Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Stríðið um SÁÁ og það sem samtökin mega rukka ríkissjóð fyrir
Harðvítugar deilur eru um hvort SÁÁ hafi verið heimilt að fá greiðslur úr ríkissjóði fyrir þjónustu á tímum kórónveirufaraldurs sem var með öðru sniði en áður.
19. janúar 2022
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
18. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
17. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
16. janúar 2022
Leigutekjur drógust saman á árinu 2020 í fyrsta sinn í langan tíma
Kórónuveirufaraldurinn hafði umtalsverð áhrif á tekjur þeirra sem eiga íbúðir eða annað húsnæði sem leigt er út. Uppgefnar leigutekjur skruppu saman um 6,3 milljarða króna á árinu 2020.
15. janúar 2022
Þórður Snær Júlíusson
Frelsið til að standa kyrr og breyta engu
15. janúar 2022
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Kjósendur Samfylkingar síst ánægðir með frammistöðu síns formanns
Það var ekki bein fylgni milli árangurs í síðustu kosningum og þess hversu sáttir kjósendur hvers flokks voru með frammistöðu formanns hans í baráttunni sem fram fór í aðdraganda þingkosninga 2021.
14. janúar 2022
Fjármagnstekjur Íslendinga rúmur fjórðungur þess sem þær voru í aðdraganda hrunsins
Árið 2007 voru þær tekjur sem landsmenn höfðu af fjármagni 444 milljarðar króna. Árið 2020 voru þær 125 milljarðar króna. Breyting á frítekjumarki gerði það að verkum að nokkur þúsund fjármagnseigendur fengu myndarlegan skattafslátt.
14. janúar 2022
Jón Gunnarsson.
Tæplega þriðjungur landsmanna gerir minnstar væntingar til Jóns Gunnarssonar
Ný könnun sýnir að flestir landsmenn gera mestar væntingar til eina ráðherrans í ríkisstjórn sem settist í fyrsta sinn í slíka eftir síðustu kosningar.
13. janúar 2022
Guðmundur Árni Stefánsson.
Vill vinna Hafnarfjörð fyrir jafnaðarmenn 29 árum eftir að hann hætti sem bæjarstjóri
Fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og sendiherra vill verða oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og stefnir að því að tvöfalda bæjarfulltrúatölu flokksins. Hann hefur verið fjarverandi úr pólitík frá árinu 2005.
13. janúar 2022
Það var ekki ástæða fyrir íslenska eigendur erlendra hlutabréfa að grípa oft um ennið á árinu 2020.
186 íslenskar fjölskyldur fengu 8,4 milljarða í arð vegna erlendra hlutabréfa
Innlend hlutabréfaeign jókst á árinu 2020 en arðgreiðslur vegna hennar drógust saman og söluhagnaður sömuleiðis líka. Ástæður þess má leita í kórónuveirufaraldrinum. Þær fáu íslensku fjölskyldur sem áttu erlend hlutabréf tóku hins vegar út mikinn arð.
12. janúar 2022
Þórður Snær Júlíusson
Verbúðin Ísland
12. janúar 2022
Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum.
Eigið fé landsmanna í húsnæði dróst saman í fyrsta sinn frá árinu 2010
Húsnæði á Íslandi var metið á 5.941 milljarða króna í árslok 2020. Á tíunda áratugnum dugðu tvöfaldar heildartekjur landsmanna til að kaupa upp allar fasteignir og lóðir í landinu. Í lok árs 2020 hefði þurft þrefaldar tekjur þeirra til að gera slíkt.
10. janúar 2022
Ari Edwald
Ari Edwald rekinn frá Ísey
Einn þeirra þriggja valdamanna úr atvinnulífinu sem hefur verið sakaður um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi hefur verið sagt upp störfum. Hann hafði áður verið settur í tímabundið leyfi.
9. janúar 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Skatturinn fékk 50 milljónir til að bæta upp tap vegna gjaldfrjálsra ársreikninga
Ársreikningar hafa verið aðgengilegir almenningi án greiðslu frá byrjun síðasta árs. Áður seldi Skatturinn reikningana til miðlara eða þeirra sem vildu ljósrit af þeim. Fjárlaganefnd ákvað að bæta stofnuninni upp tap á sértekjum vegna þessa.
8. janúar 2022
Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar.
Hætt við að borga leikskólastarfsmönnum 75 þúsund fyrir að fá vini og ættingja til starfa
Í gær var greint frá því að starfsmenn á leikskólum Reykjavíkurborgar áttu að fá 75 þúsund króna launaauka ef þeir fá vini sína eða ættingja til starfa á leikskólum. Félag leikskólakennara sagði „Tupperware píramída hvatningu“ ólíklega til árangurs.
8. janúar 2022
Helgi Magnússon setur 300 milljónir í viðbót í rekstur útgáfufélags Fréttablaðsins
Hópurinn sem keypti sig inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, sumarið 2019 hefur eytt 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlafyrirtækinu og hlutafjáraukningar. Það fé hefur að uppistöðu komið frá Helga Magnússyni.
8. janúar 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Skattkröfur namibískra stjórnvalda á hendur Samherja Holding um þrír milljarðar króna
Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að yfirvöld í Namibíu hafi stofnað til nokkurra skatta- og annarra lögfræðilegra krafna á hendur samstæðunni.
7. janúar 2022
Úttekt segir að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun
Úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á Heilsustofnuninni í Hveragerði er lokið. Niðurstaðan er sú að háar fjárhæðir hafi verið teknar út úr stofnuninni með hætti sem ekki er lögmætur og kostnaði vegna þessa velt yfir á sjúklinga.
6. janúar 2022
Eitt þeirra félaga sem var skráð á markað í fyrra, og hækkaði mikið í virði, er Síldarvinnslan.
Markaðsvirði veðsettra íslenskra hlutabréfa var 273 milljarðar króna í lok síðasta árs
Samanlagt virði þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands jókst um rúmlega þúsund milljarða króna á síðasta ári. Virði þeirra bréfa sem eru veðsett hefur ekki verið hærra síðan fyrir hrun en hlutfallsleg veðsetning hefur ekki verið lægri frá 2017.
5. janúar 2022
Raunverulegir eigendur félaga sem starfa hérlendis áttu árum saman auðvelt með að felast. Það á ekki lengur við.
Skatturinn fær 140 milljónir til að láta slíta félögum sem skrá ekki raunverulega eigendur
Alls hafa tæplega 1.300 félög ekki uppfyllt skráningarskyldu á raunverulegum eigendum sínum. Hluti þeirra þarf að fara í skiptameðferð, en kostnaður við hana er 350 þúsund krónur á hvern aðila. Sá kostnaður verður greiddur úr ríkissjóði.
5. janúar 2022
Píratar hafa bætt við sig mestu fylgi þeirra flokka sem eru á þingi frá kosningum. Vinstri græn hafa dalað nokkuð og mælast nú nánast jafn stór og Samfylkingin.
Vinstri græn dala frá kosningum og Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist saman frá síðustu kosningum og mælist nú minna en þeir fengu í kosningunum 2017. Miðflokkurinn heldur áfram að dala og stuðningur við flokkinn hefur aldrei mælst minni í könnunum Gallup.
5. janúar 2022
Í Reykjavík búa 36 prósent landsmanna – Þar eru byggðar 71 prósent almennra íbúða
Frá árinu 2016 hefur ríkissjóður úthlutað 18 milljörðum króna í stofnframlög í almenna íbúðakerfið, sem er ætlað að sjá fólki með lægri tekjur fyrir öruggu húsnæði og er rekið án hagnaðarsjónarmiða.
4. janúar 2022
Kauphöll Íslands.
Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu mikið í fyrra – Arion banki tvöfaldaðist í virði
Það félag á skráðum markaði á Íslandi sem er með mest erlend umsvif og í mestum erlendum vexti hækkaði minnst allra í verði á árinu 2021. Bankar ruku sérstaklega mikið upp í virði. Fjöldi viðskipta hefur ekki verið meiri frá því fyrir hrun.
3. janúar 2022