Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Lítil rafmyntarfyrirtæki verða undanskilin greiðslu eftirlitskostnaðar
Frumvarp um að breyta peningaþvættislögum svo þau nái yfir þá sem stunda viðskipti með sýndarfé var afgreitt úr nefnd í gær. Samþykkja þarf frumvarpið fyrir þinglok til að hindra refsi­verðra starf­semi sem kunni að þríf­ast í skjóli þess nafn­leysis.
6. júní 2018
Mikið mæðir á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hún þarf að höggva á hnútinn í veiðigjaldamálinu til að farvegur fyrir lok þingstarfa skapist.
Tilboð liggur fyrir um lausn á veiðigjaldadeilunni
Líklegasta niðurstaða í deilunni um veiðigjaldafrumvarpið er sú að fallið verði frá lækkun veiðigjalda og núgildandi ákvæði framlengd. Nýtt frumvarp um breytingar á innheimtu þeirra verði svo lagt fram í haust.
6. júní 2018
Sagan öll: Þetta er það sem verið er að rannsaka í Skeljungsmálinu
Hjón sem keyptu olíufélag með dönskum fasteignum, maðurinn sem vann hjá banka við að selja þeim félagið en varð síðar ráðinn forstjóri þess, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og færeyskt olíufélag koma við sögu í Skeljungsfléttunni.
5. júní 2018
Lág verðbólga einungis tryggð með einhverskonar „stéttasátt“
Nefnd um endurskoðun peningastefnu Íslands gengur út frá því að krónan verði áfram gjaldmiðill íslensku þjóðarinnar, leggst gegn myntráði, leggur til víðtækar breytingar á hlutverki Seðlabankans og vill afnema bindiskyldu á mögulega vaxtamunaviðskipti.
5. júní 2018
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum í síðasta mánuði.
Hefur lánað 18,4 milljarða til félaga sem eiga ekki að vera rekin í hagnaðarskyni
Íbúðalánasjóður hefur lánað 25 félögum vel á annað tug milljarða á grundvelli reglugerðar sem heimilar bara lán til aðila sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni. Þorri þeirra lána fór til Heimavalla, sem var skráð á markað í maí og ætlar sér að greiða arð.
5. júní 2018
Dagur B. Eggertsson hefur verið borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 2014.
Líkur aukast á því að Dagur verði áfram borgarstjóri
Ekki er samhljómur innan Viðreisnar um að það yrði krafa að Dagur B. Eggertsson yrði ekki áfram borgarstjóri. Erfiðlega hefur gengið að finna hentugan kandídat og líkurnar á því að Dagur sitji áfram aukast dag frá degi.
4. júní 2018
Verðandi meirihluti fékk færri atkvæði en verðandi minnihluti
Þeir fjórir flokkar sem eru að mynda meirihluta í Reykjavík fengu 700 færri atkvæði en þeir flokkar sem verða að öllum líkindum í minnihluta. Þeir fengu 45,2 prósent allra greiddra atkvæða.
2. júní 2018
Þórður Snær Júlíusson
Náttúrutalentarnir
2. júní 2018
SFS finnst veiðigjöldin ekki lækka nógu mikið
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að veiðigjöld lækki enn meira en lagt er til í frumvarpi atvinnuveganefndar, þar sem lagt er til að þau lækki um 1,7 milljarða. Samtökin eru líka á móti sértækum afsláttum sem gagnast minni útgerðum.
2. júní 2018
Fá 187föld lágmarkslaun fyrir þrotavinnu
Þeir sem vinna við að sjá um eftirstandandi eignir föllnu bankanna Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands þiggja ofurlaun fyrir. Átta slíkir starfsmenn eru á meðal hæstu skattgreiðenda á landinu og þeir sem eru með hæstu launin fá 56 milljónir á mánuði.
1. júní 2018
Þórður Snær Júlíusson
Breytingaskeiðið
1. júní 2018
Stór hlutur í Arion banka seldur langt undir bókfærðu eigin fé
Gengi bréfa í Arion banka í hlutafjárútboði sem hefst í dag verður 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af bókfærðu eigin fé. Miðað við þetta er bankinn metinn á 123-143 milljarða króna. Tveir erlendir sjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa.
31. maí 2018
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Fimm aðrir þingmenn mynda meirihluta í nefndinni.
Leggja til að lækka tekjur vegna veiðigjalda um 1,7 milljarð
Meirihluti atvinnuveganefndar hefur lagt fram frumvarp um að lækka tekjur ríkisins af veiðigjöldum úr tíu milljörðum í 8,3 milljarða. Versnandi afkoma sjávarútvegs er sögð ástæðan. Hagur sjávarútvegsfyrirtækja vænkaðist um 365,8 milljarða á nokkrum árum.
31. maí 2018
Nýr meirihluti veltur á að Dagur gefi eftir stólinn
Hægt verður að ganga frá myndun nýs meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hratt ef Samfylkingin felst á þá kröfu að ráðinn verði borgarstjóri.
30. maí 2018
20 leigufélög krafin skýringa á hækkun á húsaleigu
Íbúðalánasjóður er stærsti lánveitandi hagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi. Hann hefur sent 20 slíkum bréf þar sem kallað er eftir upplýsingum um miklar hækkanir á húsaleigu.
29. maí 2018
Hraðbankaeigandi vill að stjórnvöld bíði í tvö ár með að regluvæða rafmyntamarkaðinn
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem er ætlað að koma í veg fyrir peningaþvætti með notkun rafmynta á Íslandi. Hún telur að það liggi á að færa sýndarfjárviðskipti undir lög strax til að koma í veg fyrir þetta. Fyrirtæki í iðnaðinum eru ósammála.
29. maí 2018
Verið að máta saman nýjan meirihluta
Meirihlutasamstarf Viðreisnar við sitjandi meirihluta í Reykjavík er í skoðun. Viðreisn mun fara fram á aðra áferð en hefur verið og leggja m.a. áherslu á málefni atvinnulífsins og menntamál. Vilji er til að mynda nýjan meirihluta sem fyrst.
28. maí 2018
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurn um kostnað vegna hælisleitenda.
Útgjöld vegna hælisleitenda voru 3,4 milljarðar í fyrra
Heildarútgjöld ríkis og sveitarfélaga vegna veru hælisleitenda hérlendis hefur numið 6,9 milljörðum króna frá byrjun árs 2012 og til síðustu áramóta.
28. maí 2018
Rúmlega 15 þúsund börn á Íslandi með erlendan bakgrunn
Fjöldi barna með erlendan bakgrunn að hluta eða öllu leyti hefur þrefaldast frá árinu 1998. Í byrjum síðasta árs voru tæplega 13 prósent leikskólabarna með erlent móðurmál.
28. maí 2018
Tímarnir eru að gjörbreytast í Reykjavíkurborg
Konur verða ráðandi í Reykjavík næstu fjögur árin. Aldrei áður hefur borgarstjórn endurspeglað fjölbreytileika borgarbúa með jafn skýrum hætti og í þeim átta framboðum sem kjörin voru.
27. maí 2018
Fjöldi erlendra karlmanna flytur til Íslands til að starfa í byggingaiðnaði.
Körlum á Íslandi fjölgar mun hraðar en konum
Í fyrra voru tveir af hverjum þremur útlendingum sem fluttu til landsins karlar. Alls eru tæplega sjö þúsund fleiri karlar en konur með búsetu í landinu og spár gera ráð fyrir að þeir verði orðnir allt að 14 þúsund fleiri eftir örfá ár.
27. maí 2018
Svona eru líkur þeirra sem sækjast eftir kjöri í borgarstjórn á að komast inn
Áttundi maður Samfylkingar er í meiri hættu en sjöundi maður Sjálfstæðisflokks. Einungis brotabrot úr prósenti munar á líkum oddvita Framsóknar, sem mælist inni, á að ná kjöri og öðrum manni á lista Vinstri grænna.
26. maí 2018
Meirihlutinn fallinn og Sjálfstæðisflokkur í sókn
Borgarstjórnarmeirihlutinn er naumlega fallinn samkvæmt nýjustu kosningspánni. Lítið vantar þó upp á að hann haldi. Níu flokkar mælast með mann inni og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig á lokasprettinum. Vinstri græn stefna í afhroð.
26. maí 2018
Nær enginn munur á fylgi Sósíalistaflokks og Flokks fólksins en bara annar nær inn
Engar breytingar eru á skiptingu borgarfulltrúa á milli kosningaspáa. Samfylkingin heldur áfram að bæta lítillega við sig og Sjálfstæðisflokkurinn þokast upp á við í fyrsta sinn í nokkrar vikur.
25. maí 2018
Ríkið er stærsti lánveitandi Heimavalla
Stór hluti þeirra eigna sem stærsta leigufélagið á almennum markaði, Heimavellir, á voru áður í eigu félaga eða stofnana í eigu ríkisins. Rúmlega helmingur allra vaxtaberandi skulda félagsins eru við Íbúðalánasjóð.
25. maí 2018