Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Greiðslur til allra bankastjóra stærstu bankanna jukust í fyrra
Bankastjóri Íslandsbanka fékk sérstaka yfirvinnugreiðslu vegna undirbúnings fyrir skráningu á markað. Bankastjóri Arion banka fékk myndarlega bónusgreiðslu. Bankastjóri Landsbankans fékk hefðbundna launahækkun.
11. febrúar 2022
Einar Þorsteinsson.
Einar Þorsteinsson íhugar framboð fyrir Framsókn í Reykjavík
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík ætlar að stilla upp á lista fyrir komandi kosningar. Fyrrverandi stjórnandi Kastljóss á RÚV liggur undir feldi og íhugar að fara fram fyrir flokkinn.
10. febrúar 2022
Icelandair vill koma upp milljarða bónuskerfi fyrir lykilstarfsmenn svo þeir fari ekki annað
Samkvæmt tillögu sem lögð verður fyrir aðalfund Icelandair Group á hópur lykilstarfsmanna að geta fengið hlutabréf í kaupauka á næstu árum. Núverandi virði þeirra hluta sem á að gefa út er um tveir milljarðar króna.
10. febrúar 2022
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni í fyrrasumar.
Íslandsbanki græddi 23,7 milljarða í fyrra – Ætlar að skila yfir 50 milljörðum til hluthafa
Íslandsbanki ætlar að greiða hluthöfum sínum 11,9 milljarða króna í arð vegna síðasta árs. Stjórn bankans vill auk þess greiða út 40 milljarða króna til viðbótar til hluthafa á næstu einu til tveimur árum.
10. febrúar 2022
Þórður Snær Júlíusson
Skattleggjum heppnina
10. febrúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir.
Ráðherra segir banka eiga að nota „ofurhagnað“ til að lækka vexti
Lilja Alfreðsdóttir segir að ef bankarnir útfæri ekki sjálfir leið til að nota mikinn hagnað sinn til að styðja við heimili og fyrirtæki í landinu komi til greina að hækka bankaskatt að nýju.
10. febrúar 2022
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða og borgar 1,6 milljarð í bónusa
Hluthafa Arion banka fá yfir 58 milljarða króna í arðgreiðslur eða vegna endurkaupa hlutabréfa frá byrjun síðasta árs. Starfsmenn fá vænan bónus og kaupréttir þeirra tryggja þeim tvöföldun á fjárfestingu sinni að óbreyttu.
9. febrúar 2022
Árni Pétur Jónsson var forstjóri Skeljungs þangað til fyrr í þessum mánuði þegar hann sagði af sér vegna ásakana um ósæmilega hegðun fyrir 17 árum síðan.
Skeljungur greiddi forstjóranum sínum sjö milljónir á mánuði í fyrra
Skeljungur hagnaðist um 6,9 milljarða króna á árinu 2021. Nánast allur hagnaðurinn er tilkominn vegna sölu á P/F Magn. Olíufélagið, sem verið hefur í rekstri í 93 ár, hefur verið breytt í SKEL fjárfestingafélag.
9. febrúar 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri situr í peningastefnunefnd.
Stýrivextir hækkaðir um 0,75 prósentustig upp í 2,75 prósent
Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um tvö prósentustig frá því í maí í fyrra. Hækkunin í dag mun auka greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð húsnæðislán umtalsvert.
9. febrúar 2022
Icelandair Group hefur gengið í gegnum mikinn ólgusjó á síðustu árum.
Kostnaður við greiðslur til stjórnarmanna Icelandair Group jókst um þriðjung milli ára
Icelandair Group tapaði 13,7 milljörðum króna í fyrra og hefur alls tapað næstum 80 milljörðum króna á fjórum árum. Kostnaður við stjórn félagsins jókst hinsvegar um 11,3 milljónir króna á síðasta ári.
9. febrúar 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ sendi bréf á peningastefnunefnd og varaði við stórfelldum vaxtahækkunum
Forseti ASÍ segir að hækkun vaxta muni hafa í för með sér hreina kjaraskerðingu almennings. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Greiningaraðilar spá 0,75 prósentustiga hækkun.
8. febrúar 2022
Tugir milljarða streyma óskattlagðir út af íslenska fjölmiðlamarkaðinum en RÚV styrkir stöðu sína
Erlend fyrirtæki sem borga ekki skatta á Íslandi taka til sín 40 prósent af auglýsingatekjum á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Á átta árum hafa næstum 50 milljarðar króna flætt til þeirra, og út af íslenska markaðnum.
8. febrúar 2022
Laun forstjóra Icelandair hækkuðu um næstum helming milli ára þrátt fyrir yfir 13 milljarða tap
Þrátt fyrir að Icelandair Group hafi tapað 13,7 milljörðum króna í fyrra hækkuðu laun forstjóra félagsins um næstum helming á árinu. Icelandair Group hefur fengið milljarða úr opinberum sjóðum til að koma sér í gegnum faraldurinn.
8. febrúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn ætlar að endurgreiða allt sem var ofrukkað – „Við gerðum mistök“
N1 Rafmagn harmar að hafa hækkað þrautavarataxta án þess að leita fyrst annarra leiða til að veita öllum viðskiptavinum sama verð og auglýst er. Allir fá nú lægsta taxta og þeir sem borguðu of mikið fá endurgreitt.
7. febrúar 2022
Úrræðið var kynnt 2016, af Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni, og tók gildi um mitt ár 2017.
Um ellefu milljarðar greiddir inn á lán undir hatti „Fyrstu fasteignar“ á tveimur árum
Úrræði sem stjórnvöld kynntu fyrir fyrstu fasteignakaupendur, og tryggði þeim skattfrjálsa ráðstöfun séreignar inn á húsnæðislán, fór hægt af stað. Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á hefur nýting á því hins vegar margfaldast.
5. febrúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Nefnd forsætisráðherra segir alla þrjá umsækjendur vera hæfa til að dæma við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu og nefnd hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu allir hæfir í starfið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
4. febrúar 2022
Bílaleigur fengu 875 milljónir í niðurfelld vörugjöld vegna bensín- og dísilbíla í fyrra
Ívilnun sem samþykkt var árið 2020, í nafni orkuskipta og aðgerðar gegn loftslagsbreytingum, hefur tryggt bílaleigum langleiðina í milljarð króna í afslátt vegna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.
4. febrúar 2022
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Icelandair Group hefur tapað næstum 80 milljörðum á fjórum árum
Stærsta flugfélag landsins tapaði yfir 13 milljörðum króna á síðasta ári. Það skuldar yfir 30 milljarða króna í flugferðum sem búið er að borga fyrir en sem hafa ekki verið farnar.
4. febrúar 2022
Hildur Björnsdóttir hefur enn sem komið er ein lýst yfir áhuga á að leiða lista Sjálfstæðisflokks í komandi borgarstjórnarkosningum.
Sjálfstæðisflokknum snýst hugur – Ætla að fara í almennt prófkjör
Í desember ákvað fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík að halda svokallað leiðtogaprófkjör fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Nú hefur því snúist hugur og ráðið ætlar að leggja til almennt prófkjör 12. mars næstkomandi.
3. febrúar 2022
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Bankastjóri Landsbankans með 4,5 milljónir á mánuði í laun og mótframlag í lífeyrissjóð
Greiðslur til bankastjóra og formanns bankaráðs Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, hækkuðu á milli ára. Bankinn skilaði 28,9 milljarða króna hagnaði á síðasta ári og ætlar að greiða eiganda sínum að minnsta kosti 14,4 milljarða króna í arð.
3. febrúar 2022
Höfuðstöðvar Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 29 milljarða og ætlar að greiða 14,4 milljarða í arð
Þóknanatekjur Landsbankans jukust um 25 prósent milli ára og vaxtamunur hans var 2,3 prósent í fyrra. Kostnaðarhlutfall hans var 43,2 prósent á síðasta ári og bankinn náði markmiði sínu um arðsemi eigin fjár, sem var að hún yrði yfir tíu prósent.
3. febrúar 2022
Sprenging í nýtingu á séreignarsparnaði til að borga niður húsnæðislán skattfrjálst
Alls hafa Íslendingar ráðstafað 110 milljörðum króna af séreignarsparnaði sínum inn á húsnæðislán frá 2014. Þessi ráðstöfun hefur fært þeim sem geta og kjósa að nýta sér hana tæplega 27 milljarða króna í skattafslátt.
3. febrúar 2022
Nær allir sem flytja til Íslands koma með flugi og fara þar af leiðandi um Leifsstöð.
Erlendir ríkisborgarar eru 18 prósent íbúa í Reykjavík en fimm prósent íbúa í Garðabæ
Erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um tæplega 34 þúsund á áratug, eða 162 prósent. Reykjavík verður nýtt heimili langflestra þeirra og fjórði hver íbúi í Reykjanesbæ er nú erlendur.
3. febrúar 2022
Stjórnarsáttmálinn var kynntur 30. nóvember síðastliðinn.
Ríkisstjórnin getur ekki svarað því hvað felst í loforði sem sett er fram í stjórnarsáttmála
Í stjórnarsáttmálanum segir að skattmatsreglur verði endurskoðaðar til að koma í „veg fyrir óeðlilega og óheilbrigða hvata til stofnunar einkahlutafélaga“. Hvorki forsætis- né fjármála- og efnahagsráðuneytið geta svarað því hvað þetta þýðir.
2. febrúar 2022
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks endurnýjaði hjúskaparheitin eftir síðustu kosningar.
Allir stjórnarflokkarnir tapað fylgi frá síðustu kosningum en mælast með meirihluta
Stjórnarandstaðan sem heild hefur bætt við sig fylgi frá síðustu kosningum. Þar munar mestu um aukningu á stuðningi við Pírata en Miðflokkurinn hefur tapað fylgi. Vinstri græn mælast nú fimmti stærsti flokkur landsins.
2. febrúar 2022