verða rukkað fyrir skimun gegn COVID-19 á landamærunum.
17. nóvember 2020
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
Aukinn kraftur í magnbundna íhlutun Seðlabankans
Þrátt fyrir að hafa tilkynnt allt að 150 milljarða króna kaup á ríkisskuldabréfum í vor hafði Seðlabankinn aðeins keypt innan við eitt prósent af þeim fimm mánuðum seinna. Á síðustu vikum hefur bankinn þó aukið kaup sín töluvert.
16. nóvember 2020
Sagan endurtekur sig – Borg á ný í spennitreyju
Mikill fjöldi fólks bjó á Bræðraborgarstíg 1, þrátt fyrir að húsið hafi ekki verið stórt og ekki í góðu ásigkomulagi. Hvers vegna bjuggu svona margir þar við slæmar aðstæður í einu af dýrustu hverfum landsins?
15. nóvember 2020
Flugfélagið Norwegian gæti orðið gjaldþrota á næstunni, en vörumerkið gæti lifað áfram.
Eru dagar Norwegian taldir?
Heimsfaraldurinn, MAX-vandamál og neitun um ríkisaðstoð hefur leitt lággjaldaflugfélagið Norwegian að barmi gjaldþrots. Sérfræðingar telja lífslíkur félagsins í núverandi mynd litlar sem engar, þótt mögulegt sé að nafn þess og vörumerki geti lifað áfram.
14. nóvember 2020
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Segir eðlilegra að hlúa að grunnstoðum heldur en að örva hagkerfið
Aðalhagfræðingur Kviku banka segir dýrmætt svigrúm til peningaprentunar hafa verið nýtt í húsnæðismarkaðinn til fólks sem stendur betur en meðalmaðurinn í stað þeirra sem þurfa meira á fjármagni að halda í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
14. nóvember 2020
Aðstæður á Landakoti meginorsök hópsýkingarinnar
Engin loftræsting ásamt fáum salernum, ófullnægjandi hólfaskiptingu og litlum kaffistofum eru meðal fjölmargra ástæðna COVID-19 hópsýkingarinnar sem braust þar út og hefur kostað fjölda manns lífið, samkvæmt skýrslu frá Landspítalanum.
13. nóvember 2020
Tökur enn í gangi þrátt fyrir sóttvarnareglur
Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa náð að halda áfram starfsemi sinni, þrátt fyrir fjöldatakmörk og tveggja metra fjarlægð. Framleiðsludeild RÚV fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu og mega þar 20 manns starfa í hverju rými.
12. nóvember 2020
Búist er við mikilli aukningu fyrstu kaupenda íbúðamarkaði á næstu árum, samhliða minna húsnæðisframboði
Merki um þrýsting á næstu árum
Mánaðarskýrsla HMS bendir á að fjöldi fyrstu húsnæðiskaupenda gæti aukist í náinni framtíð, auk þess sem spáð er áframhaldandi samdrætti í byggingariðnaði. Hvort tveggja gæti leitt til uppsafnaðrar íbúðaþarfar og verðhækkana á húsnæðismarkaði.
11. nóvember 2020
33 prósent Íslendinga gætu fengið bóluefnið frá Pfizer með samningi ESB, en það væri ekki nóg til að mynda hjarðónæmi.
Þriðjungur Íslendinga gæti fengið Pfizer-bóluefnið
Evrópusambandið semur nú um kaup á allt að 300 milljónum skammta af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Gangi sá samningur eftir mætti búast við að þriðjungur Íslendinga yrði bólusettur af því.
10. nóvember 2020
Tíu fjárfestar vilja eignast Skeljung
Ingibjörg Pálmadóttir, ásamt eigendum Re-Max á Íslandi, hjónunum Sigurði Bollasyni og Nönnu Björk Ásgrímsdóttur og fimm breskum fjárfestum, yrðu eigendur Skeljungs ef nýtt yfirtökutilboð þeirra verður samþykkt.
9. nóvember 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra
Skilmálar Stuðnings-Kríu mæta gagnrýni
Stuðningslán til sprotafyrirtækja hafa mætt gagnrýni vegna harðra skilmála, auk þess sem afleiðingar þeirra eru ekki í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Nýsköpunarráðuneytið segir það hins vegar réttlætanlegt þar sem um neyðaraðgerð var að ræða.
8. nóvember 2020
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi
Hagnaður Festar minnkar
Fasteigna-olíu- og smásölufyrirtækið Festi hefur skilað hagnað af öllum flokkum starfsemi sinnar það sem af er ári. Hins vegar er hagnaðurinn nokkuð minni en á sama tíma í fyrra.
5. nóvember 2020
Húsnæði embættis ríkisskattstjóra
Skatturinn og skattrannsóknarstjóri sameinast
Embætti skattrannsóknarstjóra mun sameinast Skattinum, verði nýtt frumvarp fjármálararáðherra að lögum.
4. nóvember 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden forsetaefni Demókrata
10 staðreyndir um kosninganóttina
Í nótt verður kjörstöðum lokað í Bandaríkjunum og hefst þá talning atkvæða fyrir forseta þar í landi. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir sem gætu komið að notum fyrir kosninganóttina.
3. nóvember 2020
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Engin bankakreppa
Ólíkt síðustu efnahagskreppu má ekki sjá samdráttarmerki í þremur stærstu bönkum landsins, sem hafa allir skilað milljarðahagnaði það sem af er ári. Hvernig má það vera?
3. nóvember 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
30. október 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Kallar eftir „ákveðni“ stjórnvalda í sóttvarnaraðgerðum
Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors hefur Ísland forskot í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19, auk þess sem reynsla frá öðrum löndum sýni að harðar sóttvarnaraðgerðir hafi verið árangursríkar.
30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
30. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
28. október 2020