Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Áslaug Arna braut gegn lögum með því að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra
Umboðsmaður Alþingis segir að lögbundnar undantekningar frá því að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti lausa til umsóknar, og að setja einhvern tímabundið í embættið á þeim grundvelli sem ráðuneytið byggði á, hafi ekki átt við.
4. mars 2022
Þórður Snær Júlíusson
Formaðurinn sem bjó til leikhús fáránleikans þegar raunveruleikinn hlýddi ekki
4. mars 2022
Finnur Árnason stýrði smásölurisanum Högum í 15 ár.
Lagt til að Finnur Árnason verði nýr stjórnarformaður Íslandsbanka
Þrír nýir stjórnarmenn koma inn í sjö manna stjórn Íslandsbanka á komandi aðalfundi félagsins. Næsti stjórnarformaður verður að óbreyttu fyrrverandi forstjóri Haga. Til stendur að selja meira af eign ríkisins í bankanum í sumar.
4. mars 2022
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er á meðal þeirra sem hvatakerfið mun ná til.
Aðalfundur Icelandair Group samþykkti milljarða bónuskerfi fyrir stjórnendur
Þrátt fyrir andstöðu eins stærsta hluthafa Icelandair Group samþykkti aðalfundur félagsins að innleiða hvatakerfi fyrir lykilstarfsmenn. Félagið hefur tapað um 80 milljörðum á fjórum árum og sótt sér 33 milljarða króna í nýtt hlutafé.
3. mars 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Traust til Seðlabanka Íslands hríðfellur milli ára en traust til Alþingis eykst lítillega
Traust almennings til níu stofnana dregst saman milli ára. Mest dregst það saman gagnvart Seðlabanka Íslands, alls um tíu prósentustig. Embætti forseta Íslands og heilbrigðiskerfið tapa líka töluverðu trausti en lögreglan bætir vel við sig.
3. mars 2022
Forstjórarnir með 5,6 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra – Sextánföld lágmarkslaun
Forstjórar skráðra félaga á Íslandi héldu áfram að hækka í launum í fyrra, nú um að minnsta kosti 8,5 prósent að meðaltali. Hækkun á milli ára er vel umfram ein lágmarkslaun. Þá á eftir að taka tillit til kaupauka og kauprétta á hlutabréfum.
3. mars 2022
Gildi mun greiða atkvæði gegn tillögu um milljarða bónuskerfi hjá Icelandair Group
Einn stærsti hluthafi Icelandair Group telur tillögu stjórnar félagsins um uppsetningu nýs hvatakerfis, sem er ætlað að halda lykilstarfsfólki, of umfangsmikla. Hann mun kjósa gegn tillögunni.
2. mars 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Framsókn ekki mælst með meira fylgi í átta ár og andar ofan í hálsmál Sjálfstæðisflokks
Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa bætt við sig fylgi frá síðustu kosningum en Framsókn er eini stjórnarflokkurinn sem mælist með aukinn stuðning.
2. mars 2022
Kauphöll Íslands.
Markaðsvirði skráðra félaga á Íslandi rýrnað um meira en 100 milljarða á fjórum mánuðum
Eftir miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum frá upphafi kórónuveirufaraldurs hafa hlutabréf sem skráð eru í Kauphöll Íslands lækkað umtalsvert í virði síðustu mánuði. Lækkun var meiri í febrúar en hún hefur verið innan mánaðar frá upphafi faraldurs.
2. mars 2022
Björgvin Páll Gústavsson er best þekktur sem handboltamarkvörður, en hann hefur einnig beitt sér í málefnum barna með ADHD í skólakerfinu á undanförnum árum.
Björgvin Páll hættur við að sækjast eftir því að leiða lista Framsóknar í Reykjavík
Landsliðsmarkvörður í handbolta ætlaði að sækjast eftir því að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er nú hættur við og segir að „á leiðinni á útivöll þá þarf maður að hafa allt liðið á bakvið sig“.
1. mars 2022
Þórður Snær Júlíusson
Ræstitæknar með verðstöðugleikann á herðum sér en forstjórar þurfa hærri bónusa
27. febrúar 2022
Ásmundur Einar Daðason, Hafdís Helga Ólafsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir.
Íslenska ríkið fellur frá málarekstrinum gegn Hafdísi Helgu og greiðir henni miskabætur
Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu 2020 að Lilja Alfreðsdóttir hefði brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra.
25. febrúar 2022
Guðmundur Andri Thorsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Vilja nýtt starfsheiti ráðherra – Það ávarpar enginn biskup „herra Agnes“
Þingmenn úr þremur flokkum vilja að forsætisráðherra skipi nefnd sem finni nýtt orð yfir ráðherrastarfið sem endurspegli betur veruleika dagsins. Sambærileg tillaga var flutt fyrir næstum 15 árum en hlaut ekki brautargengi.
25. febrúar 2022
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki uppfærir starfskjarastefnu svo hægt sé að „laða að og halda í hæfa leiðtoga“
Arion banki ætlar að kaupa eigin bréf fyrir allt að 28 milljarða króna næsta rúma árið. Gangi þau áform eftir mun bankinn skila næstum 87 milljörðum króna til hluthafa frá byrjun síðasta árs. Starfslokasamningar mega ekki verðlauna mistök í starfi.
22. febrúar 2022
Aðalmeðferð í máli Arion banka gegn Seðlabanka og ríkinu fer fram í næsta mánuði
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumarið 2020. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Bankinn höfðaði mál og vill að ákvörðunin verði ógild.
19. febrúar 2022
Nýtt Íslandsmet í bensínverði og landinn flýr í rafmagn
Heimsmarkaðsverð á bensíni og olíu hefur ekki verið hærra í sjö ár. Hlutur ríkisins í hverjum seldum bensínlítra er yfir 50 prósent en hlutdeild olíufélaga í honum hefur lækkað skarpt síðustu mánuði.
19. febrúar 2022
Þórður Snær Júlíusson
Ákvæði til að verjast stafrænu kynferðisofbeldi nýtt til að gera blaðamenn að sakborningum
18. febrúar 2022
Landsbankinn ríður á vaðið og hækkar vexti á íbúðalánum um 0,5 prósentustig
Viðbúið var að bankar landsins myndu hækka vexti á íbúðalánum í kjölfar þess að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentustig í síðustu viku. Það hefur nú raungerst.
17. febrúar 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna vann – Verður formaður Eflingar á ný
Þrír listar voru í framboði til stjórnar Eflingar í kosningum sem lauk í dag. Baráttulistinn, leiddur af fyrrverandi fomanninum Sólveigu Önnu Jónsdóttur, vann.
15. febrúar 2022
Þórður Snær Júlíusson
Innistæðulaus stærilæti Símans sem sagði sig sjálfur til sveitar
14. febrúar 2022
Vill skattleggja ofurhagnað sjávarútvegs og banka og segist hafa stuðning Framsóknar
Varaformaður Framsóknarflokks og ráðherra í ríkisstjórn Íslands vill leggja hvalrekaskatt á þá sem skila ofsagróða og nefnir sérstaklega banka og sjávarútveg. Hún segir allan þingflokk Framsóknar styðja nálgun hennar.
13. febrúar 2022
Lestur Fréttablaðsins kominn niður fyrir 30 prósent í fyrsta sinn
Lestur stærsta dagblaðs landsins, sem er frídreift inn á 75 þúsund heimili fimm daga í viku, hefur helmingast á áratug og aldrei mælst minni. Nýir eigendur hafa fjárfest 1,5 milljarði króna í útgáfufélagi Fréttablaðsins á tveimur og hálfu ári.
12. febrúar 2022
Vinnuveitendur hafa borgað 39 milljarða af húsnæðislánum þeirra sem nýta séreign
Alls hefur um fimmtungur þjóðarinnar nýtt sér úrræði til að greiða niður húsnæðislán skattfrjálst um 110 milljarða króna með ráðstöfun séreignarsparnaðar. Framlag vinnuveitenda er um 35 prósent af þeirri upphæð.
12. febrúar 2022
Tíu staðreyndir um banka sem græddu mjög mikið af peningum í fyrra
Hagnaður þriggja stærstu banka landsins jókst um 170 prósent milli ára. Stjórnvöld og Seðlabankinn gripu til aðgerða við upphaf faraldurs sem leiddu til þess að hagnaðartækifæri þeirra jukust mikið. Bankarnir ætla að skila tugum milljarða til hluthafa.
12. febrúar 2022
Innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er ekki sýnilegur vilji til að hækka bankaskatt á ný.
Fátt bendir til þess að hugmyndir Lilju um bankaskatt hafi stuðning innan ríkisstjórnar
Hækkun á bankaskatti var síðast lögð til í desember síðastliðnum á Alþingi. Þá lá þegar fyrir að bankar landsins myndu skila miklum hagnaði á síðasta ári. Tillögunni var hafnað. Vaxtamunur banka er enn hár í alþjóðlegum samanburði.
11. febrúar 2022