Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Birtingur hefur meðal annars gefið út fríblaðið Mannlíf síðastliðin þrjú ár.
Fjölmiðlafyrirtækið Birtingur selt til nýs eiganda
Birtingur útgáfufélag hefur tapað rúmum hálfum milljarði króna frá því að nýir eigendur tóku við því árið 2017. Tapið í fyrra var 236 milljónir króna. Framkvæmdastjórinn hefur keypt allt hlutafé í útgáfufélaginu.
30. júní 2020
Umfangsmikil sýnataka í gær – tólf virk smit í landinu
Tvö ný smit af kórónuveirunni voru staðfest hér á landi í gær, annað hjá Íslenskri erfðagreiningu en hitt í við landamærin. Tólf einstaklingar eru nú með virk smit.
30. júní 2020
47 hótel á Íslandi lokuð í maí
Í lok mars tóku mörg hótel á Íslandi þá ákvörðun að loka tímabundið og í apríl voru 75 hótel lokuð. Eitthvað vænkaðist hagur í maí en þá voru 47 hótel lokuð.
30. júní 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Heyrir „daglega um launaþjófnað, arðrán, misbeitingu, rugl og ógeð“
Tveir af þeim þremur sem létust í brunanum voru félagsmenn Eflingar, verkafólk af erlendum uppruna sem kom hingað til lands til að vinna verkamannastörf. Hér á landi „lentu þau í gildru einstaklings“ sem leigði þeim hættulegt húsnæði í óboðlegu umhverfi.
30. júní 2020
Þjálfun í undirstöðuatriðum lesturs
Hlín Magnúsdóttir hefur skrifað bækur sem þjálfa undirstöðuatriði lesturs. Hugmyndafræðin á bakvið uppsetningu bókanna er sú að börn læra að allir bókstafir eiga sín hljóð. Hún safnar fyrir útgáfu þeirra á Karolina fund.
28. júní 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni endurkjörinn forseti með 92,2 prósent atkvæða
Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og börn þeirra verða fjögur ár til viðbótar á Bessastöðum. Guðni var endurkjörinn forseti Íslands með 92,2 prósentum atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær.
28. júní 2020
Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir að fyrstu tölur höfðu borist.
Guðni með mikla yfirburði
Guðni Th. Jóhannesson var með rúmlega 90 prósent atkvæða í forsetakosningunum er fyrstu tölur höfðu borist úr fjórum kjördæmum. Er það í takti við nýjustu skoðanakannanir.
27. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Afsláttur af skimunargjaldi ef greitt er fyrirfram
Þeir sem ferðast til landsins frá1. júlí munu geta greitt fyrir skimun fyrirfram. Ef greitt er fyrirfram fæst tvö þúsund króna afsláttur af 11 þúsund króna skimunargjaldinu.
26. júní 2020
Fyrsta innanlandssmitið frá því um miðjan maí
Tvö tilfelli af COVID-19 staðfest á tveimur dögum og áætlað að yfir 200 manns þurfi að fara í sóttkví. Málið er meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu.
26. júní 2020
ASÍ kallar eftir ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg
Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði, að því er fram kemur í yfirlýsingu ASÍ.
26. júní 2020
Hanna Katrín Friðriksson.
Kallar eftir afstöðu forsætisráðherra til dómsmáls Lilju
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að mennta- og menningarmálaráðherra sé greinilega að störfum, sitji ríkisstjórnar- og þingflokksfundi, en mæti hins vegar ekki í þingsal til að svara fyrir brot sín á jafnréttislögum.
25. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja höfðar mál gegn konunni sem kærunefnd jafnréttismála sagði hana hafa brotið á
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að höfða mál til að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög við skipun á ráðuneytisstjóra.
24. júní 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ fer fram á viðræður við stjórnvöld um brostnar forsendur lífskjarasamninga
Í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands er farið fram á viðræður við stjórnvöld um brostnar forsendur lífskjarasamninganna. Miðstjórnin segir stjórnvöld ekki hafa staðið við sinn hluta þeirra.
24. júní 2020
Einn formaður flokks tekur þátt í eldhúsdagsumræðum
Almennar stjórnmálaumræður fara fram á Alþingi í kvöld. Eini formaður stjórnmálaflokks sem tekur þátt í þeim er Inga Sæland, sem getur ekki annað þar sem flokkur hennar telur einungis tvo þingmenn. Einn ráðherra verður á meðal ræðumanna.
23. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Þeir sem eiga peningalegar eignir gætu þurft að borga brúsann fyrir COVID-19
Prófessor í hagfræði segir að æskilegt væri að gerð hafi verið áætlun um hvernig og hvenær hallarekstri ríkissjóðs verði snúið við og vextir hækkaðir í takt við vaxandi hagvöxt.
23. júní 2020
Deilieldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur
Hægt er að „sponsa frumkvöðlul“ í matarframleiðslu með því að styrkja verkefnið Eldstæðið á Karolina Fund.
21. júní 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Segir að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki lagður af fyrr en eftir „einhverja áratugi“
Formaður Framsóknarflokksins segir að samkomulag hans við borgarstjórann í Reykjavík sem gert var í vetur hafi leyst flugvallarmálið.
20. júní 2020
Kári Stefánsson er forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári: Engar áætlanir uppi um að búa til söluvöru úr skimuninni
Kári Stefánsson segir að COVID-19 faraldurinn hafi laðað fram það besta í harðsvíruðu kapítalistunum sem stjórni lyfjaiðnaðinum. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar og Amgen í skimun á Íslandi snúist ekki um fjárhagslegan ávinning.
20. júní 2020
Jökull H. Úlfsson.
Framkvæmdastjóri Stefnis lætur af störfum rúmu ári eftir að hafa tekið við
Framkvæmdastjóraskipti hafa orðið í stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins, sem er í eigu Arion banka.
19. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ferðagjöf stjórnvalda komin í gagnið
Ferðagjöfinni er ætlað að styðja við bakið á ferðaþjónustunni og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir. Upphæð gjafarinnar er 5.000 krónur.
19. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason
Átaksstörf stjórnvalda ganga ekki út
Eftirspurn námsmanna eftir sumarstörfum hefur verið töluvert minni en áætlað var. Sveitarfélög höfðu heimild til að ráða í 1.700 störf en ekki hefur tekist að ljúka ráðningu nema í tæplega 1.450.
19. júní 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Yfirvofandi verkfall áhyggjuefni
Landlæknir hefur áhyggjur af áhrifum yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga á aðgerðir vegna COVID-19. Hjúkrunarfræðingar sinna m.a. sýnatöku og smitrakningu.
18. júní 2020
Prófessorar við HR taka undir hörð mótmæli kollega sinna í ríkisháskólum
Félag prófessora við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknaráð Háskólans í Reykjavík taka undir með yfirlýsingu Félags prófessora við ríkisháskóla vegna máls Þorvalds Gylfasonar.
18. júní 2020
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar segir hugmyndir Pírata vera „með þeim hætti“ að þeir eigi ekki að leiða nefndina
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar ekki að styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í nefndinni. Hann mun taka við eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði formennskunni af sér á mánudag.
18. júní 2020
Helgi Björnsson er borgarlistamaður Reykjavíkur 2020
Maðurinn sem fann upp frasann „Eru ekki allir sexý!“ og söng sig enn á ný inn í hjört landsmanna með Heima-tónleikaröðinni á meðan að samkomubannið stóð yfir, hefur verið útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur.
17. júní 2020