Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Ál hefur ekki verið dýrara í áratug
Álverð hefur hækkað um 75 prósent á alþjóðlegum mörkuðumfrá því í apríl í fyrra. Verðhækkunina má að hluta til skýra vegna framleiðsluhökts í Kína, en aukin eftirspurn eftir bjór og rafbílum hafa líka haft áhrif.
13. ágúst 2021
Leigumarkaðurinn minnkaði um fimmtung eftir COVID
Fjöldi þeirra sem búa í leiguhúsnæði dróst saman um rúm 20 prósent eftir að heimsfaraldurinn skall á. Samhliða því hefur húsnæðisöryggi aukist og fjárhagur heimilanna batnað.
12. ágúst 2021
Longyearbyen á Svalbarða í Noregi.
Mögulegt þorskastríð í vændum á milli Noregs og ESB
Fiskveiðiskip frá ESB sem veiða við strendur Svalbarða gætu átt í hættu á að verða kyrsett þar á næstu vikum. Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir sambandið ekki hafa neinn lagalegan grundvöll fyrir að veiða í norskri lögsögu.
12. ágúst 2021
Bóluefni Pfizer og BioNTech, Corminaty.
BioNTech gæti aukið hagvöxt Þýskalands um hálft prósentustig
Áætlaðar tekjur hjá BioNtech, sem framleiðir bóluefni gegn COVID-19 í samstarfi við Pfizer, nema tæpum 16 milljörðum evra í ár. Þetta jafngildir hálfu prósenti af landsframleiðslu Þýskalands í fyrra.
10. ágúst 2021
Metávöxtun hjá íslenskum hlutabréfasjóðum
Samhliða sögulegri hækkun hlutabréfaverðs hér á landi hefur 12 mánaða ávöxtum 13 íslenskra hlutabréfasjóða verið með mesta móti. Virði tveggja sjóðanna hefur meira en tvöfaldast.
10. ágúst 2021
PLAY segir lága sætanýtingu í takt við væntingar
Sætanýting flugfélagsins PLAY var tæp 42 prósent í júlí og þarf að vera tæplega tvöfalt hærri á næstu mánuðum svo félagið standist eigin spár. Samkvæmt PLAY var nýtingin í takt við væntingar félagsins fyrir fyrsta mánuðinn í fullum rekstri.
9. ágúst 2021
Lægsta hlutdeild lífeyrissjóða í húsnæðislánum síðan 2017
Á meðan útlán bankakerfisins til heimila hefur aukist hratt á síðustu mánuðum hafa þau dregist saman hjá lífeyrissjóðunum. Hlutfall lífeyrissjóðanna í húsnæðislánum hefur ekki verið lægra í fjögur ár.
8. ágúst 2021
Húsnæðisframkvæmdir virðast hafa verið meiri það sem af er ári miðað við í fyrra, en hafa þó sennilega ekki náð fyrri hæðum.
Aukið fjör á byggingarmarkaði
Ýmsar vísbendingar eru uppi um að húsnæðisuppbygging hafi aukist á síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lægra lagi árin 2019 og 2020. Hins vegar virðist virknin ekki enn hafa náð sömu hæðum og árið 2018.
4. ágúst 2021
Fjöldi rafskúta hefur aukist umtalsvert í Osló og öðrum evrópskum borgum á síðustu árum
Þrengt að rafskútuleigum í Ósló
Fjöldi rafskúta í Ósló er rúmlega fjórum sinnum meiri á höfðatölu heldur en í Reykjavík. Nú ætla borgaryfirvöld í norsku höfuðborginni hins vegar að draga verulega úr þessum fjölda og rukka leigurnar fyrir umsýslukostnað af farartækjunum.
3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
3. ágúst 2021
Greiðslumiðlun tæplega þrefalt dýrari hér heldur en á öðrum Norðurlöndum
Emil Dagsson ræðir við Guðmund Kr. Tómasson um greiðslumiðlun á Íslandi í nýjasta þætti Ekon. Samkvæmt Guðmundi borga Íslendingar mun meira fyrir greiðslumiðlun heldur en íbúar annara Norðurlanda.
19. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Kaupmáttur ungra karlmanna hefur minnkað á síðustu áratugum
Á meðan heildarlaun fólks yfir fertugt hefur aukist myndarlega frá árinu 1994 mátti ekki greina neina aukningu í kaupmætti hjá körlum undir þrítugu, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
18. júlí 2021
Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
ESB kynnir leiðir til að minnka losun um 55% á næstu níu árum
Evrópusambandið var í dag fyrst allra hagkerfa til að kynna útfærslur á því hvernig standa ætti við skuldbindingar um boðaðan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum.
14. júlí 2021
Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Óli Halldórsson, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna í Norðausturkjördæmi.
Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna í NA-kjördæmi vilja fjölga kjördæmum
Oddvitar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar í Norðausturkjördæmi segjast vilja fjölga kjördæmum landsins í viðtali við Austurfrétt.
14. júlí 2021
Höfuðstöðvar Moderna í Massachusetts í Bandaríkjunum
Moderna sakað um að geyma hagnaðinn sinn í skattaskjólum
Hollenska hugveitan SOMO hefur sakað Moderna, sem hefur fengið háar fjárhæðir í styrkjum frá hinu opinbera til að þróa bóluefni gegn COVID-19, um að rukka háar fjárhæðir fyrir bóluefnið sitt og geyma svo hagnaðinn á lágskattasvæðum..
13. júlí 2021
Eignir og tekjur þeirra ríkustu jukust mest
Hlutfallslegur ójöfnuður virðist hafa minnkað í fyrra, bæði í tekjum og eignum. Hins vegar hefur bilið á milli ríkra og fátækra aukist í krónutölum, þar sem meiri fjármunir runnu til þeirra sem eru efnameiri.
13. júlí 2021
Fjöldi ferðamanna er að aukast hratt aftur,  samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu.
Annar hver farþegi frá Bandaríkjunum
Alls fóru tæplega 43 þúsund erlendir farþegar um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði. Helmingur þeirra var frá Bandaríkjunum og einn tíundi þeirra var frá Póllandi.
12. júlí 2021
Af öllum störfum sem Hagstofa mældi hækkuðu heildarlaun sérfræðistarfa við lækningar mest.
Læknar, yfirmenn í byggingarfyrirtækjum og verðbréfasalar hækkuðu mest í launum
Alls hækkuðu mánaðarlaun þriggja starfa um meira en 100 þúsund krónur á mánuði í fyrra,miðað við árið á undan. Í öllum störfunum voru mánaðarlaunin yfir einni milljón króna.
12. júlí 2021
Ýmsir sem eru mótfallnir hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð virðast hafa áhyggjur af ferðafrelsi á hálendinu.
Miðhálendisþjóðgarður vinsæll meðal almennings
Samkvæmt könnun á vegum Hagfræðistofnunar HÍ og Maskínu er fólk almennt hlynnt þjóðgarði á miðhálendinu. Útivistarfólk virðist hvorki vera hlynntara né andvígara þjóðgarðinum heldur en aðrir.
12. júlí 2021
Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Margar ástæður fyrir því að hlutabréfaverð „poppi“
Framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland útskýrir hugsanlegar orsakir hraðra verðhækkanir í kjölfar hlutafjárútboða í Kauphöllinni í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Hann bætir þó við að slíkar verðhækkanir eru alls ekki sjálfgefnar.
11. júlí 2021
Borgartún, fjármálahverfi Reykjavíkur.
Flestar nýskráningar í fjármála- og byggingarstarfsemi
Fjöldi nýskráðra fyrirtækja hefur aukist um tæpan helming á fyrri hluta þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra. Mest hefur skráningum fjármálafyrirtækja fjölgað, en hún hefur einnig verið mikil á meðal fyrirtækja í byggingarstarfsemi.
10. júlí 2021
Formleg skráning PLAY á First North markaðinn átti sér stað í dag.
Með mestu verðhækkunum á fyrsta degi viðskipta frá hruni
Verðhækkun á hlutabréfum í PLAY á fyrsta viðskiptadegi félagsins á First North-markaðnum í Kauphöllinni er með því hæsta sem sést hefur frá árinu 2008.
9. júlí 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti úttekt séreignarsparnaðar sem lið í efnahagsaðgerðum stjórnvalda til að bregðast við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldrinum.
Séreignarúrræðið vinsælast meðal fólks á fimmtugsaldri
Svo virðist sem heimildin sem stjórnvöld veittu til að taka út séreignarsparnað í kjölfar heimsfaraldursins í fyrra hafi fyrst og fremst nýst fólki á aldrinum 40 til 44 ára.
8. júlí 2021
Segir náin tengsl ríkja á milli sérhagsmunahópa og stjórnmálamanna hérlendis
Samkvæmt OECD geta náin tengsl sérhagsmunahópa við stjórnmálamenn skaðað samkeppnishæfni landsins. Ísland var með óskýrustu reglurnar um áhrif hagsmunahópa af öllum Norðurlöndunum árið 2018.
8. júlí 2021
Mathias Cormann, nýr aðalritari OECD.
OECD hvetur til sóknar í nýsköpun og grænni framleiðslu
Margt má bæta hér á landi til að efla nýsköpun og minnka losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um Ísland.
7. júlí 2021