Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
26. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
25. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
23. október 2020
Norðurál telur Landsvirkjun misnota stöðu sína og leitar til Samkeppniseftirlitsins
Norðurál telur að Landsvirkjun hafi „sem markaðsráðandi aðili á markaði með skammtímaorku misnotað stöðu sína gagnvart Norðuráli með því að krefjast ósanngjarns og óhóflegs endurgjalds fyrir umframorku“ og leitar eftir áliti frá SKE um málið.
21. október 2020
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar miðað við í fyrra, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
20. október 2020
Brek telja sig eiga erindi inn á íslenskan markað og hafa fengið athygli erlendis frá
Hljómsveit sem bræðir saman áhrif úr ýmsum tegundum alþýðutónlistar við áhrif úr öðrum tegundum tónlistat safnar fyrir útgáfu fyrstu plötu sinnar.
18. október 2020
40 þúsund manns hafa nú skrifað undir ákall um að ný stjórnarskrá verði lögfest á Alþingi.
Fjörutíu þúsund manns hafa skrifað undir kröfu um nýja stjórnarskrá
Yfir 40 þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista og krefjast þess að nýja stjórnarskráin verði lögfest í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fór 20. október 2012.
18. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Samfélagið þarf að búa sig undir að smit verði í þjóðfélaginu næstu mánuðina
Sóttvarnalæknir segir í sínu nýjasta minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íslenskt samfélag þurfi að búa sig undir að smit verði í þjóðfélaginu næstu mánuði og að á einhverjum tímapunktum þurfi að grípa til harðra aðgerða.
16. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er starfandi heilbrigðisráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur.
Tveggja metra reglan mun gilda um allt land
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum að láta hertar aðgerðir gilda með svipuðum hætti næstu 2-3 vikurnar, en unnið er að endanlegri útfærslu. Tveggja metra reglan mun taka gildi um land allt og tilmæli um íþróttastarf munu taka einhverjum breytingum.
16. október 2020
Lést af völdum COVID-19 á Landspítala
Einn sjúklingur lét lífið á Landspítala af völdum COVID-19 á síðasta sólarhring, samkvæmt tilkynningu frá spítalanum. Ellefu manns hafa nú látist hér á landi eftir að hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19.
16. október 2020
Apple hættir að láta hleðslukubba og heyrnartól fylgja með hverjum seldum síma
Tæknivarpið fjallaði um nýjustu kynningu Apple í vikunni.
15. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Vill ekki tilslakanir næstu tvær til þrjár vikurnar
Sóttvarnarlæknir telur ekki ráðlegt að ráðast í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum næstu vikurnar.
15. október 2020
Aukin samneysla skiptir Íslendinga meira máli en skattalækkanir
Samkvæmt nýrri könnun Gallup er næstum þrefalt meiri stuðningur meðal Íslendinga við aukin útgjöld til heilbrigðismála en að lækka tekjuskatt einstaklinga.
14. október 2020
Skóflustunga að því sem átti að verða álver Norðuráls í Helguvík var tekin árið 2008 en framkvæmdin varð aldrei að veruleika.
Samherji staðfestir að vera að skoða laxeldi í Helguvík
Samherji fiskeldi og Norðurál hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við kaup Samherja á eignum Norðuráls í Helguvík. Þar var skóflustunga tekin að álveri árið 2008, en sá draumur varð aldrei að veruleika. Nú kannar Samherji aðstæður til laxeldis.
14. október 2020
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
Smit komið upp hjá almannavörnum
Eitt COVID-19 smit hefur greinst hjá almannavarnadeild ríkilögreglustjóra og hafa þrír aðrir starfsmenn deildarinnar farið í sóttkví vegna þess.
13. október 2020
Fyrstu íslensku snjóbrettamyndirnar á leið yfir á stafrænt form
20 árum eftir að fyrsta snjóbrettamynd Team Divine var framleidd, og 15 árum eftir að sú síðasta kom út, stendur til að koma efninu yfir á starfrænt form.
11. október 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín fór í golf utan höfuðborgarsvæðisins þvert á tilmæli GSÍ
Formaður Viðreisnar fór í golf í Hveragerði þrátt fyrir tilmæli Golfsambands Íslands til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að virða takmarkanir og leita þannig ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins. „Þetta voru mistök sem ég mun læra af,“ segir hún.
10. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Lokunarstyrkir þriðju bylgjunnar verði allt að 120 milljónir á hvert fyrirtæki
Ríkið ætlar sér að greiða allt að 600 þúsund krónur á mánaðargrundvelli með hverjum starfsmanni þeirra fyrirtækja sem þurfa að loka dyrum sínum í þessari bylgju faraldursins. Heildarkostnaður er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir, m.v. 2 vikna lokun.
9. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun gegna störfum heilbrigðisráðherra næstu vikurnar.
Svandís í leyfi frá störfum – Guðmundur Ingi gegnir störfum hennar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra gegnir störfum heilbrigðisráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur, sem farin er í leyfi til 15. október.
7. október 2020
Tæplega 90 ný smit og átján á sjúkrahúsi
Í gær greindust 87 manns til viðbótar með kórónuveiruna hér á landi. 795 manns eru í einangrun vegna COVID-19 og yfir 4.000 í sóttkví. Yfir 2.650 sýni voru tekin á landinu í gær.
7. október 2020
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Stýrivextir áfram eitt prósent
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum á sama stað og þeir hafa verið frá því í maí.
7. október 2020