Færslur eftir höfund:

Bára Huld Beck

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Þetta er mál sem við hefðum kannski þurft að hafa augun meira á“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var spurður á þingi í dag m.a. hverjar hugmyndir hans væru um virka samkeppni þegar stjórnvöld flyttu þúsundir viðskiptavina til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði.
3. febrúar 2022
Dregur framboðið til baka – „Unnið að því leynt og ljóst að safna glóðum elds að höfði mér úr mínu einkalífi“
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til formennsku í SÁÁ til baka. Hún og Kári Stefánsson segja sig jafnframt úr aðalstjórn samtakanna.
3. febrúar 2022
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Útvegsbændur“ virki saman skóg
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að nú sé tilvalið tækifæri fyrir tímamótasamvinnu útgerðar og bænda.
2. febrúar 2022
Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.
Vill afnema húsnæðisliðinn úr vísitölunni
Þingmaður Framsóknarflokksins segir að verðtrygging sé ekki óklífanlegt fjall. „Við getum nefnilega haft áhrif á gang mála. Það er nauðsynlegt að endurmeta forsendur og útreikninga verðbólgu og verðtryggingar,“ sagði hún að þingi í dag.
2. febrúar 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Tveggja milljarða kapallinn“ snúist um að fjárfesta í Framsókn
Þingmaður Viðreisnar bar saman kostnað við fjölgun ráðuneyta við kostnað þess að reisa nýjan íþróttaleikvang á þingi í gær. Hún sagði m.a. að „tveggja milljarða kapallinn“ snerist ekki um að fjárfesta í fólki heldur að fjárfesta í Framsókn.
2. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi „húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda“
„Hér hefur verið sett hættulegt fordæmi og bara ég mótmæli þessu,“ sagði þingmaður Samfylkingar á þingi í dag þegar hann ræddi skipan ráðuneytisstjóra í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur.
1. febrúar 2022
Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.
Ríkisstjórnin beri ábyrgð og geti ekki firrt sig henni
Flokkur fólksins krefst þess að ríkisstjórnin verji heimilin gegn hækkandi húsnæðiskostnaði og beiti eigendavaldi sínu á bankana – að hún grípi inn í „þessa oftöku af varnarlausum heimilum landsins sem ekki er með nokkru móti hægt að réttlæta“.
1. febrúar 2022
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
„Yfirsýnin greinilega engin og ráðherrar þekkja illa sín málefnasvið“
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði á þingi í dag að hún hefði fullan skilning á því að það tæki ráðherra tíma að setja sig inn í embætti en það væri óheppilegt þegar þeir væru beinlínis að leggja fram frumvörp sem ekki eru á þeirra málefnasviði.
31. janúar 2022
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.
Hefur séð „líkmenn í jarðarför glaðlegri“ en ráðherra Sjálfstæðisflokksins
Þingmaður Miðflokksins telur misvísandi skilaboð hafa borist frá Sjálfstæðisflokknum varðandi sóttvarnaaðgerðir – annars vegar þau sem koma með beinum hætti frá ríkisstjórninni og hins vegar hvernig ráðherrar flokksins tjá sig þess utan.
31. janúar 2022
Þóra Kristín býður sig fram til formennsku í SÁÁ
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í SÁÁ. Hún segir að þegar upp koma erfið mál innan samtakanna eða á sjúkrastofnunum þeirra verði alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeldis.
31. janúar 2022
Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar.
Sveitarstjórnarfólk fái skammirnar fyrir það sem er á forræði ríkisins
Þingmaður Viðreisnar segir að sveitarfélaganna bíði veruleg fjárfesting í innviðum og því sé brýnt að endurskoðun á tekjustofnum þeirra gangi bæði hratt og vel fyrir sig.
30. janúar 2022
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar
Stjórnvöld hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að koma ekki í veg fyrir brot á starfsmönnum
Þingmaður Samfylkingarinnar gerði nýlega niðurstöðu Félagsdóms í ágreiningi Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins að umtalsefni á þinginu í vikunni. Forsætisráðherra sagði að dómurinn yrði tekinn alvarlega.
29. janúar 2022
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eigendur kísilvers greiði til baka ríkisstyrki áður en þeir fjárfesti í mengandi verksmiðju
Birgir Þórarinsson gerði hugmyndir eigenda kísilversins á Bakka um kaup á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík að umtalsefni á Alþingi í vikunni.
29. janúar 2022
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra
Mótmæla orðum innanríkisráðherra – Hann ætti að „skoða sitt eigið tún“
Margir þingmenn gagnrýndu Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á þingi í dag og sögðu hann meðal annars sýna hroka og lítilsvirðingu í skrifum sínum um gagnrýni á afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á umsóknum um rík­is­borg­ara­rétt.
27. janúar 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Ójafnvægi milli meirihluta og minnihluta – „Þetta er 100 prósent gegn 0 prósent“
Tveir þingmenn gerðu störf þingsins að sérstöku umræðuefni á Alþingi í dag. Annar vill að meirihlutinn geri sér grein fyrir dagskrárvaldi sínu og hinn vill sérstakan skjá fyrir þingmenn svo þeir geti flutt ræðurnar með betri hætti.
26. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
25. janúar 2022
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Núverandi kerfi svo uppfull af plástrum að það er „næsta vonlaust“ að skilja hvernig þau virka
Þingmaður Pírata segir að þingmenn verði að sýna þjóðinni það að þeir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að vinna sem ein heild.
22. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
20. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
19. janúar 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Jódís: Af hverju eiga listamenn síður að sæta ábyrgð?
Þingmaður Vinstri grænna spyr hvað sé öðruvísi við listamenn en fótboltamenn eða valdamenn í viðskiptalífinu varðandi mál tengd meintum kynferðisbrotum.
18. janúar 2022
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Við verðum bara að taka þessa umræðu“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir þá gagnrýni að ríkisstjórnin hafi „að mörgu leyti brugðist“ og vill hann hafa meiri umræðu m.a. um afleiðingarnar af takmörkunum í faraldrinum.
18. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
17. janúar 2022
Þórður Már Jóhannesson fyrrum stjórnarformaður Festi.
Reitun hafði áhyggjur af umræðu um Þórð Má
Greiningarfyrirtæki sem vinnur svokallað UFS áhættumat fyrir Festi hafði áhyggjur af umræðu í kringum fyrrum stjórnarformann fyrirtækisins í síðustu viku en dró þær áhyggjur til baka eftir yfirlýsingu stjórnar Festi í fyrradag.
15. janúar 2022