Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Stytti mál sitt eftir að hafa verið auðmýktur þegar Jón Gnarr sagði hann leiðinlegan
Bjórkælir var fjarlægður úr verslun ÁTVR vegna þess að Björgólfur Guðmundsson bað um það. Sigmundur Davíð var eitt sinn eini maðurinn sem þótti harðari andstæðingur Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en Gísli Marteinn Baldursson.
12. desember 2021
Ferðaþjónusta hefur end­ur­heimt um helm­ing þeirra starfa sem töp­uð­ust í kórónuveirufaraldrinum samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands.
Atvinnuleysi óvænt óbreytt milli mánaða en langtímaatvinnuleysi enn mikið
Fjöldi þeirra sem hafa verið án vinnu í ár eða meira er 116 prósent hærri nú en hann var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að atvinnuleysið sé nú nánast það sama. Rúmlega 40 prósent atvinnulausra eru erlendir atvinnuleitendur.
11. desember 2021
Sér ekki högg á vatni á eigin fé bankanna þótt þeir ætli að borga út 32,5 milljarða í arð
Þrátt fyrir að kerfislega mikilvægir bankar greiði út tugi milljarða króna í arð til eigenda sinna mun eigið fé þeirra nánast standa í stað. Fjármálastöðugleikanefnd telur bankana hafa gott svigrúm til að mæta hækkun sveiflujöfnunaraukans.
11. desember 2021
Segist leiðast „pólitískt mont“ og að Borgarlínan sé stærsti áfanginn á ferlinum
Í nýrri bók Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, „Nýja Reykjavík“ rekur hann margt sem átti sér stað á bakvið tjöldin í stjórnmálum síðustu ára, og hefur ekki áður komið fram. Hann hrósar pólitískum andstæðingum, sérstaklega leiðtogum ríkisstjórnarinnar.
11. desember 2021
Hvert nýtt ráðuneyti kostar í kringum 190 milljónir króna á ári
Þegar ríkisstjórnarsamstarfið var endurnýjað var ákveðið að fjölga ráðherrum úr ellefu í tólf en ráðuneytunum úr tíu í tólf. Kostnaður við stofnun nýs ráðuneytis er metinn á 190 milljónir króna.
10. desember 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Blaðamannafélagið vill að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði hækkaðir
Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlag úr ríkissjóði til RÚV hækki um 430 milljónir króna, sem er 40 milljónum krónum meira en samanlagðir styrkir til annarra fjölmiðla.
10. desember 2021
Félag Þorsteins Más og Helgu á 61,7 milljarða króna í hreinum eignum
Eignarhaldsfélag sem heldur utan um hlut forstjóra Samherja og fyrrverandi eiginkonu hans í Samherja Holding á að uppistöðu tvær eignir: hlutinn í áðurnefndu félagi og lán upp á 33,5 milljarða króna sem þau veittu börnum sínum.
10. desember 2021
Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi að borgin lánaði leigjendum til að kaupa félagslegar íbúðir
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vildu að leigjendum Félagsbústaða yrði gert kleift að kaupa íbúðirnar sem þeir búa í. Reykjavíkurborg átti að lána þeim fyrir útborgun. Sósíalistaflokkurinn vildi fella niður eins mánaðar leigu.
10. desember 2021
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Spurði hvort Svandís ætlaði að brjóta upp forréttindakerfið í sjávarútvegi
Þingmaður Viðreisnar rifjaði upp fimm ára gamla ræðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem hún sagði engan vera sáttan við fiskveiðistjórnunarkerfið nema þeir sem hagnast verulega á því og þeir sem hafi „gert sér far um að verja þau forréttindi“.
9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
8. desember 2021
Stúdentagarðar.
Fermetraverðið lægra á stúdentagörðunum borið saman við íbúðir í sambærilegri stærð
Nýleg könnun sýndi að fermetraverð leiguíbúða var hæst á stúdentagörðunum. Þær íbúðir eru 48 fermetrar að jafnaði en íbúðir á öðrum samanburðarmörkuðum um 80 fermetrar. Í samanburði við sambærilegar íbúðir eru stúdentagarðar mun ódýrari kostur.
8. desember 2021
Það sem KSÍ gerði vitlaust og sýndi „merki þöggunar- og nauðgunarmenningar“
KSÍ fékk upplýsingar um meinta hópnauðgun tveggja landsliðsmanna fyrir ellefu árum síðan í byrjun júní síðastliðinn. Eftir tilkynningu þar um frá starfsmanni sambandsins, tengdamóður þolandans, var meðal annars rætt við annan gerandann.
7. desember 2021
Willum Þór Þórsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Millu Ósk Magnúsdóttur, við opnun á hjúkrunardeild fyrir COVID-sjúklinga á hjúkrunarheimilinu EIR fyrr í dag.
Milla hætt að aðstoða Lilju og aðstoðar nú Willum – Margar aðstoðarmannastöður lausar
Aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar geta orðið allt að 27 miðað við núverandi fjölda ráðuneyta. Þó nokkrir ráðherrar eiga eftir að manna aðstoðarmannastöður sínar.
7. desember 2021
Fjárlagafrumvarpið á mannamáli
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2022 í síðustu viku. Það segir til um hvernig þjóðarheimilið er rekið.
7. desember 2021
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.
Kostnaður vegna launa aðstoðarmanna og ráðherra hækkar og verður 715 milljónir
Laun ráðherra og aðstoðarmanna þeirra hafa hækkað skarpt á undanförnum árum og langt umfram almenna launaþróun. Ráðherrum hefur verið fjölgað í nýrri ríkisstjórn og því er heimild til að ráða allt að 27 aðstoðarmenn.
6. desember 2021
Ráðuneytið spurði hagsmunasamtök og komst að þeirri niðurstöðu að brottkast væri „óverulegt“
Kjarninn greindi frá því í morgun að drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti, sem hófst í byrjun árs, skilaði því að brottkastsmálum fjölgaði úr um tíu á ári í 120. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki talið brottkast vandamál.
6. desember 2021
Nokkrar tillögur um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi komnar fram
Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa kynnt frumvörp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða á fyrstu dögum nýs þings. Öll snúa þau að því að endurskilgreina hvað teljist tengdir aðilar.
6. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
4. desember 2021
Stjórn sem græðir á hærri djammstuðli eins og matseðill frá Tenerife eða nýi bónusgrísinn
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram í gærkvöldi í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Það var ljóst á flestum ræðum stjórnarandstöðuflokkanna að þar hefði átt sér samtal.
2. desember 2021
Stjórnin talaði um betra Ísland en 2007, hanaslag alnetsins og kvenfyrirlitningu gagnrýnenda
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram í gærkvöldi í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Stjórnarliðar sem tóku til máls mærðu eigin verk, stjórnun og framtíðarsýn.
2. desember 2021