Færslur eftir höfund:

Bára Huld Beck

Festi rekur meðal annars Elko, Krónuna og N1.
Stjórn Festi ætlar að endurskoða starfsreglur
Markmið endurskoðunar starfsreglna stjórnar Festi er m.a. að gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax, samkvæmt tilkynningu frá Festi til Kauphallar.
13. janúar 2022
Bára Huld Beck
Valdakarlarnir sem náðu ekki að þagga niður í konu
8. janúar 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vís­inda-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra.
Hefur gagnrýnt framgöngu annarra á samfélagsmiðlum – en „lækar“ sjálf í umdeildu máli
Spjótin beinast nú að Áslaugu Örnu fyrir að hafa „lækað“ Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann segist saklaus af þeim sökum sem á hann eru bornar. Hún hefur áður gagnrýnt vararíkissaksóknara fyrir framgöngu á samfélagsmiðlum.
7. janúar 2022
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór: Allir vissu en ekk­ert var aðhafst fyrr en málið komst í fjöl­miðla
Formaður VR segir að íslenskt samfélag sé „óþolandi meðvirkt“ og að oft sé horft framhjá alvarlegum málum ef þau komast ekki í almenna umræðu eða fara á forsíðu fréttamiðla.
6. janúar 2022
Hreggviður Jónsson
Hreggviður stígur til hliðar úr stjórn Veritas eftir ásakanir um kynferðisbrot
Hreggviður Jónsson stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að ung kona steig fram í vikunni og sakaði hann og aðra menn um kynferðisofbeldi.
6. janúar 2022
Margar teikningar Helga hafa verið umdeildar í gegnum tíðina.
Helgi Sig hættur að teikna fyrir Morgunblaðið
Skopmyndateiknarinn Helgi Sig er hættur að teikna skopmyndir fyrir Morgunblaðið eftir að teikning hans þótti ekki birtingarhæf. Hann hefur teiknað fyrir blaðið í yfir 11 ár.
6. janúar 2022
Einar Þorsteinsson hættir á RÚV
Einn aðalstjórnandi Kastljóss mun láta af störfum hjá RÚV í dag. „Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ skrifar hann til starfsmanna RÚV.
3. janúar 2022
Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki mynduð til að vera „hatrammasti stjórnarandstöðuflokkurinn“
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir að honum hafi leiðst átökin í stjórnmálunum og leikirnir kringum þau – enda alltaf verið sáttfús. Kannski of. „Ég var hins vegar reynslulítill og gerði mistök sem kostuðu mig starfið, býst ég við.“
30. desember 2021
Karl Gauti sækist eftir embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar
Tuttugu og tveir sóttu um embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar. Þrír umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar til baka.
30. desember 2021
Prestur leystur tímabundið frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot – „Ég vil ekki sitja með þetta í hjartanu lengur“
Kona sem sakar prest um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir 10 árum gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir viðbrögð við ásökununum en hún hefur nú leitað til teymis kirkjunnar í von um að fá úrlausn sinna mála.
22. desember 2021
Fjárlaganefnd samþykkir að öryrkjar fái 53.000 króna aukagreiðslu fyrir jólin
Samstaða hefur náðst í fjárlaganefnd um að greiða öryrkjum aukagreiðslu skattfrjálst og skerðingarlaust fyrir jólin.
20. desember 2021
Umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Venesúela hætta að fá skilyrðislausa vernd hér á landi
Frá og með 1. janúar næstkomandi mun Útlendingastofnun taka upp nýtt verklag þar sem lagt verður einstaklingsbundið mat á hverja umsókn sem kemur frá einstaklingum með venesúelskt ríkisfang með vísan til sjónarmiða um viðbótarvernd.
17. desember 2021
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Börn bíða þess óttaslegin að vera send aftur á flótta á meðan við hin njótum „gjafa, matar, friðar og öryggis“
Þingmaður Pírata hvetur Alþingi og innanríkisráðherra að veita börnum á flótta og fjölskyldum þeirra þá jólagjöf að fá tafarlaust hæli hér á landi af mannúðarástæðum.
16. desember 2021
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Fjölskyldum af þýskum gyðingaættum vísað frá í seinni heimsstyrjöldinni– „Þessi saga er að endurtaka sig“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar verði að sýna mannúð og samhug í verki og hjálpa barnafjölskyldum á flótta og fólki í neyð til að finna friðarhöfn og framtíð í öruggu landi.
15. desember 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Sjálfstæðisflokkurinn kominn langt frá ábyrgum og skynsamlegum ríkisrekstri“
Þingmaður Viðreisnar spyr hvort þörf sé á öllum þeim 248 nýjum nefndum sem ríkisstjórnin stofnaði á síðasta kjörtímabili. Hún gagnrýnir enn fremur fjölgun ráðuneyta.
15. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín: Er hér farið vel með skattfé almennings?
Þingmaður Viðreisnar spyr hvort kaup ríkisins á Hótel Sögu sé „hagstæður gjörningur fyrir hið opinbera“.
14. desember 2021
Jódís Skúladóttir nýr þingmaður VG.
„Ég sé og ég heyri“
Nýr þingmaður VG segist þekkja fátækt af eigin raun og að hún myndi hjálpa öllum þeim sem leitað hafa til hennar með ákall um aðstoð ef hún gæti.
14. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Ég mun ekki ná að leysa loftslagsvandann fyrir þessi jól“
Formaður Viðreisnar spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á þingi í dag hvað hann ætlaði sjálfur að gera til að tryggja raforkuflutning fyrir jólin.
13. desember 2021
Inga spyr forsætisráðherra: „Ætlarðu að reyna að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin?“
Formaður Flokks fólksins segir að desemberuppbót til öryrkja sé bjarnargreiði sem geri ekkert fyrir fátækasta fólkið í landinu. Hún spurði forsætisráðherrann á þingi hvort hún ætlaði að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin.
13. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Hin ólaunaða skipulags- og tilfinningavakt vanmetin
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verkefni svokallaðrar þriðju vaktarinnar séu vanmetin og jafnvel sé álitið sjálfsagt að konur sinni þeim verkefnum frekar en karlar. Þriðja vaktin sé enn fremur margfalt þyngri fyrir konur en karla.
12. desember 2021
Halldóra Mogensen og Bjarni Benediktsson
Er Jón Gunnarsson besta dómsmálaráðherraefni Sjálfstæðisflokksins?
Þingmaður Pírata og fjármála- og efnahagsráðherra ræddu skipan dómsmálaráðherra á þingi í dag.
9. desember 2021
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Sigmar: Bit- og tannlausar eftirlitsstofnanir eru lítils virði
Þingmaður Viðreisnar segir að blóðmerar og brottkast færi Íslendingum heim sanninn um að bit- og tannlausar eftirlitsstofnanir séu lítils virði. Ábyrgðin liggi hins vegar hjá þeim sem stjórna landinu.
9. desember 2021
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
9. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
8. desember 2021