Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Héraðsdómur vísar frá CLN-máli Kaupþingsmanna
CLN-málið, sem snýst um meint stórfelld umboðssvik upp á 72 milljarða króna út úr Kaupþingi, hefur verið vísað frá. Greiðslur frá Deutche Bank til KAupþings breyttu málinu.
11. september 2018
Laun ráðherra og aðstoðarmanna samtals 636 milljónir á næsta ári
Hækka þarf framlag ríkissjóðs til rekstrar ríkisstjórnar Íslands um 153 milljónir króna vegna fjölgunar aðstoðarmanna hennar. Þeir mega vera 25 alls og er sú heimild nú nánast fullnýtt.
11. september 2018
RÚV fær 4,7 milljarða – Ekki gert ráð fyrir framlögum til annarra fjölmiðla
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 534 milljón króna aukningu á framlögum til fjölmiðla. Öll aukningin fer til RÚV og ekki er gert ráð fyrir framlögum til að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla.
11. september 2018
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir frumvarp til fjárlaga 2019.
Persónuafsláttur hækkaður, tryggingagjald lækkað og barnabætur auknar
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með 29 milljarða afgangi á næsta ári. Tekjur hans aukast um 52 milljarða en gjöld um 55 milljarða á árinu.
11. september 2018
Nýskráning dísil- og bensínbíla verði ólögmæt eftir 2030 á Íslandi
Ríkisstjórnin kynnti metnaðarfulla áætlun í loftlagsmálum í dag sem gerir ráð fyrir að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamkomulagsins og orðið kolefnishlutlaust. Því verður náð með orkuskiptum í samgöngum og kolefnisbindingu.
10. september 2018
Kostar 149 milljarða að hækka skattleysismörk í 300 þúsund krónur
Ríkið þyrfti að gefa eftir 89 prósent af tekjum sem það hefur af álagningu tekjuskatts einstaklinga ef hækka ætti persónuafslátt upp að lágmarkslaunum.
9. september 2018
Þórður Snær Júlíusson
Treystið okkur
8. september 2018
Þórður Snær Júlíusson
Ísexit
6. september 2018
Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP.
Kóreskt fyrirtæki kaupir CCP á 46 milljarða
Stærsti tölvuleikjaframleiðandi Íslands hefur verið seldur. Starfseminni verður haldið áfram í sjálfstæðri einingu og stúdíó CCP í Reykjavík verður áfram starfrækt.
6. september 2018
Jón Ólafsson var formaður starfshópsins.
Svona ætlar ríkisstjórnin að efla traust á stjórnmálum
Starfshópur vill láta „lobbyista“ skrá sig og gera samskipti þeirra við stjórnvöld gegnsæ, setja reglur um störf stjórnmála- og embættismanna fyrir aðra ogr auka hagsmunaskráningu. Þá vill hann að fleiri setji sér siðareglur.
5. september 2018
Skattrannsóknarstjóri fær ekki upplýsingar um eigendur Dekhill Advisors
Embætti skattrannsóknarstjóra telur sig hafa „trúverðugar vísbendingar“ um hver sé eigandi aflandsfélagsins Dekhill Advisors, sem fékk milljarða króna til sín í fléttu þegar Búnaðarbankinn var seldur fyrir rúmum 15 árum.
5. september 2018
Kaupþing féll í október 2008. En félag utan um eftirstandandi eignir bankans er enn starfandi.
Launakostnaður Kaupþings jókst um milljarð en starfsfólki fækkaði
Alls fengu starfsmenn Kaupþings um yfir 2,6 milljarða króna í laun og launatengd gjöld í fyrra. Í árslok störfuðu 19 manns hjá félaginu.
4. september 2018
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki mælst stærri frá árinu 2014
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi á kjörtímabilinu. Stjórnarandstaðan er með mun meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir. Og miðjuflokkarnir halda áfram að taka til sín það fylgi sem er á hreyfingu.
3. september 2018
Fjölmargir innflytjendur koma til Íslands til að vinna í byggingariðnaðinum.
Rúmlega 60 prósent innflytjenda á vinnumarkaði undir fertugu
Sá hópur útlendinga sem kemur til Íslands til að vinna er mun yngri en hópurinn með íslenskan bakgrunn sem fyrir var á vinnumarkaði.
3. september 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 100 milljarða á sjö árum
Samherji hagnaðist um 14,4 milljarða króna í fyrra. Samstæðunni var skipt upp í innlenda og erlenda starfsemi í fyrrahaust. Félagið utan um erlendu starfsemina keypti fjórðungshlut í Eimskip í sumar.
3. september 2018
Nær öll ný störf sem verða til á Íslandi eru mönnum með innfluttu vinnuafli. Það á sérstaklega við í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.
Innflytjendum á vinnumarkaði hefur fjölgað um einn Mosfellsbæ frá 2017
Fjöldi innflytjenda sem starfa á Íslandi hefur tvöfaldast frá byrjun árs 2015 og er meiri en allir íbúar Kópavogs. Án innflutts vinnuafls væri engin leið að manna þau mörg þúsund störf sem verða til hér árlega, og stuðla að endurteknum hagvexti.
2. september 2018
Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins.
Innheimtir fasteignaskattar í Reykjavík 9,1 milljarður á fyrri hluta árs
Þrátt fyrir að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði hafi verið lækkaðir í fyrra aukast tekjur borgarinnar af tekjustofninum. Til stendur að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á kjörtímabilinu.
31. ágúst 2018
Mikið tap á rekstri Morgunblaðsins á síðasta ári
Í ársreikningi eins stærsta eiganda Morgunblaðsins er að finna hlutdeild hans í tapi útgáfufélags fjölmiðilsins á síðasta ári. Umræddur eigandi á 16,45 prósent í Árvakri og hlutdeild hans í tapi félagsins var 43,9 milljónir króna.
30. ágúst 2018
Almenna leigufélagið hagnaðist um 401 milljón á hálfu ári
Framkvæmdastjóri eins stærsta almenna leigufélags landsins segir að félagið finni mikinn meðbyr og ánægju meðal viðskiptavina sinna.
29. ágúst 2018
Júlíus Vífill viðurkenndi skattalagabrot, en þau eru fyrnd
Við rannsókn á meintum skattalagabrotum Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, viðurkenndi hann að hafa ekki gefið umtalsverðar tekjur upp til skatts. Hann átti um tíma 131 til 146 milljónir á aflandsreikningi.
28. ágúst 2018
Icelandair flýgur ekki hátt um þessar mundir.
Hlutabréf í Icelandair hrynja í verði – Markaðsvirðið ekki lægra í sex ár
Hlutabréfamarkaðurinn brást hart við nýrri afkomuviðvörun frá Icelandair og uppsögn forstjóra félagsins. Það sem af er degi hefur gengi Icelandair lækkað um á annað tug prósenta.
28. ágúst 2018
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, komst í kastljósið snemma árs þegar opinberað var að hann fékk hæstar endurgreiðslur vegna aksturs á síðasta ári.
Endurgreiðslur vegna aksturs þingmanna á eigin bílum dragast verulega saman
Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2018 nema endurgreiðslur vegna aksturs eigin bifreiða 701 þúsund krónum að meðaltali. Heildarkostnaður þeirra á tímabilinu er nálægt því sá sami og einn þingmaður fékk í slíkar endurgreiðslur í fyrra.
28. ágúst 2018
Einstaklingar sem búa í Garðabæ og á Seltjarnanesi hafa mun hærri tekjur af fjármagni en í höfuðborginni.
Mestar fjármagnstekjur á hvern íbúa í Garðabæ og á Seltjarnarnesi
Þegar skipting fjármagnstekna milli íbúa stærstu sveitarfélaga landsins er skoðuð kemur í ljós að tvö skera sig úr. Meðaltal fjármagnstekna á hvern íbúa var 132 prósent hærra á Seltjarnarnesi en í Reykjavík.
27. ágúst 2018
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum í maí
Heimavellir ætla að klára endurfjármögnun á næstu mánuðum
Arion banki undirbýr útgáfu skuldabréfa fyrir Heimavelli sem stefnt er að bjóða fjárfestum í október. Takist Heimavöllum að endurfjármagna milljarða skuldir við Íbúðalánasjóð þá getur félagið greitt hluthöfum sínum arð.
26. ágúst 2018
Þórður Snær Júlíusson
Fimm ár
24. ágúst 2018