Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Þórður Snær Júlíusson
Af hverju mega stærstu eigendur banka ekki fá að vita hverjir fengu að kaupa með afslætti?
2. apríl 2022
Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Sameyki býr sig undir „harðar vinnudeilur“ með því að efla verkfallssjóð sinn
Samþykkt var á aðalfundi Sameykis í gær að hækka félagsgjald tímabundið til tveggja ára. Tilgangurinn er að styrkja svokallaðan Vinnudeildusjóð félagsins. Formaður þess býst við hörðum kjaradeilum á árinu.
1. apríl 2022
Samþykkt var að halda áfram að selja hlut í Íslandsbanka í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í ráðherranefnd um efnahagsmál sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og viðskipta- og menningarmálaráðherra.
140 einkafjárfestar keyptu fyrir 16,1 milljarð í Íslandsbanka – Fengu um 700 milljóna afslátt
Alls fengu 209 aðilar að kaupa í Íslandsbanka í síðustu viku í lokuðu útboði. 85 prósent þeirra voru innlendir, og þar af fengu 140 einkafjárfestar að kaupa hlut með afslætti. Alls 59 fjárfestar keyptu fyrir minna en 30 milljónir króna.
1. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þrýst á að listi yfir litlu fjárfestana sem fengu að kaupa í Íslandsbanka á afslætti verði birtur
Hluthafar Íslandsbanka munu þurfa að bera saman lista með á sextánda þúsund nöfnum til að finna út hvaða litlu fjárfestar fengu að kaupa í bankanum. Sögur ganga um að miðlarar hafi hringt í valda viðskiptavini og hleypt þeim að kaupum með afslætti.
1. apríl 2022
ÁTVR hætt við að áfrýja niðurstöðu í máli gegn vefverslunum vegna afstöðu ráðherra
Héraðsdómur vísaði fyrr í mánuðinum frá máli ÁTVR gegn tveimur vefverslunum sem selja áfengi en stofnunin sagðist ætla að áfrýja. Tveir ráðherrar sögðu í kjölfarið að breyta þyrfti fyrirkomulagi áfengissölu á Íslandi.
31. mars 2022
Fyrrverandi starfsmaður GAMMA fór í mál til að fá bónusinn sinn ... og vann
Fjármálafyrirtækið GAMMA fór með himinskautunum um tíma, en féll með látum á árinu 2019 og er ekki til í sömu mynd lengur. Starfsmenn þess áttu þá inni kaupauka sem stjórn félagsins ákvað að borga ekki, enda fjarað undan tekjum GAMMA.
31. mars 2022
Laugardalshöllin var vígð í desember1965 og átti upphaflega að duga í 20 ár. Nú eru liðin rúm 66 ár frá vígslu hennar.
Ríkið hefur mánuð til að leggja fram fé í þjóðarhöll, annars byggir borgin íþróttahús á bílastæði
Árum saman hefur aðstöðuleysi barna og ungmenna sem æfa hjá Þrótti eða Ármann verið tengt við uppbyggingu nýjum þjóðarleikvöngum fyrir knattspyrnu og inniíþróttir. Sameiginlegur kostnaður hefur verið áætlaður allt að 24 milljarðar króna.
31. mars 2022
Arnar Þór Jónsson.
Vill að nefnd rannsaki samkrull „valdhafa og fjölmiðla á síðustu tveimur árum“
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa áhyggjur af því að hérlendis hafi verið farið í áróðursherferð í nafni gagnrýnnar hugsunar þegar fólki er sagt hverju það eigi að trúa og hverju ekki um kórónuveirufaraldurinn.
30. mars 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Hann kynnti drög að frumvarpi sem á að hækka þak á erlendra fjárfestingar lífeyrissjóða í hægum skrefum í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í þessum mánuði.
Lífeyrissjóðirnir vilja fara miklu hraðar út – Óttast annars bólumyndun innanlands
Frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra um að hækka þak á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða hafa valdið djúpstæðri óánægju á meðal stærri sjóða. Þeir telja að hækkunin verði að ganga mun hraðar fyrir sig.
29. mars 2022
Kaupendur að hlut í Íslandsbanka hafa þegar hagnast um 4,5 milljarða króna
22,5 prósent hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka sem var seldur í lokuðu útboði fyrir 52,65 milljarða króna til nokkur hundruð aðila sem flokkast „fagfjárfestar“ fyrir viku síðan er nú 57,15 milljarða króna virði.
29. mars 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur endanlega ákvörðun um sölu á hlut í ríkisbanka.
Hverjir eru æskilegir eigendur að íslenskum viðskiptabanka og hvernig er best að selja hann?
Í rúmlega níu ár hafa verið í gildi lög um hvernig selja eigi banka í eigu íslenska ríkisins. Það hefur tekið mun lengri tíma en lagt var upp með að hefja það ferli og mikillar tortryggni gætir gagnvart hverju skrefi sem er stigið.
25. mars 2022
Þórður Snær Júlíusson
Þetta er Ísland ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
24. mars 2022
Ríkisstjórnin kynnti nokkra efnahagslega aðgerðarpakka til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins á síðustu tveimur árum.
Húsnæðisverð hækkaði meira á Íslandi í faraldrinum en á hinum Norðurlöndunum
Ný norræn skýrsla sýnir að norrænu hagkerfin hafi tekist á við heimsfaraldurinn betur en flest önnur ríki Evrópu þótt neikvæð áhrif hafi allsstaðar verið umtalsverð. Neikvæðu áhrifin voru meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.
23. mars 2022
Alls 22,5 prósenta hlutur í Íslandsbanka seldur með 2,25 milljarða króna afslætti
Bjarni Benediktsson er búinn að ákveða að ríkissjóður selji stóran hlut í Íslandsbanka fyrir 52,65 milljarða króna. Ríkið mun eiga 42,5 prósent hlut í bankanum og hefur selt bréf í honum fyrir 108 milljarða króna frá því í fyrrasumar.
23. mars 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í pontu á flokksþingi flokksins um helgina.
Rússar vilja að Sigurður Ingi biðjist afsökunar á ummælum um „illmennin í Kreml“
Formaður Framsóknarflokksins ræddi innrás Rússa í Úkraínu í ræðu sem hann flutti um helgina. Þar sagðist hann vona að rússnesku þjóðinni bæri „gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“. Rússneska sendiráðið vill formlega afsökunarbeiðni.
22. mars 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kom fram að hún ætlaði sér að selja eignarhluti í bönkum á kjörtímabilinu.
Tók nokkra klukkutíma að selja 20 prósent hlut í Íslandsbanka sem er 49 milljarða virði
„Hæfir fjárfestar“ hafa þegar skráð sig fyrir þeirri lágmarksstærð sem var boðin til sölu í Íslandsbanka fyrr í dag. Tilkynnt verður um niðurstöðu söluferlis fyrir opnun markað á morgun. Þá kemur í ljós hvað Bjarni Benediktsson ákvað að selja stóran hlut.
22. mars 2022
Bjarni Benediktsson tekur lokaákvörðun um útboðsgengi og hversu mikið verður selt.
Ríkið selur að minnsta kosti 20 prósent í Íslandsbanka fyrir opnun markaða á morgun
Í dag var tilkynnt um að söluferli á að minnsta kosti 20 prósent hlut í Íslandsbanka væri hafið, og að tilkynnt yrði um niðurstöðu þess á morgun fyrir opnun markaða. Íslenska ríkið verður minnihlutaeigandi í bankanum þegar viðskiptin eru frágengin.
22. mars 2022
Milljarðar úr ríkissjóði til tekjuhæstu hópanna vegna skattaafsláttar
Eðlisbreyting hefur orðið á stuðningi ríkisins við heimili með húsnæðislán á síðustu árum. Áður fór mest til tekjulægri og yngra fólks.
22. mars 2022
Bókanir í ferðaþjónustu „fugl í skógi ekki í hendi“ að mati Seðlabanka Íslands
Þótt lifnað hafi yfir bókunum í ferðaþjónustu séu þær með sveigjanlegri skilmálum en áður og því ekki í hendi. Stríðið í Úkraínu og afleiddar afleiðingar þess muni líklega draga úr ferðavilja að mati bankans.
22. mars 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapað yfir milljarði á þremur árum – Tapið var 240 milljónir í fyrra
Hópurinn sem keypti Torg um mitt ár 2019 hefur sett samtals 1,5 milljarð króna í kaupverð og hlutafjáraukningar síðan að gengið var frá kaupunum. Torg hefur síðan stækkað með sameiningum en tapar umtalsverðum fjárhæðum á hverju ári.
22. mars 2022
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Erlendir aðilar seldu í Arion banka fyrir 55 milljarða en keyptu í Íslandsbanka fyrir tíu
Hrein nýfjárfesting erlendra aðila var neikvæð um alls 117 milljarða króna á árunum 2020 og 2021. Fjárfestar sem höfðu veðjað á ágóða í eftirköstum hrunsins seldu eignir og fóru í kjölfar þess að höftum var aflétt. Lítið kom inn í staðinn.
21. mars 2022
Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur vann en fékk undir helming atkvæða og íhaldsarmurinn hirti næstu sæti
Nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Hildur Björnsdóttir, tilheyrir frjálslyndari og framsæknari hluta borgarstjórnarflokks hans. Aðrir sem eru nálægt henni í skoðunum náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjöri flokksins.
20. mars 2022
Þórður Snær Júlíusson
Stjórnmálamenn sem eru logandi hræddir við „ósmekklegan“ þjóðarvilja
19. mars 2022
Ívar J. Arndal er forstjóri ÁTVR.
Öllum kröfum ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vegna sölu áfengis í vefverslunum vísað frá
ÁTVR höfðaði mál á hendur tveimur vefverslunum sem selja íslenskum neytendum áfengi, taldi þær hafa brotið á einkarétti sínum til áfengissölu og vildi fá bótaskyldu viðurkennda. Dómurinn hafnaði öllum málatilbúnaði ríkisfyrirtækisins.
18. mars 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Sex forstjórar fyrirtækja í meirihlutaeigu hins opinbera með hærri laun en forsætisráðherra
Æðstu stjórnendur fjögurra fyrirtækja sem eru að mestu í eigi ríkis eða sveitarfélaga erum með 3,5 milljónir króna á mánuði í heildarlaun eða meira. Sá sem er með hæstu launin fékk 167 prósent hærri laun en ráðherrar landsins í fyrra.
18. mars 2022