Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Stofna samráðshóp um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga
Tækniþróun síðustu ára hafa skapað aðstæður sem geta leitt af sér nýjar ógnir við lýðræði sem aftur getur leitt af sér að reynt verði að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður kosninga í lýðræðisríkjum, að því er fram kemur hjá Persónuvernd.
4. júlí 2021
Valitor selt á 12,3 milljarða króna
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, sem hefur verið til sölu hjá Arion banka frá árinu 2018, hefur loksins verið selt. Með sölunni býst Arion banki við að umfram eigið fé sitt muni aukast um þrjá milljarða króna.
1. júlí 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Arðgreiðslur heimilar og veðsetning fasteignalána lækkar í 80 prósent
Einungis fyrstu kaupendur geta nú fengið meira en 80 prósenta lán fyrir fasteignakaup sín, samkvæmt nýrri yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans.
30. júní 2021
Orri Jónsson segir að það hafi verið mjög sérstakt hvernig Jóhann komst í þá stöðu að verða eitt eftirsóttasta kvikmyndatónskáld Hollywood.
Skapandi óreiða Jóhanns Jóhannssonar – síðpönk, diskó og Hollywood-frægð
Annar höfundur heimildarmyndar um tónskáldið Jóhann Jóhannsson segir að ferill hans ætti að veita innblástur öllum manneskjum sem hafa áhuga á sköpunarmættinum því að saga hans sé frábært dæmi um það hversu langt er hægt að komast á barnslegri forvitni.
28. júní 2021
Sjálfstyrkingarnámskeið með jóga og tónlist um landið fyrir unglinga
Þrjár ungar konur standa á bakvið verkefnið „Þitt sannasta sjálf“. Safnað er fyrir því á Karolina Fund.
27. júní 2021
Fleiri kvenstjórnendur en karlstjórnendur upplifa að dómgreind þeirra sé dregin í efa
Í nýrri íslenskri rannsókn kemur fram að fleiri konur upplifi að talað hafi verið niður til þeirra á vinnustaðnum. Þegar konur eru stjórnendur eru meiri líkur á því að þær upplifi grófan talsmáta og óviðeigandi brandara.
22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
22. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Vantraust á ríkisstjórn Löfven samþykkt
Sænska þingið samþykkti vantrausttillögu sem Svíþjóðardemókratar lögðu fram.
21. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
19. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
16. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku handsala samstarfið. Hjá þeim standa Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis og Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og auðlindagarðs HS Orku.
Samherji áformar 45 milljarða króna landeldi við Reykjanesvirkjun
Samherji fiskeldi ætlar sér að framleiða allt að 40 þúsund tonn af laxi í landeldisstöð á Reykjanesi. Fyrirtækið hefur náð samningum við HS Orku um uppbygginguna, en ylsjór frá Reykjanesvirkjun verður nýttur við matvælaframleiðsluna.
15. júní 2021
Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson ætlar ekki að þiggja annað sætið
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ætlar ekki að taka sæti á lista flokksins í kjördæminu ef varaformaður Sjálfstæðisflokksins sigrar hann í oddvitaslag um komandi helgi.
15. júní 2021
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Kalla eftir því að SA og SAF fordæmi framgöngu Play
Í ályktun formannafundar ASÍ er þess krafist að Play gangi til kjarasamninga við það launafólk sem á að vinna samkvæmt þeim kjarasamningum. Samtökin segja Play fara gegn skipulagðri verkalýðshreyfingu með samningum við Íslenska flugstéttarfélagið.
15. júní 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir í tímabundið leyfi frá störfum
Mennta- og menningarmálaráðherra er komin í tímabundið leyfi frá störfum samkvæmt læknisráði.
15. júní 2021
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
12. júní 2021
Ríkissaksóknari ætlar ekki áfrýja dómi í Bræðraborgarstígsmálinu
Marek Moszczynski var metinn ósakhæfur og sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins í síðustu viku. Nú liggur fyrir ákvörðun ríkissaksóknara um áfrýjun.
10. júní 2021
Jónsi í Sigur Rós.
Ríkissaksóknari áfrýjar í máli Sigur Rósar
Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu skattsvikamáls gegn meðlimum Sigur Rósar.
8. júní 2021
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
SFS segja fríverslunarsamning við Breta vonbrigði
Ísland hefði átt að sækjast eftir auknum markaðsaðgangi í Bretlandi í nýsamþykktum fríverslunarsamningi, að mati framkvæmdastjóra SFS.
8. júní 2021
Kápa „Rósu“.
Sálfræðitryllir um Rósu í flóknum veruleika geðveikinnar
Rósa lifði lífi sem hefði getað orðið eðlilegt. Það tekur hins vegar krappa beygju niður á við eftir fráfall nokkurra vikna dóttur hennar. Þetta er efniviður nýjustu bókar Guðrúnar Sæmundsen. Hún safnar nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
6. júní 2021