Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
28. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
27. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
26. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
25. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
24. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
22. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
21. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki senda okkur póst til að reyna að komast framar í röðina
Veiran er ennþá þarna úti, segir sóttvarnalæknir. Í lok mars á að hafa borist hingað til lands bóluefni fyrir um 30 þúsund manns. Frekari dreifingaráætlanir lyfjafyrirtækjanna hafa ekki verið gefnar út.
21. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
18. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
15. janúar 2021
Ýmsir veitingastaðir, líkt og Grandi mathöll, hafa þurft að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaraðgerða.
Fyrirtæki hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna
Hundruðir fyrirtækja hafa sótt um tekjufallsstyrki á fyrstu þremur dögunum sem opið hefur verið fyrir umsóknir. Alls er búist við að hið opinbera verji 43,3 milljörðum króna í styrki til rekstraraðila sem misst hafa tekjur tímabundið vegna faraldursins.
14. janúar 2021
Fimmtán sóttu um stöðu orkumálastjóra
Fimmtán umsóknir bárust um starf orkumálastjóra, en Guðni A. Jóhannesson sem hefur verið orkumálastjóri frá 2008 lætur brátt af störfum. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar í stöðuna frá og með 1. maí.
14. janúar 2021
Hraðfrystihúsið Gunnvör gerir Júlíus Geirmundsson út.
Skipstjórinn játaði sök
Við þingfestingu í Héraðsdómi Vestfjarða í dag játaði skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni sök. Honum er gert að greiða sekt og missir skipstjórnarréttindi tímabundið.
14. janúar 2021
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Beittu fortölum, greiddu sýnatöku og á annan tug reyndist sýktur
Tekist hefur að sannfæra um 210 ferðamenn síðustu vikur um að fara í skimun í stað 2 vikna sóttkvíar. Fjölmargir hafa svo greinst með veiruna í þeim hópi. Starfsmenn í flugstöðinni hafa „margoft séð“ að þeir sem velja sóttkví ætli sér ekki að halda hana.
14. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Allt að tíu prósent farþega í einni flugvél smitaðir
Sóttvarnalæknir leggur til að allir sem hingað koma framvísi neikvæðu COVID-prófi. Þetta er enn einn valmöguleikinn sem hann setur í hendur stjórnvalda eftir að ljóst varð að lagastoð vantar til að afnema möguleikann á sóttkví í stað skimunar.
14. janúar 2021
Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir erum ritstjórar Heimskviða.
Heimskviður aftur á dagskrá Rásar 1
Einum og hálfum mánuði eftir að tilkynnt var um að Heimskviður, fréttaskýringaþáttur um erlend málefni, yrði ekki lengur á dagskrá Rásar 1 hefur stjórnendum RÚV snúist hugur.
14. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís frestar því að færa brjóstaskimanir til fimmtugs
Svandís Svavarsdóttir segir að kynna þurfi betur áform um að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameinum úr 40 árum í 50.
13. janúar 2021
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þórunn Egilsdóttir fer ekki fram á ný
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi mun ekki bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Þórunn ætlar að einbeita sér að því að takast á við baráttu við krabbamein með bjartsýnina að vopni.
13. janúar 2021
COVID-19 smit á hjartadeild Landspítalans
Sjúklingur á hjartadeild Landspítalans hefur greinst með COVID-19. Lokað hefur verið fyrir innlagnir á deildina og heimsóknum þangað frestað á meðan starfsfólk og sjúklingar hennar eru skimaðir í kvöld og á morgun.
12. janúar 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
60 manns vilja verða næsti forsetaritari Íslands
Á meðal þeirra sem vilja verða næsti forsetaritari er fyrrverandi þingmaður, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans og upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.
12. janúar 2021