Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin heldur því fram að atvik hafi verið sviðsett
Jón Baldvin Hannibalsson hafnaði öllum ásökunum sem nýlega hafa verið settar fram á hendur hon­um um kynferðisbrot í Silfrinu í dag. Hann tilkynnti jafnframt að hann ætli að gefa út bók um málið.
3. febrúar 2019
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ svarar gagnrýni fjármálaráðherra
Alþýðusamband Íslands gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra þess efnis að tillögur sambandsins um breytingar í skattkerfinu muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist.
2. febrúar 2019
Hrunið hér miklu dramatískara og hafði meiri bein áhrif en annars staðar
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, sem sat í starfshópnum sem skrifaði Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, segir að það hafi komið á óvart hversu sterk neikvæð orð Íslendingar notuðu til að lýsa skoðun sinni á bankakerfinu.
2. febrúar 2019
Mögulega margir bótaskyldir vegna United Silicon
Unnin hefur verið skýrsla fyrir þá fimm lífeyrissjóði sem fjárfestu í United Silicon, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrra. Í skýrslunni segir að skoða þurfi hvort þeir opinberu aðilar og ráðgjafar sem komu að verkefninu séu bótaskyldir.
2. febrúar 2019
Heimavellir verði afskráð úr kauphöllinni
Óhætt er að segja að Heimavellir hafi verið stuttan tíma á markaði.
1. febrúar 2019
Reykjavíkurborg hyggst heimila húseigendum að gera þúsundir aukaíbúða
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík vilja heimila 1.730 íbúðir í þremur grónum hverfum, Ártúnsholti, Árbæ og Selási. Sambærilegar heimildir verði svo veittar í öðrum borgarhlutum en ljóst er að þær verða misjafnar eftir hverfum.
1. febrúar 2019
Liv, Magnús og Jakob Valgeir ný í stjórn Iceland Seafood
Benedikt Sveinsson kveður félagið eftir áratugastarf.
31. janúar 2019
Eru ekki að tala fyrir því að bankarnir verði seldir á einni nóttu
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, sem sat í Hvítbókarhópnum, segir að arðsemi ríkisbankanna á undanförnum árum hafi að uppistöðu í raun verið pappírshagnaður. Ekki sé hægt að vænta þess að hún verði svo há í framtíðinni.
31. janúar 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja kynnir frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla
Lilja Alfreðsdóttir kynnti í dag drög að frumvarpi um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Frumvarpið veitir stjórnvöldum heimild að styrkja einkarekna fjölmiðla með því að endurgreiða þeim allt að 25 prósent af ritstjórnarkostnaði.
31. janúar 2019
Hagnaður Haga 1,8 milljarðar
Hagar högnuðust um um 1,764 millj­arða á þriðja árs­fjórðungi rekstr­ar­árs fé­lags­ins í fyrra. Söluaukning félagsins var 4 prósent á milli ára og viðskiptavinum Haga hefur fjölgað um 1,6 prósent. Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl eftir 12 ár í rekstri.
31. janúar 2019
Þorsteinn Már: Álit Umboðsmanns enn einn sigur okkar
Forstjóri Samherja gagnrýnir Seðlabanka Íslands, en segist gera sér hóflegar væntingar um að málinu ljúki þegar bankaráð skilar skýrslu til forsætisráðherra.
30. janúar 2019
Íslandsbanki hættir að láta Fitch meta lánshæfi sitt
Íslandsbanki hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sitt við eitt matsfyrirtæki sem metið hefur lánshæfismat bankans.
30. janúar 2019
Ekki marktækur munur á álagningu á íbúðalán hér og á Norðurlöndunum
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, sem sat í starfshópnum sem skrifaði Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, segir að sértækir skattar á banka leggist að lokum á neytendur. Hún er gestur 21 á Hringbraut í kvöld.
30. janúar 2019
Orkuveita Reykjavíkur
Nefndarmenn starfskjaranefndar Orkuveitunnar fá 25 þúsund krónur á tímann
Starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur ákvarðaði í síðasta mánuði að hækka tímakaup sitt í 25 þúsund krónur á klukkutímann. Formaður nefndarinnar fær 37.500 krónur fyrir hvern unninn klukkutíma. Starfskjaranefnd ákvarðar meðal annars laun forstjóra OR.
30. janúar 2019
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Segja frávísunartillöguna ekki vera stuðningsyfirlýsingu við formennsku Bergþórs
Frávísunartillagan sem samþykkt var á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun sneri einungis að tillögu þess efnis að setja ætti af formann nefndarinnar, samkvæmt þing­flokks­for­mönnum VG, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
29. janúar 2019
Alþingistíðindi
Alþingistíðindi frá 1845 til 2009 komin á netið
Nú eru Alþingistíðindi aðgengileg blaðsíðu fyrir blaðsíðu á vefnum www.althingistidindi.is.
29. janúar 2019
Tillögu um að Bergþór myndi stíga til hliðar sem formaður vísað frá
Bergþór Ólason stýrði fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Björn Leví Gunnarson, þingmaður Pírata, yfirgaf fundinn áður en honum lauk, ósáttur við að Bergþór skyldi sitja áfram sem formaður.
29. janúar 2019
Björn Zoëga
Björn Zoëga ráðinn for­stjóri Karolinska
Fyrr­verandi for­stjóri Land­spítalans hefur verið ráðinn for­stjóri Karolinska sjúkra­hússins í Sví­þjóð.
29. janúar 2019
Kauphöllin vill birta hluthafalista á nýjan leik
Kauphöllin hefur sent erindi til Persónuverndar þess efnis að Kauphöllin vilji geta á ný birt lista yfir stærstu hluthafa skráðra félaga. Kauphöllin hætti að birta hluthafalista síðasta sumar vegna nýrra persónuverndarlaga.
29. janúar 2019
Prestar fá allt að auka mánuð greiddan gegnum fastan rekstrarkostnað
Prestar fá árlega fasta upphæð greidda til reksturs embætta þeirra. Á árunum 2013 til 2017 greiddi þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði.
28. janúar 2019
Persónuvernd varar við hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum
Persónuvernd hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem varað er við þeim hættum sem nú steðja að lýðræðislegum kosningum vegna samfélagmiðla.
27. janúar 2019
Segir Ísland einungis taka upp 13,4 prósent gerða frá ESB
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mörgum mýtum vera haldið á lofti um EES-samninginn í annarlegum tilgangi.
27. janúar 2019
Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson
Þriðja stærsta stéttarfélag landsins verður til við sameiningu tveggja félaga
Á aðalfundum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu sem lauk í dag voru ný lög og heiti sameinaðs félags samþykkt en það heitir Sameyki stéttarfélag.
26. janúar 2019
Mikill áhugi á Íslandi frá Rússlandi og Asíu
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á að vekja athygli á norðurslóðamálum. Hann segir flestar þjóðir heims vera að líta til svæðisins.
26. janúar 2019
Heimilisnotkun raforku mun aukast næstu áratugina vegna rafbílavæðingar
Ný skýrsla raforkuhóps Orkuspárnefndar er komin út en þar eru dregnar fram þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun 2018 til 2050.
26. janúar 2019