Meiri hagnaður af tóbakssölu en áfengissölu hjá ÁTVR
Hagnaður ÁTVR í fyrra var rúmlega 1,2 milljarður króna. Stór hluti hans virðist tilkominn vegna tóbakssölu. Forstjóri ÁTVR segir að hlutfallslega sé meiri hagnaður af tóbakinu en áfenginu. Hann hefur hins vegar miklar áhyggjur af markaðshlutdeild Haga.
20. júlí 2016