Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Runólfur Pálsson.
Runólfur Pálsson skipaður nýr forstjóri Landspítala
Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýjan forstjóra Landspítalans til næstu fimm ára. Nýi forstjórinn tekur við starfinu 1. mars næstkomandi.
1. febrúar 2022
Marta Guðjónsdóttir.
Marta íhugar að berjast við Hildi um fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum
Sitjandi borgarfulltrúi íhugar að sækjast eftir oddvitasætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í höfuðborginni. Hún myndi þá etja kappi við Hildi Björnsdóttur um sætið. Enn er ójóst hvernig valið verður á lista hjá flokknum en það skýrist væntanlega í lok viku.
1. febrúar 2022
Kórónuveirufaraldurinn skilaði Íslendingum aftur heim
Tvö ár í röð hafa fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt heim en burt frá landinu. Fjöldi þeirra sem það gerðu hefur ekki verið meiri síðan á níunda áratugnum. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 33 þúsund á rúmum áratug.
30. janúar 2022
Þórður Snær Júlíusson
Tveir ríkir kjánar í hanaslag
29. janúar 2022
Munur á afstöðu til umræðu um #Metoo eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk styður
Konur, ungt fólk og háskólamenntaðir eru mun jákvæðari í garð umræðunnar um #Metoo en karlar, eldra fólk og þeir sem hafa mest lokið grunnskólaprófi. Heilt yfir hefur jákvæðnin þó dregist saman síðan 2018.
29. janúar 2022
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins tekur við starfi forstjóra Torgs
Jón Þórisson, sem var ritstjóri Fréttablaðsins um skeið og á lítinn hlut í útgáfufélagi þess, er snúinn aftur til starfa hjá félaginu, nú sem forstjóri. Fráfarandi forstjóri sagði upp í nóvember.
28. janúar 2022
Sólveig Anna býður sig aftur fram til formanns Eflingar – Ætla að „umbylta félaginu“
Baráttulistinn, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í broddi fylkingar, mun sækjast eftir því að stýra Eflingu. Hópurinn vill stórauka áhrif Eflingar innan verkalýðshreyfingarinnar og taka upp sjóðsfélagslýðræði í lífeyrissjóðum.
28. janúar 2022
Sólveig Anna: „Starfsfólk skrifstofunnar vinnur fyrir félagsfólkið, ekki öfugt“
Sólveig Anna Jónsdóttir, sem býður sig aftur fram til formanns Eflingar, segir að miðað við stemninguna og þær áherslur sem Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi kynnt telji hún að það „verði mjög mikil þörf á ríkri samstöðu verkafólks“.
28. janúar 2022
Stjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í síðustu kosningum þar sem Framsókn vann kosningasigur. Hinir tveir flokkarnir töpuðu fylgi milli kosninga en stjórnarsamstarfið var endurnýjað.
Stjórnarflokkarnir tapa samanlögðu fylgi og mælast í vandræðum í Reykjavík
Þeir sem eru með háskólamenntun eru líklegri til að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn en þeir sem eru með grunnskólamenntun. Flokkarnir sem sitja saman í meirihluta í Reykjavík njóta samanlagt meiri stuðnings þar en á nokkru öðru landsvæði.
27. janúar 2022
Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Eigandi Fréttablaðsins hagnaðist um 3,2 milljarða króna – Seldi í Bláa lóninu
Tvö félög Helga Magnússonar, sem á um 93 prósent hlut í einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, eiga á sjöunda milljarð króna í eigið fé. Þegar er búið að eyða 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlum og hlutafjáraukningar.
27. janúar 2022
Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Norðausturkjördæmis, fljúga einna mest allra þingmanna innanlands á kostnað Alþingis.
Alþingi greiddi tæpar tíu milljónir vegna flugferða þingmanna innanlands í fyrra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, er sá þingmaður sem kostaði Alþingi mest vegna ferðakostnaðar innanlands í fyrra. Skammt á hæla hennar kom Ásmundur Friðriksson.
27. janúar 2022
Gengi stjórnarflokkanna er misjafnt samkvæmt nýjustu könnun Maskínu.
Samfylking og Píratar bæta við sig en Sjálfstæðisflokkur langt undir kjörfylgi
Sjö flokkar næðu inn á þing ef kosið yrði í dag. Miðflokkurinn heldur áfram að hverfa og Vinstri græn mælast nú fimmti stærsti flokkur landsins.
26. janúar 2022
Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja aftur fram eigið frumvarp um skattaafslátt til fjölmiðla
Á sama tíma og ráðherra fjölmiðlamála í ríkisstjórn, sem inniheldur meðal annar Sjálfstæðisflokkinn, hefur boðað aðgerðir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla hafa nokkrir þingmenn eins stjórnarflokksins lagt fram eigið frumvarp um málið.
26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
26. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
25. janúar 2022
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í gær.
Birta skilaboð fráfarandi formanns SÁÁ þar sem hann semur um kaup á vændi
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í gær. Hann sagði ástæðuna þá að hann hefði svarað auglýsingu um vændiskaup. Skjáskot sem Stundin birtir sýna hann vera að semja um vændiskaup og þakka fyrir þau eftir á.
25. janúar 2022
Enn lækkar einkunn Íslands á listanum yfir minnst spilltu löndin – Skæruliðadeild Samherja tiltekin sem ástæða
Ísland er enn og aftur það Norðurlandanna sem situr neðst á lista Transparency International yfir spilltustu lönd heims. Einkunn Íslands hefur aldrei verið lægri en nú frá því að samtökin hófu að mæla spillingu hérlendis árið 1998.
25. janúar 2022
Hagnaður Pírata tífaldaðist milli ára
Rekstur Pírata lagaðist umtalsvert milli áranna 2019 og 2020, að mestu vegna þess að launakostnaður dróst saman. Eigið fé þeirra átta stjórnmálaflokka sem fá fé úr ríkissjóði jókst um tæplega 750 milljónir króna á síðasta kjörtímabili.
24. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisráðherra boðar afléttingu sóttvarnaraðgerða
Heilbrigðisráðherra og forstjóri Landspítalans segja allar mögulegar afléttingar í skoðun með hliðsjón af skynsemi og öryggi. Næstu skref verði að aflétta neyðarstigi spítalans. Einungis níu dagar eru síðan að aðgerðir voru hertar.
23. janúar 2022
Eigið fé Íslendinga 5.635 milljarðar í lok árs 2020 – Jókst um 65 prósent á fimm árum
Á árunum 2015 til 2020 jókst eigið fé Íslendingar um 2.227 milljarða króna. Þorri eigna þeirra er bundið í fasteignum, eða um 73 prósent. Á árinu 2020 voru það þó, í fyrsta sinn, aðrar eignir en hækkun á virði fasteigna sem hækkuðu mest í virði.
22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
22. janúar 2022
Við eigum Ísland, við eigum bara eftir að taka það
21. janúar 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer með eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka.
Vilja að Bjarni afli víðtækra heimilda til að selja afganginn af Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins hefur lagt fram tillögu til Bjarna Benediktssonar um hvernig eigi að selja eftirstandandi hlut í Íslandsbanka, sem er metinn á 126 milljarða króna. Bjarni þarf að samþykkja allar sölur.
21. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
20. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
19. janúar 2022