Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi.
Ræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi slapp undan þvingunum – Ísland sagt hafa beitt sér
Einn ríkasti maður Hvíta-Rússlands, og náinn bandamaður forseta landsins, er líka kjörræðismaður Íslands þar í landi og á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Hann hefur átt að lenda á þvingunarlistum ESB en alltaf sloppið.
18. mars 2022
Virði útgerða sem skráðar eru á markað hefur aukist um 142 milljarða á tíu mánuðum
Eignarhlutur þeirra fámennu hópa sem eiga um eða yfir helmingshlut í Síldarvinnslunni og Brim hefur samanlagt hækkað um næstum 80 milljarða frá því í maí í fyrra. Stærstu hluti þeirra verðmæta hefur runnið til Samherja og Guðmundur Kristjánssonar.
17. mars 2022
PLAY tapaði næstum þremur milljörðum króna en ætlar ekki í hlutafjáraukningu
Tekjur flugfélagsins PLAY voru lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna neikvæðra áhrifa COVID-19. Félagið er ekki með neinar eldsneytisvarnir og gert er ráð fyrir að hærra olíuverð muni leiða til kostnaðarauka upp á 1,3 milljarða króna í ár.
16. mars 2022
Sjálfstæðisflokkur og Píratar bæta vel við sig en Vinstri græn tapa umtalsverðu fylgi
Stjórnarflokkarnir mælast með minna sameiginlegt fylgi en þeir fengu í kosningunum í fyrrahaust. Tveir mælast í kjörfylgi en einn, Vinstri græn, langt undir því. Tveir stjórnarandstöðuflokkar hafa bætt við sig samtals 7,3 prósentustigum síðan í haust.
16. mars 2022
Eggert Kristófersson, forstjóri Festi.
Stjórnarmenn geta fokið fyrir háttsemi sem telst „ámælisverð að almannaáliti“
Festi ætlar að innleiða reglur til að takast á við mál æðstu stjórnanda sem gætu valdið félaginu rekstraráæhættu með því að orðspor þeirra bíði hnekki. Það getur til að mynda gerst við opinbera umfjöllun.
16. mars 2022
Þeir sem eiga húsnæði hafa það gott, en margir hinna lifa við skort og ná ekki endum saman
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Hagstofu Íslands fækkaði þeim heimilum sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þau hafa hlutfallslega aldrei mælst færri. Tæplega 19 prósent þjóðarinnar segir að húsnæðiskostnaður sé þung fjárhagsleg byrði.
15. mars 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Útgáfufélag Morgunblaðsins hefur fengið 600 nýjar milljónir frá hluthöfum á þremur árum
Sá hópur sem keypti útgáfufélag Morgunblaðsins árið 2009 hefur sett tvo milljarða króna í reksturinn og þegar afskrifað helming þeirrar upphæðar. Samanlagt tap nemur rúmlega 2,5 milljörðum króna og lestur hefur rúmlega helmingast.
14. mars 2022
Útlánum til íbúðakaupa hefur verið skóflað út á faraldurstímum.
Lífeyrissjóðir hafa ekki lánað meira í íbúðalán frá því fyrir faraldur
Kerfislega mikilvægu bankarnir þrír lánuðu minna í ný útlán í janúar en þeir höfðu gert frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Lífeyrissjóðirnir lánuðu að sama skapi meira en þeir höfðu gert á sama tímabili.
13. mars 2022
Sitjandi þingmanni sem vildi verða sveitarstjóri hafnað – Ekki á meðal sex efstu
Ásmundi Friðrikssyni, sem ætlaði sér að verða oddviti Sjálfstæðisflokks í Rangárþingi ytra, var hafnað með afgerandi hætti í prófkjöri flokksins þar sem fram fór í gær.
13. mars 2022
Þórður Snær Júlíusson
Pólitíski ómöguleikinn er dauður
12. mars 2022
Heildaraflaverðmæti íslenskra útgerða var 162 milljarðar í fyrra og hefur aldrei verið meira
Árin sem kórónuveirufaraldurinn herjaði á heiminn hafa verið tvö af þeim best í sögu íslensks sjávarútvegs. Virði þess afla sem útgerðir hafa veitt hefur vaxið ár frá ári og aukinn loðnukvóti mun nær örugglega gera 2022 að mjög góðu ári líka.
12. mars 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Með 5,6 milljónir á mánuði og á hlut í Síldarvinnslunni sem er metinn á um milljarð
Laun Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar, hækkuðu um 18,5 prósent í fyrra. Eitt prósent hlutur félags sem hann á 60 prósent á móti tveimur öðrum í er metinn á um 1,6 milljarð króna. Þeir borguðu 32 milljónir fyrir hlutinn.
11. mars 2022
Gildi gerir enn og aftur athugasemd við kaupréttarkerfi skráðs félags og vill breytingar
Þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins telur að breyta þurfi tillögu um kaupréttaráætlun fyrir æðstu stjórnendur Eimskips. Það sé ekki forsenda til að umbuna stjórnendum með slíkum hætti ef hluthafar fá ekki viðunandi arðsemi á fjárfestingu í félaginu.
10. mars 2022
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí í fyrra.
Síldarvinnslan hagnaðist um 11,1 milljarða króna en borgaði 531 milljón króna í veiðigjald
Eigið fé Síldarvinnslunnar var 55 milljarðar króna um síðustu áramót og markaðsvirði félagsins er 153 milljarðar króna. Til stendur að greiða hluthöfum út 3,4 milljarða króna í arð en stærstu eigendurnir eru Samherji og Kjálkanes.
10. mars 2022
Íslenska ríkið tekur 146,5 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni sem hefur aldrei kostað fleiri krónur
Bensínverð er sums staðar komið yfir 300 krónur á lítra. Viðmiðunarverð á þessu mest notaða eldsneyti íslenskra heimila hefur hækkað um meira en helming frá því í maí 2020, og hefur aldrei verið hærra.
10. mars 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi horfir til þess að byggðar verði 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum
Innviðaráðherra boðar nýja húsnæðisstefnu fyrir Ísland til að bregðast við gríðarlegum verðhækkunum. Hann segir ljóst að ágreiningur um ábyrgð á stöðunni „mun ekki skila okkur neitt áfram og veldur óásættanlegri pattstöðu“.
10. mars 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Stefnt að því að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis upp í 65 prósent
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi sem hækkar þakið á heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis um eitt prósentustig á ári frá árinu 2024 til 2038.
9. mars 2022
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Telur að Sýn geti selt innviði fyrir sex milljarða króna á þessu ári
Forstjóri Sýnar vill selja myndlyklakerfi félagsins og fastlínukerfi þess, sem sér um hluta af gagnaflutningum. Þeim sem leigja myndlykla af Sýn hefur fækkað um þriðjung á fjórum árum.
9. mars 2022
Markaðsvirði Icelandair Group lækkað um 30 milljarða á innan við mánuði
Stríðið í Úkraínu hefur orsakað gríðarlegar hækkanir á eldsneytisverði. Flugfélög finna verulega fyrir því enda hefur verðið á þotueldsneyti hækkað um tugi prósenta á nokkrum dögum.
9. mars 2022
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Gildi vill breytingar á tillögu um kaupréttarkerfi æðstu stjórnenda Símans
Þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins telur að breyta þurfi tillögu um kaupréttaráætlun fyrir æðstu stjórnendur Símans. Það sé ekki forsenda til að umbuna stjórnendum með slíkum hætti ef hluthafar fá ekki viðunandi arðsemi á sína fjárfestingu í félaginu.
8. mars 2022
Húsnæðislán hafa hækkað umtalsverð í verði á síðustu vikum.
Lífeyrissjóðir hækka flestir vexti á íbúðalánum líkt og bankarnir höfðu þegar gert
Allir stóru bankarnir þrír hækkuðu vexti á íbúðalánum í kjölfar þess að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentustig í síðasta mánuði. Nokkrir lífeyrissjóðir, sem eru stórtækir á íbúðalánamarkaði, hafa fylgt í kjölfarið.
8. mars 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kviku banka.
Sigurður Hannesson með 1,5 milljónir á mánuði fyrir stjórnarformennsku í Kviku
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins gegnir stjórnarformennsku í Kviku banka samhliða starfi sínu sem framkvæmdastjóri stærstu aðildarsamtaka Samtaka atvinnulífsins. Hann er þriðji launahæsti stjórnarformaður Kauphallarinnar.
8. mars 2022
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Brim hagnaðist um ellefu milljarða króna en greiddi um 900 milljónir króna í veiðigjöld
Stærsta útgerðarfyrirtækið sem skráð er í Kauphöll greiddi um átta prósent af hagnaði sínum í veiðigjöld á síðasta ári og rúmlega fimmtung þeirrar upphæðar sem til stendur að greiða hluthöfum sínum í arð vegna ársins 2021.
7. mars 2022
Hluti frambjóðenda Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.
Þrír borgarstjórar á lista Samfylkingar fyrir komandi kosningar – Jón Gnarr í heiðurssæti
Fimm af sex efstu á lista Samfylkingarinnar eru sitjandi borgarfulltrúar. Á meðal annarra á listanum eru formaður félags eldri borgara og fyrrverandi formaður ÖBÍ.
6. mars 2022
Líf vann oddvitaslaginn hjá Vinstri grænum – Stefán Pálsson verður í öðru sæti
Forvali Vinstri grænna í Reykjavík lauk í dag. Þrjár konur sóttust eftir oddvitasætinu en eini sitjandi borgarfulltrúi flokksins hélt því. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur verður í þriðja sæti á lista flokksins.
5. mars 2022