Færslur eftir höfund:

Bára Huld Beck

Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
21. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
20. janúar 2020
Kanna einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni á Alþingi
Félagsvísindastofnun hefur umsjón með rannsókn á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis. Könnunin er þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar á þjóðþingum Evrópu.
18. janúar 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
17. janúar 2020
Þeim sem gerst hafa sekir um kynferðisbrot verði neitað um starfsleyfi ökukennara
Lagt er til í nýjum drögum að breytingu á reglugerð um ökuskírteini að sett verði inn heimild til að neita þeim um starfsleyfi ökukennara sem gerst hafa sekir um kynferðisbrot og að neita megi þeim um ökuskírteini sem háðir eru notkun áfengis.
15. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
„Í dag erum við öll Vestfirðingar“
Forsætisráðherrann segir að blessunarlega hafi ekkert manntjón orðið í nótt í snjóflóðunum fyrir vestan.
15. janúar 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Segir lokaðan fund hafa verið óviðeigandi
Þingmaður Pírata gagnrýnir lokaðan fund sem rekstraraðilar ferðaþjónustu á hálendinu buðu þingmönnum á í gær. Hann segir að almennt séð hafi það áhrif á fólk að þiggja veitingar eða aðrar „smá“ gjafir.
15. janúar 2020
Með landið að láni
Páll Skúlason var brautryðjandi þegar kemur að umræðu um umhverfismál en hann taldi meðal annars mikil mistök vera falin í því viðhorfi að líta á náttúruna sem eign manna og að leyfilegt væri að gera hvað sem er undir því yfirskini.
11. janúar 2020
Hópuppsögnum fer fjölgandi – ekki fleiri síðan eftir hrunið
Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnum segir að hópuppsögnum hafi farið fjölgandi undanfarin ár en þær hafa ekki verið fleiri síðan stuttu eftir hrunið fyrir tíu árum.
10. janúar 2020
Kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið öflugt undanfarin ár.
Fyrirhuguð fjölmiðlalög ógn við íþróttaumfjöllun á Íslandi
Framkvæmdastjóri Fótbolti.net gagnrýnir harðlega fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra og segir að margt bendi til minnkandi umfjöllunar annarra fjölmiðla um íþróttir. Miðillinn óskar nú eftir mánaðarlegum styrktargreiðslum frá almenningi.
9. janúar 2020
Úttekt á mennta- og menningarmálaráðuneytinu í vinnslu
Ráðuneytið bregst við ábendingum umboðsmanns Alþingis en það hefur falið Capacent að gera úttekt á vinnulagi, skipulagi og viðhorfum stofnana sem heyra undir ráðuneytið.
8. janúar 2020
„Karlaveldi“ til staðar í kringum æðstu stjórnunarstöður á Íslandi
Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem birtist í Stjórnmál & stjórnsýsla í lok síðasta árs eru möguleikar kvenna takmarkaðir þegar kemur að æðstu stjórnunarstöðum í fyrirtækjum.
7. janúar 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Segir lífeyrissjóðskerfið ala á innbyggðri mismunun
Formaður VR bendir á að mun líklegra sé að hálaunamaður hafi komið yfir sig skuldlausu þaki á starfsævinni og þurfi því minna til að lifa af – öfugt við þau sem lægst höfðu launin.
6. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín: Ekki hægt að dæma Kristján Þór eingöngu út frá ásýnd
Forsætisráðherrann segir að hvað varðar traust og ásýnd stjórnmálanna og tengsl sjávarútvegsráðherra við Samherja þá telji hún að horfa þurfi einnig á staðreyndir máls og hvað sé sanngjarnt.
5. janúar 2020
Finnur Dellsén
Kostur að fólk sé ósammála
Finnur Dellsén heimspekingur sér það sem ákveðið styrkleikamerki kenningar þegar ekki allir eru sammála henni. Í þessu samhengi talar hann meðal annars um loftslagsbreytingar af mannavöldum.
2. janúar 2020
Hverju á eiginlega að treysta?
Á tímum samfélagsmiðla, falsfrétta og endalauss upplýsingaflæðis getur verið vandasamt að átta sig á hvaða vitneskju við eigum að taka til okkar og hverju við eigum að treysta. Kjarninn spjallaði við Finn Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands.
31. desember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Nauðsynlegt að draga úr neyslu jafnvel þótt það kosti viss óþægindi
Þingmaður Samfylkingarinnar gerir elda í Ástralíu að umtalsefni en hann segist hafa tröllatrú á blönduðu hagkerfi til að sporna við loftslagsbreytingum og að í markaðinum búi reginafl sem þó verði að stýra.
30. desember 2019
Ekki fleiri bómullarpinna úr plasti, hnífapör, diska, sogrör og blöðruprik
Lagt er til í drögum að nýju frumvarpi að óheimilt verði að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla og matarílát úr öðru plasti en frauðplasti sem ætluð eru undir drykki og matvæli til neyslu, líkt og algengt er á skyndibitastöðum.
23. desember 2019
Eyrún Eyþórsdóttir og Kristín Loftsdóttir
Orðræða notuð til að stilla minnihlutahópum upp sem ógn gegn „hvíta kynstofninum“
Niðurstöður rannsókna hér á landi sýna glöggt fram á að ákveðið fordæmi hefur verið gefið í samfélaginu sem skapar rými fyrir tjáningu neikvæðra viðhorfa gegn minnihlutahópum sem ætlað er að kynda undir hatri og mismunun.
22. desember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór víkur sæti í málum tengdum Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að víkja sæti við meðferð og töku ákvarðana í fjórum stjórnsýslukærum tengdum Samherja. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fer með þessi tilteknu mál í staðinn.
20. desember 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Lili­ane Maury Pasqui­er og Ásmundur Friðriksson.
Ekki um spillingu eða brot á reglum Evrópuráðsþingsins að ræða
Í svari forseta Evrópuráðsþingsins til Ásmundar Friðrikssonar við erindi hans um brot þingmanns Pírata á siðareglum Alþingis kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem forseta hafa borist sé ekki um að ræða spillingu eða brot á reglum þingsins.
20. desember 2019
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Ráðherraskipan VG ekki endurskoðuð þrátt fyrir fyrirvara
Fram kemur í nýútkominni bók um sögu Vinstri grænna að þingmaður í flokknum hafi lagt fram fyrirvara við myndun sitjandi ríkisstjórnar um að ráðherravalið yrði endurskoðað að tveimur árum liðnum.
20. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
14. desember 2019
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra: Vonandi upphafið af þeim bættu vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hefur lofað
Samkomulag hefur náðst á milli þingflokksformanna og þingforseta um þinglok í næstu viku. Í samkomulaginu felst einnig loforð um bætt verklag til framtíðar.
13. desember 2019
Stefna á þinglok í byrjun næstu viku
Allt stefnir í það að þinglok verði á þriðjudaginn næstkomandi en samkvæmt starfsáætlun þingsins hefði þingi átt að ljúka í dag.
13. desember 2019