Færslur eftir höfund:

Bára Huld Beck

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
„Hefst nú sami söngurinn um að endurskoða kerfið“
Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ómanneskjulegt að láta öryrkja bíða árum saman eftir endurskoðun kerfisins. Forsætisráðherra segir að mikilvægasta verkefnið sem Alþingi stendur frammi fyrir sé að ná „samstöðu um miklu réttlátara kerfi“.
8. desember 2021
Geti ákveðið að leikmenn sem hlotið hafa dóm – eða hafa stöðu sakbornings – komi ekki til greina í landsliðið
Úttektarnefnd ÍSÍ telur KSÍ hafa verulegt svigrúm um hvaða siðferðilegu reglur eða viðmið sambandið setur um val á leikmönnum sem spila fyrir hönd KSÍ.
7. desember 2021
Rán Ingvarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Hafrún Kristjánsdóttir sátu í nefndinni.
KSÍ vissi af fjórum frásögnum er vörðuðu kyn­bundið eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi
Niðurstöður úttektar á við­brögðum og máls­með­ferð KSÍ vegna kyn­ferð­is­of­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönnum í lands­liðum Íslands liggja nú fyrir.
7. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
4. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
3. desember 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er formaður fjárlaganefndar.
Stjórnarandstaðan: Virðingarleysi og valdníðsla – verið að grafa undan þingræðinu
Stjórnarandstöðuþingmenn voru síður en svo ánægðir með vinnubrögð meirihlutans á Alþingi við upphaf þingfundar. Formaður fjárlaganefndar og varaformaður báðust afsökunar á mistökum sínum.
2. desember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
27. nóvember 2021
Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi: Tölurnar gefa fullt tilefni til þess að „við efumst um allt“
Þingmaður Pírata spurði formann kjörbréfanefndar hvernig meirihlutinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að fara eftir síðari talningunni í Norðvesturkjördæmi. Hann svaraði og sagði að þau hefðu enga ástæðu til að rengja þær tölur sem þar koma fram.
25. nóvember 2021
Stóll forseta Íslands
Alþingi undirbýr þingsetningu – Stóll forseta kominn í salinn
Stóll forseta Íslands er kominn á sinn stað í þingsal Alþingis en þingsetning fer fram á morgun. Fjölmiðlafólk og ljósmyndarar þurfa að fara í hraðpróf fyrir þingsetninguna.
22. nóvember 2021
Búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd komin að þolmörkum
Dómsmálaráðherra fjallaði um erfiða stöðu í verndarkerfinu á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.
22. nóvember 2021
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Hópur af fólki sem situr eftir með sárt ennið
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ákvarðanir Seðlabankans hafi pólitískar afleiðingar – og að fasteignaverð muni ekki lækka um leið og vextir hækka.
21. nóvember 2021
Segir engan ómissandi í pólitík – en það sé enn verk að vinna í borginni
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ætla að gera það upp við sig fljótlega hvort hann bjóði sig fram í komandi borgarstjórnarkosningum en sé ekki enn kominn að niðurstöðu.
20. nóvember 2021
Bára Huld Beck
Á ekki bara að skjóta hann?
20. nóvember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í leikhúsunum og verklag þeirra
Tæplega sex hundruð konur í sviðslistum og kvikmyndagerð skrifuðu undir áskorun í lok árs 2017 þar sem þær kröfðust þess að fá að vinna vinnuna sína án áreitni og ofbeldis. Kjarninn kannaði hvað hefur gerst í þessum málum í þremur stærstu leikhúsunum.
18. nóvember 2021
„Við neytum of mikils, notum of mikla orku, kaupum of mikið af hlutum og endurvinnum ekki nóg“
Blaðamaður Kjarnans sat morgunverðarfund með Sönnu Marin forsætisráðherra Finnlands á dögunum ásamt öðrum norrænum blaðamönnum og ræddi hún norrænt samstarf, loftslagsmál og viðbrögð við kórónuveirunni.
17. nóvember 2021
Agnieszka Ewa Ziólkowska tók við sem formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp störfum.
Gefur lítið fyrir umræðu á sam­fé­lags­miðlum um íslensku­kunn­áttu henn­ar
Nýr formaður Eflingar segir að það að hún tali ekki íslensku verði ekki vandamál í hennar störfum – en hún skilur íslensku. Fólk af erlendum uppruna sé hluti af samfélaginu og eigi rétt á því að taka þátt í því.
15. nóvember 2021
Tekur ekki afstöðu í deilum innan Eflingar – Það eru félagsmenn sem skipta mestu máli
Efling mun halda áfram róttækri stefnu sinni í málefnum verka- og láglaunafólks, að sögn nýs formanns stéttarfélagsins sem tók við eftir miklar sviptingar undanfarnar vikur. Kjarninn ræddi við Agnieszku Ewu Ziólkowska.
13. nóvember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í bönkunum og verklag þeirra
Alls hafa sextán tilvik um kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi verið tilkynnt hjá þremur stærstu bönkunum á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan þeirra.
12. nóvember 2021
Þorbjörg Sigríður
Segir það fáránlegt að stjórnin þurfi þetta langan tíma til að „endurnýja heitin“
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir hægagang í stjórnarmyndunarviðræðum og segir allt vera óeðlilegt við ástandið. Sigríður Á. Andersen tekur undir með þingmanninum en bendir á að það þurfi ekki ræðustól Alþingis til að tjá sig um hin ýmsu málefni.
11. nóvember 2021
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir
Hanna Björg hugsi – „Stærsta kvennastétt á Íslandi hafnar konum, aftur og aftur og aftur“
Framhaldsskólakennari í Borgarholtsskóla sem sóttist eftir því að verða næsti formaður KÍ segir að skólakerfið sé annað hvort hluti af vandanum eða lausninni. Það verði aldrei jafnrétti á Íslandi ef skólakerfið er ekki virkur aðili í þeirri vegferð.
10. nóvember 2021
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG.
„Sjálfstæðisflokkurinn og VG eiga ekki að vera saman í ríkisstjórn“
Fyrrverandi þingflokksformaður VG segir að ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn og VG eigi ekki að starfa saman sé sú að „þar með svíkja þeir kjósendur sína“. Það gerist nánast óhjákvæmilega.
9. nóvember 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Aðgerðirnar skipti mestu – en ekki bara markmiðin
Umhverfisráðherra segir að hann sem umhverfissinni verði aldrei sáttur við hversu hægt gengur að bregðast við í loftslagsmálum en segist þó vera ánægður með margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki. Þó verði Íslendingar að ganga enn lengra.
4. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna á þingi Norðurlandaráðs í morgun.
Faraldurinn hafi opinberað veikleika og styrkleika norræns samstarfs
Norrænu forsætisráðherrarnir héldu blaðamannafund í Kaupamannahöfn í morgun þar sem þeir ræddu m.a. hvernig löndin geti bætt samstarfið þegar krísa skellur á.
3. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Við vitum hvar pyttirnir eru“
Formaður Vinstri grænna staðfestir í samtali við Kjarnann að líklegt sé að ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð í næstu viku.
3. nóvember 2021