Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

New York Times sýnir mikilvægi þess að lesendur borgi fyrir fréttir
Fyrir áratug var eitt virtasta fjölmiðlaveldi heims, New York Times, í vanda. Það hafði verið að reyna að finna fæturna í stafrænum veruleika með því að elta netumferð, á forsendum tæknirisa, í þeirri von að auglýsingatekjur myndu aukast.
15. ágúst 2021
Flest störf sem orðið hafa til í sumar tengjast ferðaþjónustutengdri starfsemi. Atvinnulausum innan þess geira fækkaði um 22 til 25 prósent í síðasta mánuði.
70 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í hálft ár eða lengur
Alls voru níu af hverjum tíu störfum sem auglýst voru í júlímánuði eru tengd átaksverkefnum þar sem ríkið greiðir þorra launa fólks eða reynsluráðningar. Það kemur í ljós í haust, þegar ráðningastyrkir renna út, hvort um framtíðarstörf verði að ræða.
14. ágúst 2021
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru tveir af aðaleigendum Samherja Holding.
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2019
Ársreikningaskrá hefur heimild til að krefjast skipta á búum fyrirtækja sem skila ekki ársreikningum innan 14 mánaða frá því að uppgjörsári lýkur. Eitt stærsta fyrirtæki landsins, Samherji Holding, hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2019.
14. ágúst 2021
Höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar eru í Katrínartúni í Reykjavík.
Hátt í 150 þúsund manns standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim sem standa utan þjóðkirkjunnar hefur fjölgað um 112 þúsund frá aldamótum. Það eru fleiri en samanlagður íbúafjöldi Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
14. ágúst 2021
Af hverju græða íslensku bankarnir svona mikið af peningum?
Samanlagður hagnaður þeirra þriggja banka sem voru endurreistir eftir bankahrunið frá byrjun og til dagsins í dag er tæplega 706 milljarðar króna. Fyrstu árin var mikið um einskiptishagnað.
14. ágúst 2021
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Finnst að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn „nokkurs konar framkvæmdastjóri Íslands“
Páll Magnússon segir að í Sjálfstæðisflokknum hafi skapast andrými fyrir þá skoðun að þeir sem gagnrýna forystu hans séu að bregðast flokknum. Sjálfstæðismenn hljóti að ræða hvort það sé fullreynt að ná árangri með núverandi formanni.
14. ágúst 2021
Katrín Jakobsdóttir varð fyrsti forsætisráðherrann til að tilkynna ekki um þingrof úr ræðustól Alþingis í næstum sjö áratugi.
Þingrof kynnt með öðrum hætti en úr ræðustól Alþingis í fyrsta sinn síðan 1953
Lengst af hefur sá vani verið hafður á að forsætisráðherra tilkynni um þingrof úr ræðustól Alþingis. Tilkynning um þingrof birtist í Stjórnartíðindum í gær, án þess að sá vani væri virtur. Það hefur ekki gerst í 68 ár.
13. ágúst 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna.
Varaformaður Vinstri grænna vill í vinstri stjórn
Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að Vinstri græn muni ná meiri árangri í þeim málum sem flokkurinn leggur áherslu á ef hann sitji í vinstri stjórn.
13. ágúst 2021
Vilhjálmur Bjarnason sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013-2017.
Spyr hvort Sjálfstæðisflokkur sé eins máls flokkur utan um fiskveiðistjórnunarkerfið
Vilhjálmur Bjarnason segir að frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafi enga skírskotun til almennra kjósenda. Hann segir Pírata virðast vera á „einhverju rófi“, að Samfylkingarfólk sé leiðinlegt og að Miðflokkurinn sé trúarhreyfing.
13. ágúst 2021
Fimmtungur tók til sín 67 prósent af allri aukningu á eigin fé vegna fasteigna á áratug
Tvær af hverjum þremur krónum sem urðu til af nýjum auð á Íslandi frá 2010 og fram til síðustu áramóta runnu til 20 prósent ríkustu landsmanna. Aukningin á eigin fé hópsins er vanmetin þar sem virði hlutabréfa er metið á nafnvirði, ekki markaðsvirði.
12. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segist ætla að kynna hugmyndir um endurskipulagningu lífeyriskerfisins
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir of marga vera að ljúka starfsævi sinni án ríkra lífeyrisréttinda. Tími sé kominn til að breyta kerfinu. Síðast var það gert 2016, með jöfnun lífeyrisréttinda. Enn á eftir að efna forsendur þeirra breytinga.
11. ágúst 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Stjórn Skeljungs segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að breyta því í fjárfestingafélag
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var því haldið fram að ráðandi hluthafar í Skeljungi ynnu að því að breyta félaginu í fjárfestingafélag. Stjórn félagsins áréttar í tilkynningu að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta.
11. ágúst 2021
Telja að stjórnsýslulög hafi verið þverbrotin með skipun Páls sem ráðuneytisstjóra
Það hefur vart farið framhjá mörgum að skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu kærði ráðningu á ráðuneytisstjóra í mennta- og menningamálaráðuneytinu til kærunefndar jafnréttismála, og vann.
11. ágúst 2021
Formenn stjórnarflokkanna á blaðamannafundinum fyrr í dag.
Ríkisstjórnin segist hafa lokið 138 af 189 aðgerðum sem hún lofaði í stjórnarsáttmála
Formenn stjórnarflokkanna eru allir sammála um að mikið verk hafi verið unnið á þessu kjörtímabili. Bjarni Benediktsson segir það hafa verið lærdómsríkt að fá nýjan samstarfsflokk og að það hafi „þétt samstarfið að fá krefjandi verkefni í fangið.“
10. ágúst 2021
Rúmlega 60 prósent líkur á því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi meirihluta
Kjarninn birtir líkur flokka á því að koma manni inn á þing og spá um hvaða ríkisstjórnir eru líklegastar. Líkurnar eru fengnar með því að framkvæma 100 þúsund sýndarkosningar.
10. ágúst 2021
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Keahótel-keðjan tapaði hálfum milljarði og fékk hátt lán með ríkisábyrgð
Í lok síðasta árs breytti ríkisbankinn Landsbankinn skuldum Keahótel-samstæðunnar í nýtt hlutafé og eignaðist 65 prósent hlut í henni. Fyrri hluthafar lögðu fram 250 milljónir í nýtt hlutafé og eiga nú 35 prósent.
10. ágúst 2021
Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skera sig úr þegar kemur að afstöðu gagnvart kvótakerfinu. Bjarni Benediktsson er formaður þess fyrrnefnda og Sigurður Ingi Jóhannsson þess síðarnefnda.
Tveir af hverjum þremur landsmönnum telja að kvótakerfið ógni lýðræðinu
Á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er meirihluti fyrir því að telja kvótakerfið ekki ógn gegn lýðræðinu og gegn því að breyta kerfinu með lýðræðislegum aðferðum. Kjósendur allra annarra flokka er á öndverðri skoðun.
9. ágúst 2021
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur hækkað umtalsvert í launum á kjörtímabilinu.
Laun ráðherra á Íslandi hafa hækkað um 874 þúsund á fimm árum
Laun þingmanna hafa hækkað um 80 prósent frá fyrri hluta árs 2016. Laun ráðherra hafa hækkað um 70 prósent en samt um 300 þúsund krónum meira en laun þingmanna. Hækkanirnar eru í engu samræmi við almenna launaþróun.
9. ágúst 2021
Einungis 14 prósent landsmanna ánægð með núverandi útfærslu kvótakerfisins
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru ánægðari með núverandi útfærslu kvótakerfisins en óánægðari. Hjá öllum öðrum flokkum er andstaðan við kerfið miklu meiri en stuðningur við það.
9. ágúst 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Mál Arion banka gegn Fjármálaeftirlitinu á dagskrá dómstóla í haust
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í fyrrasumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki höfðaði mál og vill að ákvörðuninni hnekkt.
8. ágúst 2021
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins.
Eigandi Morgunblaðsins metinn á 614 milljónir króna
Næst stærsti einstaki eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins myndi tapa þriðjungi af fjárfestingu sinni í fjölmiðlafyrirtækinu ef hann myndi selja hlutinn í dag. Fjársterkir aðilar hafa greitt með rekstrinum frá 2009.
7. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn frestar landsfundi sínum
Rúm þrjú ár eru síðan að Sjálfstæðisflokkurinn hélt síðast landsfund. Til stóð að halda hann í nóvember í fyrra og svo aftur í lok ágúst, í aðdraganda komandi kosninga. Nú er búið að fresta honum um óákveðinn tíma.
6. ágúst 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir launahækkun þingmanna rof milli kjara æðstu ráðamanna og almennings
Forseti ASÍ segir að þingmenn undirgangist ekki þá grunnhugmynd að hækka lægstu laun umfram almenna launahækkun, líkt og samið var um í lífskjarasamningnum, heldur taki sér hækkun langt umfram aðra.
6. ágúst 2021
Stjórnarkreppa í kortunum eftir kosningar
Allt bendir til þess að það verði erfitt að mynda ríkisstjórn að óbreyttu. Þeir flokkar sem geta hugsað sér að starfa saman ná ekki nægjanlegum styrk til að gera það þannig að góður meirihluti yrði að baki hinnar nýju ríkisstjórnar.
6. ágúst 2021
Ólafur Ólafsson þegar hann kom fyrir stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd vegna málsins.
Ólafur Ólafsson vildi fá á fjórða tug milljóna vegna lögmannskostnaðar og miska
Ólafur Ólafsson taldi sig hafa orðið fyrir orðsporsmissi og tilfinningalegu tjóni vegna vinnu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans og vildi bætur fyrir. Hann fór einnig fram á að íslenska ríkið greiddi umtalsverðan lögmannskostnað hans.
6. ágúst 2021