Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Lýður Þ. Þorgeirsson.
Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka sagði upp störfum
Miklar hræringar hafa verið í efstu stöðum hjá Arion banka síðustu daga eftir að aðstoðarbankastjórinn hætti og réð sig til SKEL fjárfestingafélags. Nú hefur Lýður Þ. Þorgeirsson sagt upp störfum.
11. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýsla ríkisins hafnar allri gagnrýni sem sett hefur verið fram á söluferli Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins er ánægð með afsláttinn sem var gefinn á hlut í Íslandsbanka, telur kostnaðinn við útboðið ásættanlegan, segir að útboðinu hafi verið beint að öllum „hæfum fjárfestum“ og að aldrei hafi staðið til að selja bara stærri aðilum.
11. apríl 2022
Þórður Snær Júlíusson
Tilraun til að takmarka tjáningarfrelsi blaðamanna
11. apríl 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar. Hún situr einnig í ráðherranefnd um efnahagsmál.
Lilja segist aldrei hafa viljað selja bankann eins og gert var og að útkoman komi ekki á óvart
Einn þeirra þriggja ráðherra sem sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál hefur stigið fram og gagnrýnt söluferlið á hlut í Íslandsbanka harðlega. Hún segir að einblína hafi átt á gæði framtíðareigenda í stað verðs en að ákveðið hafi verið að fara aðra leið.
11. apríl 2022
Kaupendalistinn sem gerði allt vitlaust í íslensku samfélagi
Á miðvikudag var, eftir dúk og disk, birtur listi yfir þá 207 aðila sem fengu að kaupa í Íslandsbanka í lokuðu útboði þar sem afsláttur var veittur á almenningseign.
9. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan segist ekki hafa selt hlut í banka í andstöðu við lög
Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, telur að lög hafi verið brotin við sölu á 22,5 prósent hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði og vill rifta viðskiptunum. Forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins vísa þessu á bug.
8. apríl 2022
Sigríður Benediktsdóttir.
Telur lög hafa verið brotin við sölu á hlut í Íslandsbanka og vill láta rifta hluta viðskipta
Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, segir að sala á hlutum í Íslandsbanka til lítilla fjárfesta í lokuðu útboði brjóti í bága við lög um sölumeðferð eignarhluta ríkis í fjármálafyrirtækjum.
8. apríl 2022
Ríkisendurskoðun hefur áður gefið út falskt heilbrigðisvottorð á einkavæðingu banka
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur beðið Ríkisendurskoðun um að skoða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til hóps fjárfesta í lokuðu útboði fyrir rúmum tveimur vikum. Stofnunin hefur tvívegis áður skoðað bankasölu og sagt hana í lagi.
8. apríl 2022
Mynd af aðstæðunum þar sem Sigurður Ingi lét rasísk ummæli falla dreift víða á netinu
Þegar farið var fram á að formaður Framsóknarflokksins myndi taka þátt í því að halda á framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands á mynd á hann að hafa sagt: „á að mynda mig með þeirri svörtu“. Aðstoðarmaður hans er ekki sjáanleg á myndinni.
8. apríl 2022
Erlendu sjóðirnir sem seldu sig hratt út eftir skráningu voru valdir til að kaupa aftur
Á lista yfir þá 207 aðila sem valdir voru til að fá að kaupa hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum er að finna nokkra erlendra sjóði. Flestir þeirra tóku líka þátt í almenna útboðinu í fyrra, og seldu sig hratt út í kjölfarið.
7. apríl 2022
Þórður Snær Júlíusson
Hvað eiga rasísk ummæli, pólitísk hrossakaup og afsláttur á ríkiseign sameiginlegt?
7. apríl 2022
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg heldur og bætir við sig fylgi milli kosninga
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað mestu fylgi allra í Reykjavík frá síðustu kosningum en er samt stærsti flokkurinn í höfuðborginni. Miðflokkurinn mælist vart lengur og Framsókn bætir langmest allra við sig.
7. apríl 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er meirihlutaeigandi í Eignarhaldsfélaginu Steini.
Þorsteinn Már, faðir Bjarna og gamlir bankaeigendur á meðal kaupenda í bankanum
Búið er að birta listann yfir þá sem fengu að taka þátt í lokuðu útboði á hlutum í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum. Þar bauðst „hæfum fjárfestum“ að kaupa hluti í banka af ríkinu með afslætti.
6. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Búið að birta listann yfir kaupendur í Íslandsbanka – Lestu hann í heild sinni hér
Bankasýsla ríkisins lagðist gegn því að listi yfir þá 207 aðila sem fengu að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum með afslætti yrði birtur. Fjármálaráðuneytið taldi málið ekki falla undir bankaleynd og hefur birt listann.
6. apríl 2022
Sigurður Ingi á flótta undan rasískum ummælum sex árum eftir að hann varð forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson er í vandræðum. Hann lét rasísk ummæli falla í síðustu viku, hefur beðist afsökunar á þeim en vill ekki ræða þau við fjölmiðla né þingheim. Kallað er eftir afsögn hans og stjórnarandstaðan segir hann hafa brotið siðareglur.
6. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan telur sér ekki fært að birta lista yfir kaupendur að hlut ríkisins í Íslandsbanka
Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins ber fyrir sig bankaleynd og að það sé óþekkt erlendis að upplýst sé um kaupendur og hvað keypt sé í útboðum. Hann telur að ekki sé hægt að birta lista yfir kaupendur.
6. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni hefur beðið um lista yfir þá sem keyptu í Íslandsbanka og vonast til að geta birt hann
209 aðilar fengu að kaupa í Íslandsbanka í lokuðu útboði. 85 prósent þeirra voru innlendir, og þar af fengu 140 einkafjárfestar að kaupa hlut með afslætti upp á næstum 700 milljónir króna. Alls 59 fjárfestar keyptu fyrir minna en 30 milljónir króna.
5. apríl 2022
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Kallaði atburðarásina í aðdraganda afsökunarbeiðni Sigurðar Inga gaslýsingu
Aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar sagði við fjölmiðil um helgina að það væri „algjört bull“ að ráðherrann hefði viðhaft rasísk ummæli. Sigurður Ingi hefur nú gengist við þeim. Þingmaður Viðreisnar sagði viðbrögð aðstoðarmannsins vera gaslýsingu.
4. apríl 2022
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
„Mun hæstvirtur forsætisráðherra fara fram á að innviðaráðherra segi af sér?“
Þingmaður Pírata sagði ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar um framkvæmdastjóra BÍ vera rasísk, niðrandi, særandi og áreitni. Hún spurði forsætisráðherra hvort hún myndi fara fram á afsögn. Forsætisráðherra sagði innviðaráðherra hafa beðist afsökunar.
4. apríl 2022
Sigurður Ingi biðst afsökunar á því að látið „óviðurkvæmileg orð“ falla
Formaður Framsóknarflokksins er sagður hafa vísað til framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands sem „hinnar svörtu“. Hann segir að honum hafi orðið á og biðst afsökunar á þeim orðum sem hann lét falla.
4. apríl 2022
Lífeyrissjóðir landsins, sem eiga að sjá þjóðinni fyrir áhyggjulausu ævikvöldi, vilja komast með stærri hluta eigna sinna úr landi til að forðast eignabólur og dreifa áhættu.
Lífeyrissjóðirnir fá að auka erlendar eignir sínar aðeins hraðar, en bara í þrjú ár
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt frumvarp á vef Alþingis þar sem lífeyrissjóðum verður heimilt að auka eignir sínar erlendis upp í 65 prósent af heildareignum fyrir árið 2036, í stað 2038 eins og drög höfðu gert ráð fyrir.
4. apríl 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur siglir nokkuð lygnan sjó samkvæmt nýjustu könnun Gallup og litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða.
Fylgi stjórnmálaflokka hreyfist lítið – Andstaðan enn langt frá því að ógna stjórninni
Stöðugleiki mælist í fylgi flokka og þær litlu breytingar sem urðu á því milli febrúar og mars breyta ekki miklu. Tveir stjórnarflokkar mælast rétt undir kjörfylgi en einn aðeins yfir því. Þrír stjórnarandstöðuflokkar mælast yfir kjörfylgi.
4. apríl 2022
Hrafn Magnússon, Bjarni Benediktsson og Þorgeir Eyjólfsson.
Segja nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fela í sér aðför að kjörum lífeyrisþega lífeyrissjóða
Tveir reynslumestu stjórnendur íslenska lífeyriskerfisins frá því að það var sett á fót segja að verði framlögð frumvarpsdrög að lögum muni það hafa í för með sér verulega kaupmáttarskerðingu lífeyrisþegar.
4. apríl 2022
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Vilja draga úr skaðlegum áhrifum þess að sami lífeyrissjóður eigi í samkeppnisaðilum
Samkeppniseftirlitið hefur áhyggjur af því að sami lífeyrissjóður eigi stóran eignarhlut í fleiri en einum keppinauti á sama markaði og kallar eftir umræðu um þá stöðu. Sömu sjóðir eiga oft í öllum skráðum félögum sem bjóða sambærilega eða sömu þjónustu.
3. apríl 2022
Stærstu hluthafarnir á bakvið 100 milljóna innspýtingu í útgáfufélag Morgunblaðsins
Sá hópur sem keypti útgáfufélag Morgunblaðsins árið 2009 hefur sett tvo milljarða króna í reksturinn og þegar afskrifað helming þeirrar upphæðar. Samanlagt tap nemur rúmlega 2,5 milljörðum króna og lestur hefur rúmlega helmingast.
2. apríl 2022