Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Farsímaáskriftum farið að fjölga á ný og „tæki í tæki“ áskriftir margfaldast
Í fyrra fækkaði farsímaáskrifum á íslenska fjarskiptamarkaðnum í fyrsta sinn milli ára frá 1994. Þeim hefur fjölgað á ný í ár. Fjöldi svo­kall­aðra „tæki í tæki“ áskrifta hefur farið úr 54 þúsund í byrjun síðasta árs í um 300 þúsund nú.
17. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fáa blaðamenn dreymir um að skrifa fréttatilkynningar
17. desember 2021
Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmenn Pírata.
Píratar skiluðu gildum ársreikningi of seint til Ríkisendurskoðunar
Píratar skiluðu ársreikningi of seint til Ríkisendurskoðunar Allir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi nema einn hafa skilað inn gildum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar, en frestur til þess rann út fyrir rúmum einum og hálfum mánuði.
17. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Vinstri græn högnuðust um 60 milljónir króna á síðasta ári
Flokkur forsætisráðherra fékk 92 prósent tekna sinna úr opinberum sjóðum á árinu 2020. Hann þáði engin framlög frá lögaðilum. Hagnaður Vinstri grænna jókst samt sem áður um 55 prósent milli ára.
17. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og nú fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Hreinn Loftsson hættur sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar eftir tvær vikur í starfi
Annar aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ákveðið að hætta. Tilkynnt var um ráðningu hans 1. desember síðastliðinn.
16. desember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Eigið fé Framsóknar enn neikvætt en staðan batnaði verulega á síðasta kjörtímabili
Í árslok 2018 var eigið fé Framsóknarflokksins neikvætt um 56 milljónir króna og skuldir hans 239 milljónir króna. Stóraukin framlög úr ríkissjóði hafa lagað stöðuna og eigið féð um síðustu áramót var neikvætt um einungis 233 þúsund krónur.
16. desember 2021
Rannsókn á Skeljungsmálinu og Procar-málinu lokið og þau komin til saksóknara
Umfangsmikil rannsókn á meintum stórfelldum efnahagsbrotum sem talið er að hafi verið framin þegar olíu­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013, er lokið.
16. desember 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsingakostnaður Viðreisnar rúmlega áttfaldaðist á árinu 2020
Greidd félagsgjöld til Viðreisnar á síðasta ári voru 15 þúsund krónur. Rekstrarkostnaður jókst umtalsvert og hagnaður flokksins dróst saman um 20 milljónir króna milli ára. Framlög til flokka úr ríkissjóði voru stóraukin á síðasta kjörtímabili.
16. desember 2021
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.
Fleiri kjósendur Viðreisnar ánægðir með stjórn sem flokkurinn er ekki í en óánægðir
Eftir því sem fólk er eldra og er með hærri tekjur, því ánægðari er það með nýskipaða ríkisstjórn. Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna eru allir mun ánægðari en ekki. Einungis fjögur prósent Sjálfstæðismanna eru ósáttir.
16. desember 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn hagnaðist um 140 milljónir á þremur árum – Þorri tekna úr ríkissjóði
Launakostnaður Miðflokksins jókst um 125 prósent í fyrra og flokkurinn keypti sé fasteign. Tekjur flokksins, sem koma að uppistöðu úr ríkissjóði, munu dragast verulega saman eftir afhroð hans í síðustu kosningum.
16. desember 2021
Hildur á móti en Eyþór með leiðtogaprófkjöri
Hildur Björnsdóttir vonast til þess að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks samþykki að halda opið prófkjör í stað leiðtogaprófkjörs, líkt og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík samþykkti í gærkvöldi. Sitjandi oddviti er á öndverðu meiði.
16. desember 2021
Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir hafa þegar tilkynnt að þau sækist eftir oddvitasætinu.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar í leiðtogaprófkjör í borginni
Ákveðið var í kvöld að viðhafa sama fyrirkomulag við val á oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og var fyrir kosningarnar 2018. Kosið verður um leiðtoga flokksins í borginni. Tveir borgarfulltrúar hafa þegar tilkynnt framboð.
15. desember 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Flokkur fólksins átti 93 milljónir til ráðstöfunar um síðustu áramót
Auglýsinga- og kynningarkostnaður Flokks flokksins tæplega fimmfaldaðist í fyrra. Um 98 prósent tekna hans á síðasta ári kom úr ríkissjóði eða frá Alþingi. Framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði voru stóraukin á síðasta kjörtímabili.
15. desember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Eignir Sjálfstæðisflokks metnar á næstum milljarð – Ætlar að byggja 47 íbúða blokk
Rekstrarhagnaður stærsta flokks landsins var 111 milljónir króna í fyrra. Tvær af hverjum þremur krónum sem hann hafði í tekjur koma úr opinberum sjóðum og sjávarútvegsfyrirtæki eru áberandi á meðal þeirra lögaðila sem styrkja flokkinn.
15. desember 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hagnaðist um 40 milljónir króna í fyrra
Kostnaður við rekstur Samfylkingarinnar jókst um 50 prósent á árinu 2020. Eigið fé flokksins er rúmlega 200 milljónir króna og jókst um 120 prósent á tveimur árum. Framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði voru stóraukin á síðasta kjörtímabili.
15. desember 2021
Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir eru á meðal flutningsmanna í öllum málunum.
Vilja Sundabraut í einkaframkvæmd, RÚV af auglýsingamarkaði og afnema stimpilgjöld
Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki vilja að einkaaðilar fjármagni lagningu Sundabrautar, að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði án þess að það tekjutap verði bætt og afnema 7,1 milljarða stimpilgjöld. Þá vilja þeir að heimilshjálp verði frádráttarbær.
15. desember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjáraukalög ársins bæta samtals 61,5 milljörðum krónum við gjöld ríkissjóðs
Ný framlög til heilbrigðismála og vegna atvinnuleysisbóta vega þyngst í seinni fjáraukalagafrumvarpi ársins 2021. Afkomuhorfur ársins 2021 eru um sex milljörðum krónum lakari en gert var ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga 2022 sem lagt var fram nýverið.
15. desember 2021
Sjálfstæðismenn, eldra fólk, tekjuhærri og landsbyggðin ánægðust með nýja ríkisstjórn
Ný könnun sýnir að varla nokkur kjósandi Sjálfstæðisflokks er óánægður með nýja ríkisstjórn en að rúmlega fimmti hver kjósandi Vinstri grænna sé það. Ánægja með stjórnina mælist minnst hjá yngstu kjósendunum en mest hjá þeim elstu.
15. desember 2021
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Ríkisendurskoðun segir að gjalda þurfi varhug vegna lána ríkissjóðs til Betri samgangna
Ríkissjóður fær heimild til að lána félagi sem stofnað var utan um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu fjóra milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ríkisendurskoðun minnir á það sem gerðist með fjármögnun Vaðlaheiðarganga.
14. desember 2021
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fjölmennir hópar lágtekjufólks greiða mjög hátt hlutfall launa sinna í leigu og eiga litla möguleika á að eignast húsnæði að óbreyttu.
52 þúsund íbúðir í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð
Hlutfall þeirra íbúða sem eru í eigu aðila sem eiga fleiri en eina íbúð hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu ár. Um 13 prósent leigjenda einkarekinna leigufélaga eða á almenna markaðnum greiða yfir 70 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.
14. desember 2021
Landspítalann vantar 1,8 milljarð til að geta staðið undir óbreyttum rekstri og þróun
Landspítalinn á að fá um 82,5 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það er ekki nóg að mati starfandi forstjóra. Hún segir alls vanta tæplega 1,6 milljarða króna til að standa undir óbreyttum rekstri.
14. desember 2021
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði vegna kaupa á Hótel Sögu og Mið-Fossum
Ríkissjóður borgar milljarða króna til að kaupa Hótel Sögu fyrir Háskóla Íslands, og mun eiga 73 prósent í byggingunni eftir kaupin á móti Félagsstofnun stúdenta. Byggingaréttur á lóðinni fylgir með.
14. desember 2021
Heilbrigðisráðherra ræður Björn Zoëga sem ráðgjafa við breytingar á Landspítalanum
Fyrrverandi forstjóri Landspítalans, og núverandi forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra vegna breytinga á rekstri og yfirstjórn Landspítalans.
13. desember 2021
Tíu staðreyndir um íslenska húsnæðismarkaðinn
Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega á skömmum tíma, sölutími íbúða hefur aldrei verið styttri og fleiri en nokkru sinni áður borga yfir ásettu verði fyrir húsnæði. Hvað er eiginlega að gerast íslenska húsnæðismarkaðnum?
13. desember 2021
Oddagarðar við Sæmundargötu eru á meðal þeirra stúdentagarða sem eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta.
Fasteignir Félagsstofnunar stúdenta eru metnar á um 42 milljarða króna
Félagsstofnun stúdenta, sem rekur 1.495 leigueiningar, hagnaðist um 4,8 milljarða á síðasta rekstrarári. Framkvæmdastjórinn segir að þegar búið sé að draga frá viðhaldskostnað og afborganir á lánum frá matsvirðishækkun sé reksturinn nánast á núlli.
13. desember 2021