Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Katrín Atladóttir ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í vor
Tveir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks hafa nú tilkynnt að þeir muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Katrín Atladóttir lýsir yfir stuðningi við Hildi Björnsdóttur.
3. janúar 2022
Árið sem Samherji baðst afsökunar
Opinberun Kjarnans og Stundarinnar á starfsháttum „skæruliðadeildar Samherja“ í maí leiddi til þess að stjórnmálamenn og félagasamtök fordæmdu framfærði fyrirtækisins. Það baðst afsökunar á framgöngu sinni.
31. desember 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Ótvíræður meirihluti á Alþingi fyrir frekari virkjunum og breytingum í sjávarútvegi
Formaður Viðreisnar segir að andstaða Vinstri grænna gegn virkjunum og varðstaða Sjálfstæðisflokks um fiskveiðisstjórnunarkefið komi í veg fyrir að sá vilji Alþingis í þeim málum nái fram að ganga. Hún kallar eftir málamiðlun.
31. desember 2021
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
Ársreikningur Samherja Holding undirritaður með fyrirvara – Óvissa um fjárhagsleg uppgjör vegna Namibíumáls
Samherji Holding, eitt stærsta fyrirtæki landsins sem hélt utan um Namibíustarfsemi Samherjasamstæðunnar, hefur birt valdar upplýsingar úr ársreikningi sínum. Þar segir að reikningurinn sé undirritaður með fyrirvara endurskoðanda.
30. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Það er val að láta fólk ekki eiga fyrir húsnæði
28. desember 2021
Árið 2021 var ár íslensku bankanna sem græddu á tá og fingri
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á gripu Seðlabanki Íslands og stjórnvöld til margháttaðra aðgerða til að gera bönkum kleift að takast á við versnandi efnahagsástand.
27. desember 2021
Kosningar sem skiluðu sömu ríkisstjórn eftir næst lengstu viðræður í þrjá áratugi
Ríkisstjórnin ríghélt í þingkosningum sem fram fóru á árinu en tók sér samt rúmlega tvo mánuði að endurnýja heitin. Frjálslyndu miðjunni mistókst illa að sveigja valdajafnvægið í sína átt og Miðflokkurinn beið fullkomið afhroð.
25. desember 2021
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er framsögumaður nefndarálits minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar.
Skeytingarleysi og vanvirðing gagnvart hlutverki og ábyrgð Alþingis
Stjórnarandstöðuþingmenn segja að ákvörðun ríkisstjórnar um að halda haustkosningar hafi „þjónað því markmiði að framlengja valdasetutímabil flokkanna fram yfir sumarið“. Fyrir vikið fari vinna við fjárlagafrumvarpið fram undir „gríðarlegri tímapressu.“
24. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason kynntu átakið Hefjum störf á blaðamannafundi í mars síðastliðnum.
Ráðningastyrkir kosta ríkissjóð 15 milljarða á árunum 2021 og 2022
Hækka þarf framlög úr ríkissjóði vegna ráðningastyrkja um 3,4 milljarða króna frá því sem áætlað var í fjárlagafrumvarpi. Samhliða Hefjum störf átaki stjórnvalda tuttugufaldaðist ásókn atvinnurekenda í hina hefðbundnu ráðningarstyrki Vinnumálastofnunar.
24. desember 2021
Kórónuveirubörnin að slá Íslandsmet hrunbarnanna
Á árunum eftir bankahrunið settu Íslendingar met í barneignum. Kórónuveirufaraldursbörnin virðast ætla að slá það met. Kostnaður vegna fæðingarorlofsgreiðslna mun fara yfir 20 milljarða króna í fyrsta sinn á næsta ári.
24. desember 2021
Þjoðarleikvangar Íslands eru komnir til ára sinna og uppfylla ekki alþjóðlegar kröfur.
Tíu milljónir settar í þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir
Það kostar á bilinu 7,9 til 8,7 milljarða króna að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir og allt að 18 milljarða króna að byggja nýjan Laugardalsvöll. Hvorugt verkefnið er fjármagnað.
23. desember 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Ríkissjóður greiðir 700 milljónir til bænda vegna þess að áburðarverð hækkaði
Bændasamtökin skiluðu umsögn um fjárlagafrumvarpið þar sem þau sögðu hækkanir á áburðarverði í heiminum án hliðstæðu og kölluðu eftir að ríkið gæti „gripið inn í“. Annars gæti fæðuöryggi verið ógnað.
23. desember 2021
Kærur til lögreglu vegna kynferðisbrota orðnar 595 á árinu 2021
Lögreglan fær 200 milljónir til að efla málsmeðferð kynferðisbrota. Til stendur að beita upplýsingatækni til að ná fram bættum málshraða. Huga þurfi betur að þolendum, að þeir njóti réttlátrar málsmeðferðar og að mál séu afgreidd innan eðlilegs tíma.
23. desember 2021
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum.
Meirihlutinn í Reykjavík heldur en næstum þriðjungur kjósenda ekki búinn að ákveða sig
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sama fylgi og hann fékk 2018 og yrði að óbreyttu áfram stærsti flokkurinn í borginni. Miðflokkurinn tapar Vigdísi Hauksdóttir en Framsókn nær inn í staðinn. Samfylkingin missir einn borgarfulltrúa yfir til Pírata.
23. desember 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.
Vill að bankaskattur verði hækkaður á ný til að auka tekjur ríkissjóðs um sex milljarða
Þingmaður Flokks fólksins vill að bankaskattur verði hækkaður aftur í það sem hann var áður en ríkisstjórnin ákvað að lækka hann til að auka svigrúm banka til að takast á við kórónuveirufaraldurinn.
22. desember 2021
Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verða 11,7 milljarðar á næsta ári
Endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafa nífaldast síðan 2015. Hækkunin á endurgreiðslunum milli 2021 og 2022 er nánast sama upphæð og greidd var í heild þá. Skatturinn gerði athugasemdir við endurgreiðslurnar í vor.
22. desember 2021
Nýr stjórnarsáttmáli og breytt skipun stjórnarráðsins voru kynnt 28. nóvember síðastliðinn.
Fjölgun ráðuneyta og tilfærsla málaflokka kostar hálfan milljarð króna
Fjölgun ráðuneyta og ráðherra, í samræmi við stjórnarsáttmála, kostar 505 milljónir króna á næsta ári. Ráðherrar hafa aldrei verið fleiri og aðstoðarmenn þeirra eru nú 27. Launakostnaður þessara 39 einstaklinga er áætlaður 771 milljón á ári.
22. desember 2021
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ráðuneytið segir nei við frekari ívilnunum vegna tengiltvinnbíla
Þrenn hagsmunasamtök vildu að ívilnanir til að gera tengiltvinnbíla ódýrari yrðu framlengdar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið metur kostnaðinn vegna þessa á um 20 milljarða króna og segir ívilnanirnar ekki kostnaðarskilvirkar.
21. desember 2021
Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Arnalds hættur við framboð og á leið úr stjórnmálum
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík er hættur við að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann segir ástæðuna persónulega, ekki pólitíska.
21. desember 2021
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, næst stærsti lífeyrissjóður landsins, tilkynnti um vaxtahækkun í síðustu viku.
Stóru lífeyrissjóðirnir hækka vexti á íbúðalánum – Eru enn lægri en hjá bönkunum
Stærstu lífeyrissjóðirnir sem lána óverðtryggt til sjóðsfélaga sinna hafa tilkynnt um vaxtahækkanir. Þær eru þó hóflegri en hækkanir sem flestir bankar réðust í og taka ekki gildi fyrr en á næsta ári.
20. desember 2021
Eigið fé sjö stjórnmálaflokka jókst um 732 milljónir eftir að þeir hækkuðu eigin framlög
Skömmu eftir kosningarnar 2017 ákváðu flestir stjórnmálaflokkar á þingi að framlög til þeirra úr ríkissjóði yrðu stórhækkuð. Þá voru fimm þeirra með neikvætt eigið fé. Nú eiga flestir þeirra digra sjóði.
20. desember 2021
5G-væð­ingin hafin að fullu – Kortunum fjölgaði úr 119 í tólf þúsund á sex mánuðum
Fyrsti 5G sendirinn var tekinn í gagnið hérlendis árið 2019. Búist var við því að notkun á tækninni yrði nokkuð almenn hérlendis í fyrra, en af því varð ekki. Nú hefur það breyst hratt.
19. desember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ætla ekki að leggja niður gistináttaskatt til frambúðar
Stefnt er að því að framlengja niðurfellingu á gistináttaskatti í tvö ár í viðbót, og innheimta hann ekki aftur fyrr en 2024. SAF vill að hann verði aflagður með öllu en fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til þess.
18. desember 2021
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Ljósleiðaraáskriftir komnar yfir 100 þúsund en leiga á myndlyklum dregst áfram saman
Þeim sem horfa á sjónvarp í gegnum myndlykla sem leigðir eru af fjarskiptafyrirtækjum hefur fækkað með innkomu streymiveitna á íslenska markaðinn. Alls hefur þeim fækkað um nálægt 15 þúsund frá 2017.
18. desember 2021
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra af bensíni hækkaði um 34 prósent milli mánaða
Innkaupaverð olíufélaga á eldsneyti lækkað um 20 prósent milli mánaða en viðmiðunarverð á hverjum seldum bensínlítra lækkað einungis um tvær krónur á sama tíma. Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra hefur einungis einu sinni verið hærri á Íslandi.
18. desember 2021