Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar borgaði langmest allra oddvita í auglýsingar á Facebook
Facebook-síða Ásmundar Einars Daðasonar hefur greitt miðlinum rúma hálfa milljón í auglýsingakostnað á síðustu 90 dögum. Þetta er rúmlega tvöfalt meira en samanlögð útgjöld allra oddvita allra flokkanna á Facebook á sama tíma.
15. september 2021
Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða
Stoðir hagnast um 12,6 milljarða á hálfu ári
Hraðar verðhækkanir á hlutabréfum skráðra félaga hérlendis hafa reynst Stoðum vel síðustu mánuðina. Tekjur félagsins af fjárfestingum sínum námu tæpum 13 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins.
14. september 2021
Jafnmargir starfandi innflytjendur og fyrir faraldurinn
Alls voru 35 þúsund innflytjendur starfandi í júní og hafa þeir ekki verið jafnmargir síðan faraldurinn byrjaði í mars í fyrra. Ef tekið er tillit til árstíðarsveiflna sést þó að enn vantar töluvert upp á að ástandið verði eins og árið 2019.
14. september 2021
Skilti Öryrkjabandalagsins á kröfugöngu 1. maí 2019.
Fatlað fólk mun verr sett en atvinnulausir
Ný spurningakönnun frá Vörðu leiðir í ljós að fjárhagsleg staða fatlaðs fólks er sýnu verri en staða atvinnulauss félagsfólks innan ASÍ og BSRB. Samkvæmt könnuninni eiga 80 prósent öryrkja erfitt með að ná endum saman.
13. september 2021
Róbert Farestveit og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingar hjá ASÍ.
Segja kerfið hvetja til skattasniðgöngu
Hagfræðingar hjá ASÍ segja að skýrar vísbendingar séu um að fólk sniðgangi skattgreiðslu hér á landi með því að skrá launatekjur ranglega sem fjármagnstekjur.
12. september 2021
Jonas Gahr Støre og Erna Solberg í kappræðum á sjónvarpsstöðinni TV2 fyrr í vikunni.
Búist við erfiðri stjórnarmyndun í Noregi
Jonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksins, gæti fengið stjórnarmyndunarumboð í kjölfar þingkosninga þar í landi í næstu viku. Hins vegar er útlit fyrir að stjórnarmyndunin sjálf muni reynast honum erfið.
11. september 2021
Hekla Arnardóttir, Helga Valfells og Jenný Ruth Hrafnsdóttir hjá Crowberry Capital.
Crowberry Capital stofnar stærsta vísisjóð á Íslandi
Sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur fjármagnað nýjan 11,5 milljarða króna vísisjóð. Á meðal þeirra sem fjármagna sjóðinn er Evrópski fjárfestingasjóðurinn og Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies.
9. september 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ
ASÍ segir stóreignaskatt geta skilað ríkissjóði meira en 20 milljörðum króna
Fjármagnstekjuskattur er ekki nægur einn og sér til að draga úr eignaójöfnuði, að mati ASÍ. Samtökin segja að rökin fyrir eignaskatti séu sterk í löndum þar sem skattlagning á fjármagnstekjur er lág.
7. september 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Áhættan hverfi ekki þótt krónan sé tengd við evru
Fyrrverandi seðlabankastjóri segir upptöku evru geta minnkað gjaldmiðlaáhættu hérlendis verulega. Slík áhætta myndi þó enn vera til staðar að miklu leyti hér á landi ef krónan yrði tengd við evru.
7. september 2021
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Góðar horfur í útflutningi í ár
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir ýmislegt benda til þess að útflutningur og einkaneysla muni aukast töluvert í ár, en að útflutningshorfurnar á næsta ári hafi versnað frá því í vor.
5. september 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs
Hefur fundað um sölu á fjarskiptainnviðum
Þjóðaröryggisráð hefur fundað vegna áætlana Sýnar, Nova og Símans um að selja eigin fjarskiptainnviði. Samkvæmt ráðinu er full ástæða til að fylgjast með þessari þróun og greina áhættuþætti tengdum henni.
3. september 2021
Segir vaxtalækkunina hafa verið tilraun
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir að lækkun vaxta í fyrra hafi verið tilraun um að færa vexti hérlendis í átt að því sem gerist í flestum nágrannalöndum okkar.
2. september 2021
Anchorage, höfuðborg Alaska í Bandaríkjunum
Nova í eigu fjárfesta frá Alaska
Fjárfestingafélagið PT Capital Advisors, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Anchorage í Alaska og eiga stóran hlut í Keahótelum, hefur keypt út hlut Björgólfs Thors Björgólfssonar í fjarskiptafélaginu Nova og á því 94,5 prósent í félaginu núna.
1. september 2021
Tökum á móti hlutfallslega færri flóttamönnum en Bandaríkin og Kanada
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að taka á móti 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna yfirtöku Talibana þar í landi. Er það mikið eða lítið miðað við þann fjölda sem önnur lönd hafa sagst ætla að taka á móti?
31. ágúst 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar
Dýrar auglýsingar en fáir fylgjendur hjá Flokki fólksins og Samfylkingunni
Rúmur helmingur alls auglýsingakostnaðar stjórnmálaflokkanna á Facebook og Instagram hefur annað hvort komið frá Samfylkingunni eða Flokki fólksins síðasta árið. Þrátt fyrir það hafa báðir flokkarnir fáa fylgjendur á miðlunum ef miðað er við aðra flokka.
30. ágúst 2021
Útgjaldaaukning til Landspítalans að miklu leyti vegna launahækkana
Gylfi Zoega segir að ef tillit sé tekið launahækkana þá hafi fjárframlög hins opinbera til Landspítalans ekki aukist jafnmikið og þörfin fyrir sjúkrahúsþjónustu á síðustu árum.
30. ágúst 2021
Vélar Icelandair hjá Cabo Verde ekki enn komnar í útleigu
Tvær flugvélar sem Loftleiðir, dótturfélag Icelandair, leigði út til flugfélagsins Cabo Verde Airlines eru ekki enn komnar í útleigu annars staðar. Starfsemi Cabo Verde Airlines hefur legið niðri síðan í mars í fyrra.
28. ágúst 2021
Sigmundur Davíð boðar stórar millifærslur til heimila landsins
Íslendingar ættu að fá auðlindagjald greitt út beint í sinn vasa á Fullveldisdaginn á hverju ári, samkvæmt nýrri kosningastefnu Miðflokksins. Sömuleiðis inniheldur stefnan beinar millifærslur til heimila ef afgangur er af fjárlögum.
25. ágúst 2021
Vonir eru bundnar við að störfum fari aftur að fjölga samhliða fjölgun ferðamanna.
Næstum því jafnmargir starfa nú og fyrir farsótt
Fjöldi starfandi fólks hefur aukist hratt síðustu mánuðum og fyrirtæki hafa mikinn áhuga á að ráða til sín starfsfólk. Samkvæmt Seðlabankanum væri atvinnuleysið 2,5 prósentustigum hærra ef ekki væri fyrir ráðningarstyrki stjórnvalda.
25. ágúst 2021
Seðlabankinn hækkar vexti aftur
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Hann segir ástæðuna vera skjótan efnahagsbata og miklar verðhækkanir, en búist er við að verðbólgan verði yfir fjórum prósentum út árið.
25. ágúst 2021
Smitbylgjur áberandi í eldsneytistölum
Kaup Íslendinga á eldsneyti hérlendis hefur sveiflast töluvert með sóttvarnartakmörkunum sem fylgt hafa hverri smitbylgju af COVID-19 á síðustu mánuðum. Þrátt fyrir það eru kaupin nú töluvert yfir það sem þau voru áður en faraldurinn byrjaði.
24. ágúst 2021
Norðmenn sitja á töluvert mikið af auðæfum vegna norska olíusjóðsins.
Hver Norðmaður á 30 milljónir í norska olíusjóðnum
Norski olíusjóðurinn óx um tæp tíu prósent á fyrri helmingi ársins. Sjóðurinn á tæpt prósent af öllum hlutabréfum heims og gæti gefið hverjum Norðmanni um 30 milljónir íslenskra króna.
22. ágúst 2021
Hrauneyjafosstöð, sem er í eigu Landsvirkjunar
Mælir með að skipta upp Landsvirkjun í smærri einingar
Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ segir í nýjasta tölublaði Vísbendingar að raunhæfasta leiðin til að koma á virkri samkeppni á rafmagnsmarkaði sé með því að skipta Landsvirkjun upp.
22. ágúst 2021
Fyrirtækin sem mynda fjórðu stoðina
Ný stoð hefur myndast í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins á síðustu árum sem er ekki byggð á nýtingu takmarkaðra auðlinda, heldur hugviti starfsmanna sinna. Kjarninn tók saman helstu fyrirtækin að baki þessari stoð og tekjuvöxt þeirra á síðustu árum.
20. ágúst 2021
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Spyr hvort of mikið sé greitt í lífeyrissjóði
Benedikt Jóhannesson segir fólk á ellilífeyrisaldri hafa náð að stórbæta kjörin sín á síðustu áratugum og býst við að sú þróun haldi áfram. Sökum þess veltir hann því upp hvort lífeyrisgreiðslur séu of háar.
15. ágúst 2021